Greinar laugardaginn 28. september 2019

Fréttir

28. september 2019 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

55 unnu á skrifstofu borgarstjóra

Á árinu 2018 unnu á skrifstofu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Stefáns Eiríkssonar borgarritara að meðaltali 55 starfsmenn í 51 stöðugildi, að stjórnendum og embættismönnum meðtöldum. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Átvöglum fjölgar í görðum og vaxa hratt

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Blaðvespum hefur fjölgað hérlendis á síðustu árum og sumir nýliðanna skemma garðagróður. Lirfurnar nærast á laufi plantna og geta valdið umtalsverðum skemmdum. Á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna, fjallar Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, um tvær þessara tegunda; rifsþélu og hindberjaþélu. Hann segir að báðar séu átvögl mikil sem vaxi hratt og þroskist. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 282 orð | 2 myndir

BÍ slítur kjaraviðræðum

Blaðamannafélag Íslands hefur slitið kjaraviðræðum við viðsemjendur félagsins og var ríkissáttasemjara tilkynnt þetta með bréfi í gær. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Efla íslenskt mál með störfum sínum

Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir það sem vel er gert á sviði málræktar eða til eflingar íslenskri tungu. Á Málræktarþingi, sem haldið var 26. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Ert þú umhverfishetja?

Umhverfishetjan, Norræna húsið og Landvernd standa fyrir verkstæði í Norræna húsinu í dag kl. 11-14. Þar fá börn tækifæri til að fræðast um ýmis málefni og leiðir sem þau geta nýtt sér til að hlúa betur að jörðinni. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 239 orð | 3 myndir

Framkvæmdastjórum fækkað á Landspítala

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greindi í gær í vikulegum pistli sínum til starfsfólks frá fyrirhuguðum breytingum á skipuriti spítalans sem taka gildi 1. október. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 328 orð

Framkvæmdir hjá Votlendissjóði

Framkvæmdir við endurheimt votlendis eru að hefjast á vegum Votlendissjóðs. Framkvæmdir næstu vikna jafnast á við að slökkt væri á rúmlega 1.000 fólksbílum, segir í frétt frá sjóðnum. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Fundaferðin kostaði rúmar 1,5 milljónir

Heildarkostnaður við fundaferðir Más Guðmundssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, um landið í seinasta mánuði var samtals 1.544.840 kr. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Gengið til stuðnings bættri hjartaheilsu

Gengið var í tilefni Alþjóðlega hjartadagsins í Elliðaárdalnum í gærkvöldi, en hann verður haldinn hátíðlegur á morgun, sunnudag. Gengu þátttakendur um fjóra kílómetra en þátttaka var ókeypis. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Gjald af notkun frekar en lítrum

„Við erum ekki komin á þann stað að útfæra þessa gjaldtöku heldur erum við einmitt að segja að gjaldtaka á umferð, ökutæki og eldsneyti sé til heildarendurskoðunar og við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að gjald verði frekar tekið af notkun... Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 1150 orð | 2 myndir

Haustblíða og nóg við að vera í Skagafirði

Úr bæjarlífinu Björn Björnsson Sauðárkróki Um helgina reka Skagfirðingar stóð til Laufskálaréttar í Hjaltadal og ef að vanda lætur verður þar fjöldi glæsihesta sem verða nú að yfirgefa frelsið í sumarhögum. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Hefur glímt við veikindi alla ævi

Örn Kaldalóns Magnússon var 19 ára að aldri þegar hann greindist með DM-sjúkdóminn, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur og hefur áhrif á mörg kerfi líkamans. Örn verður fertugur á morgun, sunnudag, en hann hefur verið veikur meira og minna alla ævi. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Heillandi möguleiki að geta lært í heimabyggð

Mikil og vaxandi umsvif eru hjá Stefnu hugbúnaðarhúsi á Akureyri sem er ört vaxandi fyrirtæki. Á síðasta ári voru þar fimm forritarar ráðnir til starfa, strax eftir að þeir luku námi í tölvunarfræðum við hugbúnaðardeild Háskólans á Akureyri. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Hætt hjá Fréttablaðinu

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum hjá miðlinum. Frá þessu greindi hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 692 orð | 2 myndir

Jafnvægisásinn fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

Íslensk ferðaþjónusta á að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Þetta er megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 sem kynnt voru í gær. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Jöfn og góð síldveiði

Jöfn og góð síldveiði hefur verið fyrir austan land undanfarið. Skipin voru framan af vertíð í Héraðsflóa, en síldin hefur fært sig utar síðustu daga. Síldin hefur verið stór og hráefnið hið besta til manneldisvinnslu. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 141 orð | 2 myndir

Krefjast aðgerða í loftslagsmálunum

Fjölmenni var á Austurvelli í Reykjavík í gær á síðasta degi allsherjarverkfalls þar sem vakin var athygli á loftslagsvánni og krafist var varnaraðgerða stjórnvalda. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 302 orð

Lífskjarasamningnum ógnað

Hjörtur Guðmundsson Sigurður Bogi Sævarsson „Hvað lífskjarasamninginn varðar þá vinnur þetta algerlega gegn markmiðum hans. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Lokið við hjólastíg á Eyrum

Stokkseyri | Hjólastígur með fjörunni milli Stokkseyrar og Eyrarbakka hefur verið á dagskrá bæjaryfirvalda frá því um aldamótin, eða fljótlega eftir sameiningu sveitarfélaga í vestanverðum Flóa. En góðir hlutir gerast hægt. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

