Greinar fimmtudaginn 18. febrúar 2021

Fréttir

18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

68 norsk skip fengu leyfi

Norðmenn áttu í gær eftir að veiða um 1.733 tonn af loðnukvóta sínum við landið, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Heildarkvóti þeirra hér við land er 41.808 tonn. Alls hafa 57 norsk skip stundað veiðarnar, en 68 skip fengu leyfi. Meira
18. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Ákall prinsessunnar veldur áhyggjum

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að myndbönd sem birst hafa af Latífu prinsessu, dóttur emírsins af Dúbaí, á netinu, yllu sér miklum áhyggjum. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

„Framleiðslugetan að aukast og magnið líka“

Þór Steinarsson thor@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir tíðindi af kaupum Evrópusambandsins á 300 milljón skömmtum af bóluefni Moderna til viðbótar ánægjuleg fyrir bólusetningarverkefni ESB sem Ísland er hluti af. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Bjarkey tekur 2. sæti á lista VG

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur ákveðið að þiggja annað sætið á framboðslista flokksins í alþingiskosningum í haust. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Bjarni Sæm. í leiðangri

Rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Sæmundsson, hélt af stað í vikunni í árlegan vetrarleiðangur til að kanna ástand sjávar. Könnunin er hluti af langtímavöktun á ástandi sjávar umhverfis Ísland og er það kannað fjórum sinnum á ári. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Byrjaðir að smíða nýju krossana

Stofnun Hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju var á dagskrá sóknarnefndar kirkjunnar í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Tilgangur samtakanna verður að safna fé til kostnaðarsamra viðgerða á kirkjunni. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 194 orð | 2 myndir

Bændur segja fátt nýtt að finna

Aukinn stuðningur við nautgripa- og kindakjötsframleiðslu, óbreytt gjaldskrá Matvælastofnunar, breytt úthlutun tollkvóta, auknir möguleikar til heimaframleiðslu og uppsetning á mælaborði til að fylgjast með birgðastöðu og sölu. Meira
18. febrúar 2021 | Innlent - greinar | 258 orð | 4 myndir

Deilir framkvæmdunum á Instagram

Ljósi punkturinn með Dóru Júlíu: Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Draumurinn alltaf að verða tónlistarkona

Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Tónlistarkonan Salóme Katrín Magnúsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt í þætti Helga Björns um helgina. Meira
18. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Ein fjölmennustu mótmælin til þessa

Tugþúsundir komu saman í Jangon, stærstu borg Búrma, í gær til þess að mótmæla valdaráni hersins þar í landi. Voru þetta fjölmennustu mótmælin síðan herforingjastjórnin fór að beita aukinni hörku til að kveða þau niður. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 590 orð | 3 myndir

Erfinginn og raunveruleikastjarnan sem vildi verða sælgætisgreifi

Sælgætisfyrirtækið Candy Kittens var stofnað árið 2012 af Jamie Laing og Ed Williams sem ákváðu að það væri tími til að skora á stóru sælgætisframleiðendurna og gera eitthvað algjörlega nýtt. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Fjármögnun spítalans verði gagnsærri

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Fyrirspurn um rannsóknir Hafró

Ötulasti fyrirspyrjandi Alþingis, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur haft hægt um sig á yfirstandandi þingi, 151. löggjafarþinginu. Hann hefur lagt fram margfalt færri fyrirspurnir til ráðherra en á fyrri þingum. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Færri komast í aðgerðir erlendis

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa undanfarna mánuði frestað greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu erlendis sem ekki telst lífsbjargandi. Er þetta gert vegna mikillar óvissu í heiminum vegna Covid-19. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 851 orð | 4 myndir

Gamla fötukerfið í fullu gildi

Viðtal Atli Vigfússon Laxamýri Þeim bændum hefur fækkað mikið sem mjólka kýrnar sínar í fötur. Mjaltatækni hefur fleygt fram á síðustu árum og á tímum hátæknifjósa tala menn um sjálfvirkar mjaltir þar sem mjaltaþjónar vinna verkin. Ör þróun hefur verið í tækjabúnaði þeim sem notaður er og allir þeir sem byggja nýtt hafa það að markmiði að fylgja straumnum og taka þátt í þeirri byltingu sem hefur átt sér stað í kúabúskap. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Gera risasamning við stórt alþjóðlegt fyrirtæki

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur í raun verið alveg ótrúleg vegferð. Við höfum stækkað hratt og munum halda áfram að vaxa,“ segir Árni Þór Árnason, einn eigenda og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar AwareGO. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 337 orð | 4 myndir

Gestir ánægðir með endurbæturnar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er glæsileg aðstaða og gestir hafa verið mjög ánægðir með endurbæturnar,“ segir Hafsteinn Ingibergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 450 orð | 2 myndir

Halda áfram að endurbyggja Tryggvagötuna

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar að nýju við endurgerð Tryggvagötu í Kvosinni í Reykjavík. Haldið verður áfram með verk sem hafið var í fyrra og byrjað á öðrum áfanga vestar í götunni. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 1208 orð | 3 myndir

Hefur þegar bjargað mannslífi

Andrés Magnússon andres@mbl.is Hjartadeild Landspítala og heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth eru að hefja samstarf um að rannsaka nýja nálgun í eftirliti hjartasjúklinga með öppum í snjalltæki. Rannís veitti nýlega 135 milljóna króna styrk til þessa verkefnis, sem er óvenjuhár styrkur til vísindaverkefnis hérlendis. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Hestamannamót í nafni útfararstofu

Mót hestamannafélagsins Spretts í Kópavogi í kvöld ber yfirskriftina Fimmgangur Útfararstofu Íslands . Keppnin er í deild sem ber heitið Equsana, sem er kjarnfóður fyrir hesta, framleitt í Danmörku. Meira
18. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 105 orð

Hinn umdeildi Rush Limbaugh látinn

Bandaríski útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans, Kathryn Adams, greindi frá andlátinu í útvarpsþætti hans í gær en Limbaugh glímdi við lungnakrabbamein. Limbaugh, sem fæddist 12. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Innlend verslun jókst um 11% á síðasta ári

Ellefu prósenta vöxtur varð í innlendri verslun á síðasta ári, samanborið við árið á undan. Er þá litið bæði til innlendrar og erlendrar kortaveltu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem ber yfirskriftina Árið í verslun. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Ísland fái sinn hlut

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í gær að sambandið hefði fest kaup á allt að 300 milljónum skammta af bóluefni Moderna. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Íslenska landsliðið í alpagreinum hefur leik á HM í Cortina í dag

Níu Íslendingar skipa íslenska landsliðshópinn sem hefur leik á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cortina D'Ampezzo á Ítalíu í dag. Meira
18. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 300 orð

Kaupa 300 milljónir skammta

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í gær að sambandið hefði fest kaup á allt að 300 milljónum skammta af bóluefni Moderna til viðbótar við það sem þegar hafði verið keypt. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 684 orð | 3 myndir

Kórónuveiran ekki á förum

Fréttaskýring Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Kórónuveiran mun að líkindum halda áfram sveimi sínu um byggð ból til langframa og það þrátt fyrir tilkomu bóluefnis gegn henni. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 339 orð | 3 myndir

Kraftaverkablöðin sem eru að breyta heiminum

Þegar Kavita Shukla heimsótti ömmu sína til Indlands sem ung stúlka burstaði hún tennurnar óvart upp úr kranavatni. Amma hennar bjó til blöndu fyrir hana úr nokkrum kryddtegundum sem hún lét hana drekka til að hún yrði ekki veik. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Kvika hagnaðist um 2,3 ma.kr. árið 2020

Hagnaður Kviku banka nam 2,3 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tilkynningu. Samanborið við árið á undan lækkar hagnaður félagsins um fjórtán prósent, en hann var tæplega 2,7 milljarðar árið 2019. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Langtímaorkustefna og aðgerðir

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um langtímaorkustefnu og aðgerðaáætlun sem ætlað er að framfylgja markmiðum hennar, að sögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 434 orð | 1 mynd