MAX-vélarnar ferjaðar til Toulouse

Icelandair hefur ákveðið að færa MAX-vélarnar sem staðið hafa á Keflavíkurflugvelli frá mars sl. í betra loftslag. Verður vélunum væntanlega flogið strax eftir helgi til Toulouse í Suður-Frakklandi þar sem þær verða geymdar. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

MAX-vélarnar í betra loftslag

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum Icelandair sem staðið hafa ónotaðar á Keflavíkurflugvelli frá því um miðjan mars verður flogið ferjuflugi til Toulouse í Suður-Frakklandi þar sem þær verða geymdar þar til leyfi fæst til að taka þær í notkun á ný. Ekki hefur verið ákveðið hvenær vélunum verður flogið út en það verður væntanlega strax eftir helgi. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Nýtt aðsóknarmet sett á sjávarútvegssýninguna

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Aðsókn á sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll hefur verið meiri en áður, að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 593 orð | 3 myndir

Nær 40 milljón ökutæki farið um göngin

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á mánudaginn verður liðið eitt ár síðan Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga. Spölur hafði byggt göngin og rekið þau frá opnun sumarið 1998. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 84 orð

Opinn íbúafundur um uppgjör skuldar

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps hefur boðað til opins íbúafundar nk. mánudag til að kynna ákvörðun um uppgjör á vangoldnum lífeyrissjóðsiðgjöldum hluta starfsmanna sinna. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Ómar fékk Græna lundann

Ómari Ragnarssyni voru í gær veitt verðlaunin Græni lundinn á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem Græni lundinn er afhentur og var það Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sem afhenti Ómari verðlaunin. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Plastaþon haldið um helgina

Árvekniátakinu Plastlaus september er að ljúka, eðli málsins samkvæmt. Um helgina verður haldið svonefnt Plastaþon, í samstarfi við Umhverfisstofnun. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Raddir í loftinu

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messósópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Þar frumflytja þær m.a. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 120 orð | 2 myndir

Ráðin aðstoðarmenn dómsmálaráðherra

Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðin aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Frá þessu er greint í frétt á vef dómsmálaráðuneytisins í gær. Meira
28. september 2019 | Erlendar fréttir | 928 orð | 1 mynd

Reyndu að leyna gögnunum

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að uppljóstrarinn, sem lagði fram kvörtun í tengslum við símasamtal Donalds Trumps við forseta Úkraínu, sé starfsmaður leyniþjónustunnar CIA og hafi starfað um tíma í Hvíta húsinu í Washington. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 561 orð | 2 myndir

Réttindi starfsfólks skerðast

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákvörðun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps um uppgjör á vangreiddum lífeyrissjóðsiðgjöldum hluta starfsmanna hreppsins veldur enn deilum í sveitarfélaginu. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Robert J. Fischer var ljúfur náttúruunnandi

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýlega gaf Ugla út bókina Bobby Fischer – The Final Years eftir Garðar Sverrisson í þýðingu Maríu Helgu Guðmundsdóttur, en íslenska útgáfan, Yfir farinn veg með Bobby Fischer, fór í dreifingu 2015. „Ég segi frá mörgu sem hvergi hefur komið fram um ævi hans og viðhorf, ásamt því hvernig hann brást við erfiðum veikindum undir það síðasta,“ segir Garðar. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 214 orð

Samræmd könnunarpróf gengu vel

Um 4.500 nemendur í 4. bekk og um 4.200 nemar í 7. bekk tóku samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði undanfarna daga, en óvenju fjölmennur árgangur er í 4. bekk að þessu sinni. Nemendur í 155 skólum tóku prófin. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Segja að sáttaviljinn sé skýr

Sigurður Bogi Sævarsson Þór Steinarsson Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á síðasta ári yrði lagt fram... Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Svipaður fjöldi farþega Norrænu og á fyrra ári

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur orðið samdráttur í farþegaflutningum Norrænu í sumar. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Syngjandi skál og jarðskjálftamælir á Vísindavökunni

Matarprentari, syngjandi skál, vatnabjöllur, tónsköpun með gervigreind, jafnvægisstjórn, barmmerkjavél, vínylskeri, rauntímarennsli í jökulám og jarðskjálftamælar eru tæknilausnir og verkefni sem kynnt verða á Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll í dag... Meira
28. september 2019 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Taki mark á vísindamönnum

Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í borgum víða í Evrópu í gær til að krefjast aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heiminum. Mótmæli fóru m.a. fram í 180 borgum og bæjum á Ítalíu, þau fjölmennustu í Mílanó og Róm. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 299 orð | 2 myndir

Teygir sig í áttina að Skarfaskeri

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landgerð utan Klettagarða í Sundahöfn er í fullum gangi en hún hófst síðastliðið vor. Hver vörubíllinn af öðrum kemur akandi með grjót úr grunni nýja Landspítalans og sturtar í sjóinn. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Útflutningur fer vel af stað

Arctic Fish er komið af stað með útflutning á ferskum laxi til Kína, eftir að síðustu hindrunum í framkvæmd samnings um fríverslun vegna innflutnings á laxi til Kína var rutt úr veginum. Meira
28. september 2019 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Vakir og verndar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vörður ÞH 44, nýr togari Gjögurs hf. sem kom til landsins sl. miðvikudag, fer til veiða síðari hlutann í október ef allt gengur upp. Meira

Ritstjórnargreinar

28. september 2019 | Staksteinar | 246 orð | 1 mynd

Hömlulaus útþensla ríkisins

Viðskiptablaðið fjallar í pistli undir heitinu Óðinn um fjárlögin og er ekki hrifið af því sem þar er að finna. Gagnrýnin snýr einkum að því hve mjög fjárlögin hafa blásið út á síðustu árum og hve mjög hefur skort á fyrirstöðu gegn þeirri þróun. Bent er á að það sé „stórfenglegt áhyggjuefni hversu umfang ríkisins mun vaxa milli áranna 2019 og 2020 eða um 7,8%“. Meira
28. september 2019 | Reykjavíkurbréf | 1881 orð | 1 mynd

Kjarkurinn er aflmesti vöðvi fótanna

Bréfritari ákvað aldrei að gera stjórnmál að ævistarfi, þótt hann nyti þess að sitja og dunda sér við dót og hlusta á konurnar sem skýldu honum, móður og móðurömmu annars vegar og föðurömmu og föðursystur hins vegar. Meira
28. september 2019 | Leiðarar | 708 orð

Samgöngusáttmáli vekur spurningar

Samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu eru löngu tímabærar en það er ekki sama hvernig að þeim er staðið Meira

Menning

28. september 2019 | Kvikmyndir | 1454 orð | 3 myndir

Betri leikari en smiður

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
28. september 2019 | Leiklist | 106 orð | 1 mynd

Einar frumsýnir Stormfugla

Einar Kárason rithöfundur frumsýnir sýningu sína Stormfugla í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 19.30 og er sýningin á vegum Þjóðleikhússins. Sýninguna byggir Einar á samnefndri bók sinni sem kom út í fyrra. Meira
28. september 2019 | Tónlist | 273 orð | 1 mynd

Frumflytja oktett í Breiðholtskirkju

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Í dag hefst ný 15.15 tónleikasyrpa Caput-hópsins í Breiðholtskirkju. Meira
28. september 2019 | Fjölmiðlar | 230 orð | 1 mynd

Föst á eyju með 0% á Rotten Tomatoes

Fyrri lesendur mínir í þessum dálki hafa eflaust tekið eftir dálæti mínu á streymisveitunni Netflix. Ah, Netflix, þú hefur gefið mér svo margar góðar stundir, en vitanlega hlaut að koma að þeirri stundu að ég yrði fyrir vonbrigðum. Meira
28. september 2019 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Jeremy Denk í Norðurljósum

Jeremy Denk, einn fremsti píanóleikari Bandaríkjanna, heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Verða það fyrstu tónleikar hans hér á landi. Meira
28. september 2019 | Kvikmyndir | 721 orð | 2 myndir

Kominn tími á eftirlaun?

Leikstjóri: Adrian Grunberg. Handrit: Matthew Cirulnick og Sylvester Stallone, byggt á sögu Dan Gordon og Sylvester Stallone og karakterum David Morrell. Meira
28. september 2019 | Myndlist | 655 orð | 1 mynd

List sem verður til úr engu

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Stór yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag, laugardag, klukkan 16. Meira
28. september 2019 | Myndlist | 170 orð | 1 mynd

Litabækur og litir

Litabækur og litir nefnist fyrsta einkasýning Önnu Bjarkar Bjarnadóttur sem hún opnar í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar í dag kl. 13. Í tilkynningu kemur fram að Anna Björk sé fædd og uppalin í Borgarnesi og þangað sæki hún meginmyndefni sitt. Meira
28. september 2019 | Tónlist | 623 orð | 3 myndir

Norðlæg menningarveisla í Nuuk

Listahátíðin Nuuk Nordic Culture Festival er tvíæringur sem ýtt var úr vör í fyrsta skipti árið 2015. Nú, í þriðja sinn, verður heil vika undirlögð af alls kyns menningaruppákomum. Hátíðin hefst 7. október og mun greinarhöfundur sækja hátíðina og greina frá því helsta. Meira
28. september 2019 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Ólöf Arnalds kynnir nýtt efni í Mengi

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20.30. „Ólöf hefur gefið frá sér fjórar hljómplötur sem allar hlutu frábærar viðtökur hér á landi sem ytra. Hún vinnur nú að þeirri fimmtu. Meira
28. september 2019 | Myndlist | 61 orð | 1 mynd

Snúin mynd Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að mynd af verkinu...

Snúin mynd Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að mynd af verkinu „True North“ eftir Önnu Jóa sneri ekki rétt. Af þeim sökum er myndin birt rétt hér til hliðar og beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
28. september 2019 | Kvikmyndir | 89 orð | 1 mynd

The Seer & The Unseen á RIFF

Heimildarmyndin The Seer & The Unseen verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, í Bíó Paradís í dag kl. 16.45 og verður Sara Dosa, leikstjóri hennar, viðstödd sýninguna. Meira
28. september 2019 | Tónlist | 332 orð | 1 mynd

Tónleikaröð KMK hefst með tveimur kvintettum

Tveir píanókvintettar, eftir þá Johannes Brahms og Sergei Taneyev, verða fluttir á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 16. Eru það fyrstu tónleikarnir í sex tónleika röð sem klúbburinn stendur fyrir á starfsárinu 2019-20. Meira
28. september 2019 | Myndlist | 185 orð | 1 mynd

Undur í Gallerí Fold

Lulu Yee og Daði Guðbjörnsson opna sýninguna Undur í Galleríi Fold í dag, laugardag, kl. 14. „Daði er þekktur fyrir litríkar myndir sínar; skraut, flúr og fantasíukennt landslag. Meira

Umræðan

28. september 2019 | Aðsent efni | 690 orð | 1 mynd

Ef hlekkur brestur ...