Meðalafli upp á tíu tonn á nýjum línubát Norðureyrar

Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Nýr bátur Norðureyrar ehf. á Suðureyri, Einar Guðnason ÍS 303, reri sinn fyrsta róður um miðjan janúar sl. og hefur síðan verið með rúm 10 tonn í afla að meðaltali á línu. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Megi vera með gesti til klukkan 23

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Veitingastaðir mega selja veitingar til klukkan 22 á kvöldin og hafa í framhaldinu eina klukkustund til að láta gesti yfirgefa staðinn. Þetta kemur fram í tölvupósti frá lögreglunni, sem dagsettur er 5. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 790 orð | 4 myndir

Mestu áhrifin verða á Samskip

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ef áform um Sundabrú yfir Kleppsvík verða að veruleika mun það hafa mikil áhrif á starfsemi Samskipa, bæði á framkvæmdatíma og til framtíðar. Meira
18. febrúar 2021 | Innlent - greinar | 1199 orð | 4 myndir

Mosfellsheiðarleiðir

Mosfellsheiði er víðlent heiðarflæmi á suðvesturhorni landsins. Má með nokkurri einföldun segja að Þingvallavegur og Suðurlandsvegur rammi heiðina inn að norðan- og sunnanverðu, hún nái að íbúðarbyggð í Mosfellsbæ að vestanverðu og langleiðina að Þingvallavatni í austri. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 298 orð | 4 myndir

Nýir starfsmenn Árvakurs

Fjórir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir í stöður hjá Árvakri. Ágúst Héðinsson verður verkefnastjóri á markaðssviði. Ágúst hefur víðtæka reynslu og hefur gegnt ýmsum störfum, þá sérstaklega tengdum fjölmiðlum og markaðsmálum. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 458 orð | 2 myndir

Rannsaka þátt annarra aðila

Rannsókn lögreglunnar á manndrápinu í Rauðagerði um síðustu helgi miðar ágætlega að sögn yfirlögregluþjóns. Málið er sagt eitt það umfangsmesta og flóknasta sem komið hefur upp hér á landi undanfarin ár. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Stjórnmál og fjölmiðlar tvístrast

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjölmiðlun og stjórnmál á Íslandi hafa eðlisbreyst á síðasta rúma áratugnum. Tvístrun er meiri, eðli og starf stjórnmálaflokka hefur umpólast, áherslum hefur verið breytt og ný mál komist á dagskrá samfélagsumræðunnar. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Styrkur ráði en ekki íbúafjöldi

Fulltrúar fimm sveitarfélaga úti á landi, sem öll eru fremur fámenn, vilja að horft sé til styrkleika þeirra fremur en lágmarksfjölda íbúa þegar kemur að umræðum um hugsanlega sameiningu. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Telja sig vera með skotmanninn í haldi

Rannsókn lögreglunnar á manndrápinu í Rauðagerði um síðustu helgi miðar ágætlega að sögn yfirlögregluþjóns. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

TM hagnast um 2 ma. á lokafjórðungi 2020

Tryggingafélagið TM hagnaðist um rúma tvo milljarða króna á síðasta fjórðungi síðasta árs, samkvæmt tilkynningu. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 87 orð

Turn rennibrautar verður 12 metra hár

Endurbótum er nú að ljúka við Vatnaveröld, sundmiðstöðina í Reykjanesbæ. Settir voru upp nýir útiklefar, kaldur pottur, vaðlaug og heitur pottur auk þess sem gufubað var endurnýjað og sánu bætt við. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 659 orð | 3 myndir

Umferðin í takti við veiruna

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Miklar sveiflur hafa verið á umferð ökutækja á höfuðborgarsvæðinu í takt við bylgjur kórónuveirusmita og sóttvarnaaðgerðir allt frá upphafi faraldursins. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 153 orð | 2 myndir

Vargurinn er kominn í nýrri útfærslu

Villibráðarunnendur geta tekið gleði sína því einn vinsælasti hamborgari allra tíma er kominn aftur í sölu. Um er að ræða hinn goðsagnakennda gæsaborgara sem kemur alltaf í takmarkaðan tíma og vekur verðskuldaða athygli. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vegfarandi lést í umferðarslysi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um áttaleytið í gærmorgun um bílslys á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ. Karlmaður á áttræðisaldri varð fyrir bifreið er hann gekk yfir götuna og lést af áverkum sínum. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 127 orð

Veitur vakta vatnsbólin í Heiðmörk

Starfsmenn Veitna hafa nýlega sett upp vöktunarbúnað til að fylgjst með mögulegum breytingum á innihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk komi til eldgoss á Reykjanesskaga. Meira
18. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Vetrarhörkur kalla á rannsókn

Að minnsta kosti 21 maður hefur látist af völdum vetrarstormsins, sem geisað hefur um suðurhluta Bandaríkjanna undanfarna daga. Þá þurftu milljónir Bandaríkjamanna að glíma við afleiðingar kuldans án aðgangs að hita eða rafmagni. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

Vilja hindra nikótínneyslu unga fólksins

Sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flestir sem sendu umsagnir um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir þær (nikótínvörur) vilja að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir að ungt fólk verði háð nikótínpúðum. Umsagnafresti lauk 31. janúar og bárust 25 umsagnir. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 456 orð | 2 myndir

Víða langir biðlistar eftir sjúkraþjálfurum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftirspurn hefur verið mjög mikil eftir þjónustu sjúkraþjálfara síðustu misseri og víða eru langir biðlistar, að sögn Unnar Pétursdóttur, formanns Félags sjúkraþjálfara. Meira
18. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 96 orð | 4 myndir

Öskudagur með öðru sniði

Börn um allt land klæddu sig í grímubúninga á öskudeginum í gær og fjölmargir fullorðnir gerðu slíkt hið sama í sinni vinnu eða heima fyrir. Meira

Ritstjórnargreinar

18. febrúar 2021 | Leiðarar | 281 orð

Illa haldið á stóru máli

Nauðsynlegt er að setja upp neyðarnefnd innan ríkisstjórnarinnar til að stöðva hik og fum í brýnasta málinu Meira
18. febrúar 2021 | Leiðarar | 273 orð

Lærdómur af viðsnúningi

Getur árangur Björns Zoëga í rekstri Karolinska sjúkrahússins nýst til hagræðingar hér? Meira
18. febrúar 2021 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Spurningum um bóluefni er ósvarað

Andriki.is fjallar um bóluefni og tengd mál og segir að sama fólkið og hafi látið „undan þeim kröfum ESB að íslenskur almenningur gengist í ábyrgð fyrir Icesave virðist nú hafa skuldbundið Ísland gagnvart ESB til að panta ekki nægt bóluefni frá öllum helstu framleiðendum fyrir viðkvæmustu hópa þjóðfélagsins“. Meira

Menning

18. febrúar 2021 | Leiklist | 107 orð | 1 mynd

Aukasýning á söngleiknum Fimm ár

Vegna eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu á söngleiknum Fimm ár eftir Jason Robert Brown í leikstjórn Völu Kristínar Eiríksdóttur sem sýndur er í Kaldalóni Hörpu. Sýningin verður laugardaginn 20. febrúar kl. 13. Meira
18. febrúar 2021 | Tónlist | 122 orð | 1 mynd

Árstíðir hlutu verðlaun IAMA

Hljómsveitin Árstíðir hlaut nýverið verðlaun alþjóðlegu samtakanna IAMA, International Acoustic Music Awards, sem eru veitt árlega til tónlistarfólks og hljómsveita sem hafa þótt framúrskarandi á sviði órafmagnaðrar tónlistar. Meira
18. febrúar 2021 | Leiklist | 1940 orð | 2 myndir

„Miller er stórfenglegur höfundur“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er búið að vera magnað tímabil. Við vorum að æfa með grímur og í mestu átakasenunum vorum við með skildi fyrir andlitunum sambærilegum þeim sem notaðir eru á spítölum. Því við það að hrópa og slást kemur ansi mikið munnvatn og því enn meiri hætta á dropasmiti. Maður sá stundum ekki út,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir. Meira
18. febrúar 2021 | Myndlist | 81 orð | 1 mynd