Eftir Svein Guðmundsson: "Lögreglumenn gegna mikilvægu hlutverki sem fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang. Þeir vita oft ekki við hverju á að búast eða hvernig aðstæðurnar hafa þróast þegar þeir koma á vettvang." Meira
28. september 2019 | Pistlar | 468 orð | 2 myndir

Endurnýjun lífdaga málsins

Á fimmtudaginn boðaði Íslensk málnefnd til málræktarþings um þau rafrænu gögn um íslenskt mál sem almenningur hefur opinn aðgang að. Þar ber hæst málið. Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 537 orð | 1 mynd

Er ekki kominn tími til að hætta við Hvalárvirkjun?

Eftir Finnboga Hermannsson: "Þegar tvennt er haft í huga, hæpinn ávinningur af virkjanagerð í Hvalá og eyðilegging náttúruvéa, er þá ekki kominn tími til að slá þessa virkjun af?" Meira
28. september 2019 | Pistlar | 804 orð | 1 mynd

Geta jafnaðarmenn fundið rætur sínar á ný?

Kennslubók um pólitík fyrir ungt fólk á vinstri kantinum Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 425 orð | 2 myndir

Hamfarakólnun

Eftir Richard Þorlák Úlfarsson: "Hitastigið á jörðinni ræðst af tvennu, orkunni frá sólinni og hversu vel jörðinni tekst að halda í orkuna." Meira
28. september 2019 | Velvakandi | 158 orð | 1 mynd

Hrafnfundna land

Þeim var nær, hröfnunum hans Flóka, að vísa honum á landið þó að það hafi litið þokkalega út í flugsýn. Þeir hefðu betur látið það ógert og haft víðernin og landgæðin fyrir sig og annað fiðurfé og kannski stöku ref. Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 66 orð | 1 mynd

Hugleiðing um orkupakkann

Ég hlustaði á Útvarp Sögu þegar atkvæðagreiðsla Alþingis fór fram í sambandi við afgreiðslu orkupakkans og varð fyrir miklum vonbrigðum með alþingismenn, sem ég hafði haft mætur á, sem svöruðu með já-i. Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 586 orð | 1 mynd

Land og sauðir

Eftir Guðjón Sigurbjartsson: "Um 30% af lambakjötsframleiðslunni eru flutt úr landi. Skattgreiðendur styðja þá umhverfisskaðandi starfsemi um 1,5 ma.kr. á ári. Þetta er alger tímaskekkja." Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Óttinn

Eftir Þorstein Sæmundsson: "Þeir sem gefa kost á sér til forystu verða að hafa kjark til þess að taka ákvarðanir sem til skamms tíma eru ekki til vinsælda fallnar." Meira
28. september 2019 | Pistlar | 451 orð | 1 mynd

Sagan um öryrkjann

Sagan um öryrkjann er sagan um öryrkjann. Einstakling á öllum aldri, í allskyns aðstæðum, með margvísleg verkefni. Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 1207 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Til að safna fjármagni svo borgarstjórinn geti framkallað hin langsóttu kosningaloforð sín mun ríkið selja verðmætasta byggingarland Íslands og taka gjald af fólki fyrir að nota vegi höfuðborgarsvæðisins." Meira
28. september 2019 | Pistlar | 290 orð

Utanríkisstefna Hannesar, Ólafs og Snorra

Jón Þorláksson lýsti viðhorfi samstarfsmanns síns, Hannesar Hafsteins ráðherra, til utanríkismála svo í Óðni 1923, að „hann vildi afla landinu þeirra sjálfstæðismerkja og þess sjálfstæðis, sem frekast var samrýmanlegt þeirri hugsun að halda... Meira
28. september 2019 | Aðsent efni | 357 orð | 1 mynd

Það skiptir máli hvar og hvernig maður stígur niður

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Þess vegna er svo mikilvægt að vanda samskiptin. Hugsa um hvar og hvernig maður stígur niður og hvað maður vill skilja eftir sig." Meira

Minningargreinar

28. september 2019 | Minningargreinar | 484 orð | 1 mynd

Anna Jónasdóttir

Anna Jónasdóttir fæddist í Reykjarfirði á Hornströndum 19. júlí 1927. Hún lést 16. september 2019. Hún var elsta dóttir hjónanna Jónasar Guðjónssonar og Alexandrínu Benediktsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 262 orð | 1 mynd

Dagný Magnea Harðardóttir

Dagný Magnea Harðardóttir fæddist 8. júní 1961. Hún lést 20. september 2019. Útför hennar fór fram 27. september 2019. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 4204 orð | 1 mynd

Guðrún Pálsdóttir

Guðrún Pálsdóttir (Gugga) fæddist í Hafnarfirði 15. september 1943. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi 14. september 2019. Foreldrar Guggu voru Páll M. Guðmundsson sjómaður, f. á Neistastöðum í Flóa 13. febrúar 1918, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 1637 orð | 1 mynd

Hallgrímur Helgason

Hallgrímur Helgason fæddist 30. júní 1927 á Hrappsstöðum í Vopnafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, 18. september 2019. Foreldrar hans voru Helgi Gíslason bóndi og fræðimaður, f. 6.2. 1897, d. 27.7. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 835 orð | 1 mynd

Helga Jónsdóttir

Helga Jónsdóttir fæddist 9. janúar 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 22. september 2019. Foreldrar hennar voru Jón Gunnlaugsson frá Geitafelli og Guðrún Gísladóttir frá Presthvammi, þau bjuggu í Ysta-Hvammi í Aðaldal. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 1010 orð | 1 mynd