Bjóða upp málverk Churchills

Eina málverkið sem Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands málaði meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði verður boðið upp hjá uppboðshúsinu Christie's í London 1. mars. Meira
18. febrúar 2021 | Leiklist | 246 orð | 1 mynd

Brexit setur strik í leikferð til Evrópu

Stjórnendur Breska þjóðleikhússins (NT) hafa sett allar áætlanir sínar um leikferð til meginlands Evrópu á ís vegna þeirrar óvissu sem ríkir um vegabréfsáritanir og atvinnuleyfi listamanna í kjölfar Brexit. Meira
18. febrúar 2021 | Kvikmyndir | 708 orð | 2 myndir

Buxnapils hefur sig til flugs

Leikstjórn: Josh Greenbaum. Handrit: Kristen Wiig, Annie Mumolo. Kvikmyndataka: Toby Oliver. Aðalleikarar: Kristen Wiig, Annie Mumolo, Jamie Dornan, Damon Wayans Jr. Bandaríkin, 2021. 107 mín. Meira
18. febrúar 2021 | Myndlist | 69 orð | 1 mynd

Dýrslegur kraftur í verkum Errós og 15 annarra listamanna í Hafnarhúsi

Sýningin Dýrslegur kraftur verður opin gestum í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi frá og með deginum í dag. Er hún samsýning Errós og fimmtán annarra listamanna, hverfist um Erró og eru verk hans hryggjarstykki hennar. Meira
18. febrúar 2021 | Bókmenntir | 1195 orð | 2 myndir

Fjölbreytileiki þjóðríkja er veruleiki

Bókarkafli | Í bókinni Kynþáttafordómar – í stuttu máli tekur Kristín Loftsdóttir kynþáttahugmyndir til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Meira
18. febrúar 2021 | Tónlist | 165 orð | 1 mynd

Hljómsveitin hist og fagnar nýrri plötu

Hljómsveitin hist og fagnar plötunni Hits of með útgáfutónleikum í Mengi föstudaginn 19. febrúar og laugardaginn 20. febrúar. Sérstakur gestur á tónleikunum er Páll Ivan frá Eiðum. Meira
18. febrúar 2021 | Fjölmiðlar | 207 orð | 1 mynd

Kjaftað um kynþroskann á norsku

Óhætt er að mæla með norskum fræðsluþáttum frá 2015 sem nefnast Newton – Pubertet og aðgengilegir eru í Sarpi RÚV til 3. mars. Meira
18. febrúar 2021 | Kvikmyndir | 149 orð | 1 mynd

Konur helmingur tilnefndra leikstjóra

Tilnefningar til verðlauna Bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, Bafta, fyrir árið 2021 hafa verið opinberaðar. Í umfjöllun bresku pressunnar er sjónum sérstaklega beint að því að hlutfall kynja í hópi tilnefndra leikstjóra þetta árið er jafnt. Meira
18. febrúar 2021 | Tónlist | 201 orð | 1 mynd

Norræn tónlist hjá Sinfóníunni í kvöld

Norræn tónlist er í forgrunni á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
18. febrúar 2021 | Leiklist | 792 orð | 2 myndir

Seinni hálfleikur

Eftir Árna Beintein Árnason, Birnu Pétursdóttur, Vilhjálm B. Bragason og teymið. Leikstjórn: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal. Danshreyfingar: Unnur Anna Árnadóttir og leikhópurinn. Leikmynd: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Jasmina Wojtyla. Meira
18. febrúar 2021 | Bókmenntir | 114 orð | 1 mynd

Skáldið Joan Margarit látið 82 ára

Spænska ljóðskáldið, arkitektinn og prófessorinn Joan Margarit i Consarnau er látinn 82 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Meira
18. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 817 orð | 2 myndir

Ætlar að blása eldmóði í vinnu sína

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er samsýning þriggja kvenna, myndlistarkvennanna Bjarkar Guðnadóttur og Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og sviðslistakonunnar Yelenu Arakelow. Meira