Jóhann Pétur Sigurbjörnsson

Jóhann Pétur Sigurbjörnsson fæddist á Akureyri 4. september 1929. Hann lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 16. september 2019. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Þorvaldsson og Steinunn Ingibjörg Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 476 orð | 1 mynd

Ólöf Erla Árnadóttir

Ólöf Erla Árnadóttur fæddist á Akureyri 29. september 1941 og ólst þar upp. Hún lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi 6. apríl, 2019. Foreldrar hennar voru Elísabet Jónsdóttir og Árni Friðriksson. Meira  Kaupa minningabók
28. september 2019 | Minningargreinar | 1461 orð | 1 mynd

Ómar Ármannsson

Ómar Ármannsson fæddist á Stöðvarfirði 4. september 1956. Hann lést á Landspítalanum 5. september 2019. Foreldrar hans voru Jóhanna Sólmundsdóttir, f. í Laufási á Stöðvarfirði 19. ágúst 1932, og Ármann Jóhannsson, f. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 1. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. september 2019 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Fasteignafélög og Sýn lækkuðu mest

Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 1,57% í viðskiptum gærdagsins, en aðeins eitt félag hækkaði í verði, Brim, um 3,37%. Önnur félög, að Heimavöllum undanskildum, sem engin viðskipti voru með, lækkuðu í verði. Meira
28. september 2019 | Viðskiptafréttir | 125 orð | 1 mynd

Melabúð hagnast

Matvöruverslunin Melabúðin, sem stendur á Hagamel 39 í Reykjavík, var rekin með 15,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins. Meira
28. september 2019 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 2 myndir

Samspil orku og ferðamennsku rætt á Charge

Baksvið Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Dr. Friðrik Larsen heldur ráðstefnuna Charge Energy í fjórða skiptið dagana 30. september og 1. október í næstu viku. Að vanda verður fjallað um vörumerkjastjórnun (e. Meira

Daglegt líf

28. september 2019 | Daglegt líf | 64 orð | 1 mynd

„Fluttir, færðir og niðursettir“

Sigríður segir frá rannsóknum sínum á ómögum sem manntalið 1703 greinir frá nk. mánud. 30. sept. kl. 17:15 á Borgarbókasafninu í Spöng í Grafarvogi. Erindi hennar nefnist „Fluttir, færðir og niðursettir, ómagar við upphaf 18. aldar“. Meira
28. september 2019 | Daglegt líf | 1059 orð | 2 myndir

Niðursetningum fjölgaði í harðæri

Að verða niðursetningur var eitthvað sem fólk forðaðist af öllum mætti, því þá var einstaklingurinn upp á sveitunga sína kominn með framfærslu og meðferðin var ekki alltaf góð. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað ómaga sem sagt er frá í manntalinu frá árinu 1703. Meira

Fastir þættir

28. september 2019 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 0-0 6. Bd3 Bg4 7. a3 c5 8...

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. f4 Bg7 5. Rf3 0-0 6. Bd3 Bg4 7. a3 c5 8. d5 Ra6 9. h3 Bxf3 10. Dxf3 Rc7 11. 0-0 a6 12. a4 b6 13. Bd2 Hb8 14. De2 Dc8 15. Hfb1 b5 16. axb5 axb5 17. Meira
28. september 2019 | Árnað heilla | 92 orð | 1 mynd

Eiríkur Guðmundsson

50 ára Eiríkur er Bolvíkingur en býr í Reykjavík. Hann er með BA í bókmenntafræði og MA í íslenskum bókmenntum frá HÍ. Hann er rithöfundur og dagskrárgerðarmaður á Rás 1. Meira
28. september 2019 | Árnað heilla | 89 orð | 1 mynd

Erna Gísladóttir

60 ára Erna er Hornfirðingur og er grunnskólakennari að mennt. Hún er umsjónarkennari í 6. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar. Erna er formaður Kvennakórs Hornafjarðar og er trommuleikari í kvennahljómsveitinni Guggurnar. Maki : Haukur Reynisson, f. Meira
28. september 2019 | Árnað heilla | 152 orð | 1 mynd

Friðfinnur Guðjónsson

Friðfinnur Lárus Guðjónsson fæddist 25. september 1869 í Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Steinsson og Lilja Gísladóttir. Meira
28. september 2019 | Fastir þættir | 552 orð | 4 myndir

Guðmundur Kjartansson sigurvegari Haustmóts TR

Guðmundur Kjartansson vann nauman sigur á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur sem lauk um síðustu helgi. Hann átti í harðri keppni við Hjörvar Stein Grétarsson, úrslitin réðust í 6. umferð en þeir voru þá jafnir að vinningum. Meira
28. september 2019 | Í dag | 56 orð

Málið

Fleirtöluorðið gæði merkir hnoss , hlunnindi og fleira í þá veru, sem sagt það sem gott er – góður eiginleiki . Gæði geta verið mikil og meiri en „góð gæði“ og “betri gæði eru tóm vitleysa sem hefur þó breiðst út eins og lúpína. Meira
28. september 2019 | Í dag | 1723 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Meira
28. september 2019 | Árnað heilla | 720 orð | 4 myndir

Mætti veik til að styðja frjálst útvarp

Kolbrún Margrét Haukdal Jónsdóttir er fædd 28. september 1949 á Skagaströnd og ólst þar upp. Meira
28. september 2019 | Í dag | 104 orð | 1 mynd

Spáir Liverpool sigri

Ellý Ármanns spáði fyrir hlustendum Ísland vaknar í gærmorgun. Hlustandi úr Hafnarfirði hafði samband en hann ætti ekki að hafa áhyggjur af neinum, að sögn Ellýjar. Meira
28. september 2019 | Í dag | 261 orð

Það var oft sláttur á honum

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hjá bankastjóra hann stunda kann. Stóð ég oft á teignum við hann. Í brjósti mínu hann bifast fann. Blíðvindi megum kalla þann. Helgi R. Meira

Íþróttir

28. september 2019 | Íþróttir | 523 orð | 2 myndir

„Vel hugsað um okkur“

M-gjöfin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta var kannski svolítið skrýtið tímabil og eiginlega súrsætt. Mér gekk sjálfri ágætlega og er nokkuð sátt við mína frammistöðu en liðinu gekk ekki nógu vel og það var leiðinlegt að falla úr deildinni,“ segir hin átján ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu og besti leikmaður úrvalsdeildarinnar 2019, samkvæmt M-einkunnagjöf Morgunblaðsins, sem var kynnt ítarlega í síðasta þriðjudagsblaði. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 626 orð | 2 myndir

Dreymir um stórmót með íslenska kvennalandsliðinu

Handbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Gylfi fær meistarana í heimsókn

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans hjá Everton fá verðugt verkefni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton fær meistarana í Manchester City í heimsókn. Í síðasta leik City í deildinni fyrir viku fóru meistararnir hamförum og rótburstuðu Watford 8:0. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 470 orð | 3 myndir

*Haraldur Franklín Magnús endaði í öðru sæti á Lindbyvätten...

*Haraldur Franklín Magnús endaði í öðru sæti á Lindbyvätten Masters-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í gær en mótið var hluti af Nordic-mótaröðinni. Haraldur Franklín lék þriðja og síðasta hringinn á 70 höggum eða á tveimur höggum undir pari. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

HK og Víkingur slíta samstarfi

HK og Víkingur hafa slitið samstarfi sínu í knattspyrnunni en félögin hafa verið með þrjá sameiginlega kvennaflokka, meistaraflokk, 2. flokk og 3. flokk, undanfarna tvo áratugi. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Ingibjörg í stað Sonnýjar

Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður úr KR, var í gær valin í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fyrir landsleikina í næsta mánuði. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH &ndash...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – Grindavík L14 Samsung-völlur: Stjarnan – ÍBV L14 Greifavöllur: KA – Fylkir L14 Norðurálsvöllur: KA – Fylkir L14 Origo-völlur: Valur – HK L14 Kópavogsvöllur:... Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Líklega þyrfti að gera töluverða leit að ensku knattspyrnuliði sem ekki...

Líklega þyrfti að gera töluverða leit að ensku knattspyrnuliði sem ekki á stuðningsmann á Íslandi. Stuðningur Stefáns Pálssonar sagnfræðings við Luton Town er ekki það eina frumlega sem finna má hérlendis þótt það sé með þekktustu dæmunum. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Maraþon á miðnætti í Katar

Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í Doha í Katar í gær. Í gærkvöldi hófst maraþonhlaup kvenna og höfðu keppendur ekki skilað sér í mark þegar blaðið fór í prentun. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 752 orð | 4 myndir

Mæta með læti í úrslitakeppnina

Valur Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Benedikt Blöndal, fyrirliði karlaliðs Vals í körfuknattleik, vonast til þess að Valsmenn geti tekið næsta skref á komandi tímabili í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, í vetur. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Stjarnan – Fjölnir 24:24 Staðan: ÍR 330095:796...

Olísdeild karla Stjarnan – Fjölnir 24:24 Staðan: ÍR 330095:796 Afturelding 330083:726 ÍBV 330080:696 Haukar 330077:676 Fjölnir 4112102:1143 Valur 311170:673 Selfoss 311187:923 KA 310282:792 FH 310278:782 Stjarnan 401390:1071 HK 300374:820 Fram... Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Stjarnan komin á blað

Hannes Grimm tryggði Stjörnunni sitt fyrsta stig í Olís-deild karla í handknattleik í vetur er liðið gerði jafntefli við Fjölni í Garðabæ í gær. Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 25 orð | 1 mynd

Svíþjóð Borås – Köping Stars 90:91 • Elvar Már Friðriksson...

Svíþjóð Borås – Köping Stars 90:91 • Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig, gaf 6 stoðsendingar, tók 6 fráköst og stal boltanum þrisvar fyrir... Meira
28. september 2019 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

Þýskaland Leverkusen – Sand 1:2 • Sandra María Jessen kom inn...

Þýskaland Leverkusen – Sand 1:2 • Sandra María Jessen kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen á 84. mínútu. *Efstu lið: Wolfsburg 12, Hoffenheim 9, Bayern München 9, Frankfurt 9, Sand 7, Potsdam 6, Leverkusen 6, Essen 6. Meira

Sunnudagsblað

28. september 2019 | Sunnudagsblað | 790 orð | 4 myndir

23 daga ferð tók sex tíma

Íslensk/bandaríski ljósmyndarinn George Valdimar Tiedemann minntist þess á dögunum að 75 ár eru liðin frá því að hann lagði upp í sína fyrstu langferð, með Goðafossi frá Reykjavík til New York 17. september 1944. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 320 orð | 1 mynd

Að trúa og treysta FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

Elsku hjartans ótrúlega skemmtilegu fiskarnir mínir, það er alltaf talað um fiskana, ekki fiskinn, því í merkinu ykkar syndið þið saman og í sjónum eru fiskarnir í torfum og hjálpa hver öðrum, svo það er eitthvað svo merkilegt að vera svo heppinn að... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 7 orð | 1 mynd

Anna Sólveig Ég flokka allt í tætlur...