Umræðan

18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 879 orð | 2 myndir

12 aðgerðir til eflingar íslenskum landbúnaði

Eftir Kristján Þór Júlíusson: "Ég er sannfærður um að þessar aðgerðir munu á næstu vikum og mánuðum styrkja undirstöður íslensks landbúnaðar til skemmri og lengri tíma." Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

20. sæti

Eftir Jóhann L. Helgason: "Frábær hópur sem landsliðsþjálfaranum tókst ekki að gera að sigrandi klukkuverki." Meira
18. febrúar 2021 | Pistlar | 413 orð | 1 mynd

Ferðaþjónusta til framtíðar

Ferðaþjónustan um allan heim hefur orðið fyrir slíku áfalli að stjórnvöld ríkja, sér í lagi þeirra sem byggja sitt efnahags- og atvinnulíf mikið á þessari atvinnugrein, verða að bregðast við með skýrum aðgerðum. Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 137 orð | 1 mynd

Frumdrög

Eftir Eyþór Arnalds: "Flest erum við sammála um að bæta þurfi samgöngur í Reykjavík." Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Íslensk kjötsúpa, já takk

Eftir Gunnar Tryggva Halldórsson: "Landbúnaður er á margan hátt undirstaða dreifðari byggða og mikilvægi hans í byggðaþróun landsins er sjaldan ofmetið." Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Máttur vináttunnar

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Traustir vinir eru ekki sjálfgefnir. Þeir eru Guðs gjöf. Englar sem létta undir og geta skipt sköpum um líðan fólks. Ekki síst þegar heilsan svíkur." Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 756 orð | 1 mynd

Miðborgir/bæir og borgarlína gegn bílafólki

Eftir Jón Svavarsson: "Það er með ólíkindum hve einkabíllinn er hornreka í öllum áróðri í dag, vilja menn snúa aftur til hestvagna?" Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 522 orð | 2 myndir

Sjálfsögðu hlutirnir

Eftir Sigurð Inga Jóhannsson: "Ég ætla að leyfa mér að slá því föstu að næstu 15 ár verði tímabil framfara og uppbyggingar." Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 366 orð | 1 mynd

Skimun fyrir leghálskrabbameini – opið bréf til heilbrigðisráðherra

Eftir Önnu Margréti Jónsdóttur: "Það er varhugaverð þróun að sýni séu send úr landi á þeim forsendum að ekki sé hægt að tryggja gæði og öryggi rannsókna sem gerðar eru innanlands." Meira
18. febrúar 2021 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Valdníðsla og brot á jafnræðisreglu?

Eftir Sigurð T. Garðarsson: "Hér er eitt dæmi, þar sem stjórnvald hefur áhrif á fjárhagslega afkomu tuga þúsunda skjólstæðinga lífeyrissjóða án augljóss lögmætis." Meira

Minningargreinar

18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 555 orð | 1 mynd

Birgir Svan Símonarson

Birgir Svan fæddist 3. nóvember 1951. Hann lést 25. desember 2020. Útför Birgis fór fram 8. janúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 439 orð | 1 mynd

Erla Stefánsdóttir

Erla Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 4. ágúst árið 1936. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 19. janúar 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurleif Aðalrós Tryggvadóttir og Stefán Kristinn Kristjánsson. Systir Erlu, Oddný Sigurrós, lést árið 2015. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 232 orð | 1 mynd

Helgi Baldvinsson

Helgi Baldvinsson fæddist 6. mars 1945. Hann lést 12. ágúst 2015. Útför Helga fór fram 21. ágúst 2015. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 333 orð | 1 mynd

Ingimar Erlendur Sigurðsson

Ingimar Erlendur Sigurðsson fæddist 11. desember 1933. Hann lést 2. febrúar 2021. Útför Ingimars Erlendar fór fram 9. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 490 orð | 1 mynd

Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir fæddist 20. janúar 1952. Hún lést 28. janúar 2021. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1366 orð | 1 mynd