Anna Sólveig Ég flokka allt í... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 296 orð | 1 mynd

Ástin allt um kring LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST

Elsku ljónið mitt, þú þarft að halda áfram á fullum krafti, en hugsaðu aðeins til baka og skoðaðu hvenær þér leið sem best, hvað þú varst að gera og framkvæma þegar þér leið svona vel. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 335 orð | 1 mynd

Ástæða fyrir öllu KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, þú ert að taka svo mikla ábyrgð á öllu og ert að sýna svo mikla fyrirmynd með því að halda bara áfram og bera höfuðið hátt. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 2526 orð | 4 myndir

„Þú heyrir ekki Færeying væla“

Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is María Ellingsen er landskunn leikkona en hlutverk hennar í lífinu eru mörg. Hún er líka leikstjóri og höfundur, náttúruverndarsinni, kennari, eiginkona og síðast en ekki síst móðir. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 269 orð | 1 mynd

Best að gera ekki neitt TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ

Elsku tvíburinn minn, þér finnst svolítið þú þurfir að ganga frá öllum mögulegum og ómögulegum hlutum, það pirrar andann þinn og orkuna svo skoðaðu bara aðeins betur þá sérðu það er nákvæmlega best fyrir þig að gera ekki neitt. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 70 orð | 1 mynd

Biður almenning um aðstoð

Tónlist Tónlistarmaðurinn Lenny Kravits hefur beðið almenning um aðstoð eftir að hafa týnt dýrmætum sólgleraugum. Kravitz lét aðdáendur sína á Twitter vita að eftir tónleika hans 21. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 154 orð | 1 mynd

Boðið upp á „bílskúrskörfur“

Leikur KR gegn enska liðinu Hemel Hempstead í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta er mörgum enn í fersku minni þótt í gær, laugardag, hafi 30 ár verið liðin frá því að hann fór fram. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 199 orð

DM Félag Íslands

DM-félagið var stofnað árið 2017 af Hauki Svanssyni og öðru ungu fólki sem tengdist sjúkdómnum. Örn var í fyrstu varaformaður en tók við formennsku haustið 2018. Um 120 manns eru með DM-sjúkdóminn á Íslandi og eru félagsmenn um 70. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 278 orð | 1 mynd

Gefðu verkefnunum lit HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL

Elsku hrúturinn minn, það er svo sérkennilegt valdatafl í kringum þig, hvort sem það tengist fjölskyldu, vinahóp eða hvað svo sem þú ert að fara í gegnum og það er svo mikilvægt í öllu þessu að þú skoðir ofurvel hvernig þú ætlar að takast á við þetta. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 283 orð | 1 mynd

Gríptu tækifærin MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku meyjan mín, þér finnst svo gaman að stússast, að hafa mikið að gera og tengja þig helst við allt mögulegt sem er að gerast. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 665 orð | 15 myndir

Hrátt og mínimalískt í Laugardalnum

Hjónin Magnea Einarsdóttir, fata- og textílhönnuður og eigandi fatamerkisins MAGNEA, og Yngvi Eiríksson verkfræðingur búa ásamt börnum sínum tveimur, Rökkva, 9 ára, og Eddu Fanneyju, sem er að verða eins árs, á gullfallegu heimili í Laugardalnum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 376 orð | 1 mynd

Hugar að andlegu hliðinni

Segðu mér aðeins frá áskoruninni Lifðu í gleði? Þetta er vikulöng áskorun í gegnum tölvupóst sem felur í sér lítil dagleg verkefni til að rækta sína innri manneskju. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 47 orð | 1 mynd

Hver orti um þorpið?

„ Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn en þorpið fer með þér alla leið . Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 109 orð | 1 mynd

Hyggst kæra kvikmyndaverið

Kvikmyndir Samantha Barbash, sem persóna Jennifer Lopez í kvikmyndinni Hustlers er byggð á, hyggst kæra kvikmyndaverið STX Films. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 886 orð | 2 myndir

Innblástur í æskuminningar

Katla Sólnes er ungur og upprennandi leikstjóri sem frumsýnir sína fyrstu stuttmynd, Að vori, á kvikmyndahátíðinni RIFF í ár. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Koma saman aftur

Kvikmynd Nýverið var tilkynnt að leikararnir Jeff Goldblum, Laura Dern og Sam Neill muni koma saman á nýjan leik í nýrri kvikmynd um Jurassic World sem ber vinnuheitið Jurassic World 3 en þau léku í kvikmyndunum um Júragarðinn frá árunum 1993 til 2001. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Kristvin Finnsson Við flokkum og erum með moltu...

Kristvin Finnsson Við flokkum og erum með... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 29. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 291 orð | 1 mynd

Lausnir eru alls staðar SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER

Elsku sporðdrekinn minn, þú ert að skreppa inn í tímabil sem sýnir þér öll litbrigði eins og blikkandi jólasería á jólatré. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 294 orð | 1 mynd

Lítil og falleg kraftaverk BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER

Elsku bogmaðurinn minn, margt smátt gerir eitt stórt og það eru pínulítil og falleg kraftaverk í kringum þig sem eiga eftir að skapa fagra heildarmynd, en það hefur búið í þér pínulítill kvíðaköttur sem hefur nagað þig og tengist hinu gamla, en ekkert... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 24 orð | 1 mynd

Margrét Teresa Fjeldsted Við erum með flokkunarfötur heima og mamma er...

Margrét Teresa Fjeldsted Við erum með flokkunarfötur heima og mamma er mjög ströng með það svo ég hef vanið mig á að flokka... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 284 orð | 1 mynd

Með eitilharðan kraft STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku steingeitin mín, það er sagt að fall sé fararheill en það hefur ekki verið neitt fall hjá þér, hjartað mitt, heldur bara litlar lægðir sem sveiflast yfir höfðinu á þér eins og á Íslandinu sjálfu. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 511 orð | 3 myndir

Óþekkur kjúklingur á hvolfi

Til að lifa af dagana tvo hlóð ég púðum og dýnum undir minn auma rass og allt í kring en allt kom fyrir ekki. Við vorum eins og álfar út úr hól. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 97 orð | 1 mynd

Rekinn eftir símahrekk

Pétur Jóhann Sigfússon kíkti í spjall í Ísland vaknar en framundan er ný uppistandssýning í Hörpu. Tilefnið er að nú eru 20 ár síðan hann vann keppnina „Fyndnasti maður Íslands“. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 270 orð | 1 mynd

Spennandi tímabil VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

Elsku, elsku vogin mín, þú ert á mjög spennandi tímabili og það er eins og þú sért að horfa á bíómynd, spennan er í hámarki og þú getur engan veginn ímyndað þér hvað er að fara að gerast. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 6 orð | 1 mynd

Thomas Máni Snizek Ég flokka plast...

Thomas Máni Snizek Ég flokka... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 373 orð | 1 mynd

Umhverfis jörðina – á inniskónum

Verkefnið vakti að vonum mikla athygli og vildu helstu blöð og sjónvarpsstöðvar ólm ná tali af mér; þurfti ég að berja helvítin af mér eins og flugur. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 300 orð | 1 mynd

Undir friðaráru NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ

Elsku nautið mitt, það á ekkert eftir að slá þig út af laginu og þó þú hafir færst of mikið í fang og þér finnist þú haldir á of mörgum boltum eins og gyðjan Durga úr hindúatrú sem er með að minnsta kosti átta hendur og hefur öll þau vopn sem þarf til... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 111 orð | 1 mynd

Út er komin bókin Tæpitungulaust eftir Jón Baldvin Hannibalsson...

Út er komin bókin Tæpitungulaust eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi alþingismann, utanríkisráðherra, sendiherra og formann Alþýðuflokksins, og ber hún undirtitilinn lífsskoðun jafnaðarmanns. Bókin kemur í bókaverslanir í dag, 29. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 229 orð | 1 mynd

Vaknað með þjóðinni

Stjórnendur morgunþátta útvarpsstöðvanna efndu til sameiginlegs haustfagnaðar á veitingastaðnum Sæta svíninu á fimmtudaginn. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 122 orð | 1 mynd

Varaði fyrrverandi við

Bækur Leikkonan Demi Moore hefur mikið verið í fréttum undanfarið eftir að hún gaf út ævisögu sína, „Inside Out“. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 846 orð | 1 mynd

Verður þjóðnýting krafa 21. aldarinnar?

Við hin sem lítum á raforku og raforkukerfi sem hluta af innviðum samfélagsins og aðgang að ódýrri raforku sem sjálfsagða þjónustu þar sem ekki eigi að hleypa bröskurum að sem milliliðum, fylgdumst forviða með þingmönnum, sem gefa sig út fyrir að vera... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 200 orð | 3 myndir

Vesturfaraþema í gangi

Ég er að hlusta á Híbýli vindanna og Lífsins tré eftir Böðvar Guðmundsson en Arnar Jónsson leikari les upp. Ég las þær á sínum tíma en er að rifja þær upp. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 1823 orð | 1 mynd

Við höldum í gleðina

Örn Kaldalóns Magnússon er fæddur 30. september 1979 og verður því fertugur á morgun. Hann greindist 19 ára gamall með DM-sjúkdóminn, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á mörg kerfi líkamans. Meira
28. september 2019 | Sunnudagspistlar | 524 orð | 1 mynd

Við munum öll deyja

Krakkar mótmæla á Austurvelli og krefjast aðgerða. Strax. Og maður finnur stundum að þau yngri horfa ásakandi á þau sem eldri eru og skilja ekkert í að þau séu ekki með hjartað í buxunum yfir þessu. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 214 orð | 1 mynd

Vöðvaspennuvisnun (DM)

DM er flókinn sjúkdómur eða ástand. Einkenni og framvinda er breytileg milli einstaklinga og erfitt að spá um hvernig hann muni þróast. Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 302 orð | 1 mynd

Þínar leikreglur gilda VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku vatnsberinn minn, það er eitthvað svo magnað og tilfinningaþrungið lífið þitt, svo það er svo sannarlega hægt að segja þú lifir lífinu lifandi og þó að þú hugsir að þú hafir gert mistök, þá geturðu alltaf skipt um skoðun og breytt stefnu, því sú... Meira
28. september 2019 | Sunnudagsblað | 1547 orð | 7 myndir

Örtröð á Abbey Road

Það er ávallt erill ferðamanna fyrir utan stúdíóið við Abbey Road þar sem Bítlarnir tóku upp samnefnda plötu. Við sérstök tilefni fjölmenna aðdáendur og allt fyllist af fólki. Már Wolfgang Mixa var á Abbey Road á 50 ára afmæli myndatökunnar fyrir albúm plötunnar Abbey Road. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.