Jón Óskar Ágústsson

Jón Óskar Ágústsson fæddist í Reykjavík 6. október 1932. Hann lést á Landspítala 1. febrúar 2021. Óskar ólst upp í Garðsvík og Svalbarði á Vatnsnesi, V-Hún. Foreldrar hans voru Ágúst Jónsson, f. 19.8. 1904, og Sigríður Jónsdóttir, f. 9.9. 1903. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2363 orð | 1 mynd

Lára María Ingimundardóttir

Lára María fæddist í Reykjavík 21. okt. 1971. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 7. feb. 2021. Foreldrar hennar: Guðný Þorsteinsdóttir, f. 11.7. 1934, d. 7.5. 1989, og Ingimundur Eiríksson, f. 2.12. 1931. Systkini Láru eru Helga S. Meira  Kaupa minningabók
18. febrúar 2021 | Minningargreinar | 505 orð | 1 mynd

Þóra Stefánsdóttir

Þóra Stefánsdóttir fæddist 2. maí 1933. Hún lést 29. janúar 2021. Útför Þóru fór fram 8. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

18. febrúar 2021 | Daglegt líf | 245 orð | 1 mynd

Á skíðum skemmti ég mér

Nægur snjór er nú í skíðabrekkum á Norðurlandi. Ferðaskrifstofan Nonni Travel býður upp á spennandi skíða- og vetrarpakka á Norðurlandi. Hægt er að velja um alls kyns pakka, þriggja til fimm daga, sem henta hverjum og einum. Meira
18. febrúar 2021 | Daglegt líf | 719 orð | 3 myndir

Blómin gleðja

Allt fram streymir! Sjómenn fiska og afli skapar aura. Fyrir þá reisir fólk yfir hamingju sína, bæir dafna og skapa þarf sterka innviði svo samfélagið dafni og fólk – ekki síst börnin – geti átt gott líf. Í þessu striti öllu er mikilvægt gæta að gleðinni og leyfa öllu að blómstra. Meira
18. febrúar 2021 | Daglegt líf | 238 orð | 2 myndir

Fjáröflunarverkefni fyrir velferð og móti ofbeldi gegn börnum

Fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða, Út að borða fyrir börnin, hófst nú í vikunni, 15. febrúar. Veitingastaðir styðja átakið með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna sem snúa að vernd barna fyrir ofbeldi. Meira
18. febrúar 2021 | Daglegt líf | 666 orð | 2 myndir

Tryggja öllum hópum stuðning

Mannlíf! Félagsráðgjöf á tímamótum. Erfið staða margra nú ljós þegar sóttvörnum léttir. Fagið þróast hratt, meðal annars í krafti reynslu og rannsókna sem nú verða kynntar og rökræddar. Meira

Fastir þættir

18. febrúar 2021 | Fastir þættir | 186 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rf6 6. Rc3 g6 7. d4...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. c4 Rf6 6. Rc3 g6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Bg7 9. f3 0-0 10. Be3 Hc8 11. b3 Rc6 12. 0-0 Dd8 13. Dd2 Da5 14. Hfd1 Rd7 15. Rde2 a6 16. a4 e6 17. Hab1 Hd8 18. Bg5 He8 19. Bf4 Rde5 20. h3 Had8 21. Kh2 Db4 22. Meira
18. febrúar 2021 | Í dag | 271 orð

Af hröfnum og hinu og þessu

Ég er ekki frá því, að hröfnum hafi fjölgað hér í höfuðborginni. Meira
18. febrúar 2021 | Árnað heilla | 605 orð | 5 myndir

Afmælissýning í Mosfellsbæ

Steinunn Sigríður Marteinsdóttir er fædd 18. febrúar 1936 í Reykjavík. Fjölskyldan bjó í húsi afa hennar, Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings við Þingholtsstræti 14. Meira
18. febrúar 2021 | Árnað heilla | 88 orð | 1 mynd

Halldóra Árnadóttir

50 ára Halldóra er Reykvíkingur en býr í Reykjaskóla í Hrútafirði. Halldóra hefur ásamt manni sínum séð um rekstur og kennslu í Skólabúðunum í Reykjaskóla sl. 20 ár, og er Halldóra rekstrar- og dagskrárstjóri þar. Þau reka hópahótel þar á sumrin. Meira
18. febrúar 2021 | Í dag | 57 orð

Málið

Stundum étur maður upp sögu eftir frænda vinar ömmu sinnar. Að bera e-n fyrir e-u þýðir að segja að e-r hafi sagt e-ð . Þarna ber maður frændann fyrir slúðrinu. Annað er að bera e-ð fyrir sig . Meira
18. febrúar 2021 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Mörg börn voru hrædd við Herra Tívolí

Leikarinn fjölhæfi Felix Bergsson mætti til þeirra Loga Bergmanns og Sigga Gunnars þar sem hann ræddi meðal annars við þá um upphaf samstarfs þeirra Gunnars Helgasonar, stóra talsetningarmál Disney og svaraði tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum. Meira
18. febrúar 2021 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Reykjavík Bríet Heiða fæddist á fæðingardeild Akraness hinn 6. ágúst...

Reykjavík Bríet Heiða fæddist á fæðingardeild Akraness hinn 6. ágúst 2020 kl. 17.43. Hún vó 3.690 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Valgerður Rún Haraldsdóttir og Ellert Heiðar Vilhelmsson... Meira
18. febrúar 2021 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Sesselja Pétursdóttir

60 ára Sesselja er Grindvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er náms- og starfsráðgjafi að mennt frá HÍ og er náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Sesselja hefur einnig umsjón með Kvöldskóla FB. Maki : Finnbogi Alfreðsson, f. Meira

Íþróttir

18. febrúar 2021 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

22 ára Grikki sló Nadal út

Rafael Nadal, einn sigursælasti tennisspilari sögunnar, er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu. Nadal tapaði fyrir Grikkjanum unga, Stefanos Tsitsipas, í fjórðungsúrslitum mótsins. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Breiðablik – Haukar 60:70 Snæfell &ndash...

Dominos-deild kvenna Breiðablik – Haukar 60:70 Snæfell – Keflavík 79:91 Skallagrímur – 67:53 Valur – Fjölnir (60:46) *Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Elín með 54% markvörslu

Íslensku leikmennirnir Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir verða varla sakaðar um tapið hjá liði þeirra Vendsyssel gegn Randers í næstefstu deild danska handknattleiksins í gær. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding...

Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – ÍBV 18 Höllin Ak.: Þór – Stjarnan 18.30 KA-heimilið: KA – Valur 19.30 Kaplakriki: FH – ÍR 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram 19. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Hefur vonandi engin áhrif

„Auðvitað hefði ég viljað fara með liðið á þetta mót og spila þessa leiki eins og til stóð,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Jóhann Berg fór meiddur af velli

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fór meiddur af velli á 40. mínútu í leik Burnley og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Jóhann fór í tæklingu, lá eftir á vellinum og meiddist líklega í fæti. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 444 orð | 2 myndir

Keflavík með fullt hús stiga eftir sjö leiki

Körfuboltinn Kristján Jónsson kris@mbl.is Keflavík sigraði Snæfell í Stykkishólmi 91:79 í gærkvöldi í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik. Keflavík er með 14 stig eftir sjö leiki og fór á toppinn í deildinni með sigrinum. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 1083 orð | 2 myndir

Langar að sýna árangur erfiðisins á stóra sviðinu

Alpagreinar Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Skíðakonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er hluti af íslenska landsliðinu sem hefur leik á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í dag en mótið fer fram í Cortina D‘Ampezzo á Ítalíu. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla Fylkir – ÍBV 3:2 Meistaradeild Evrópu 16-liða...

Lengjubikar karla Fylkir – ÍBV 3:2 Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri leikir: Porto – Juventus (2:0) Sevilla – Borussia Dortmund (1:3) *Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Barcelona - Nantes 30:29 • Aron...

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Barcelona - Nantes 30:29 • Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahóp Barcelona. *Barcelona 24, Veszprém 17, Motor Zaporozhye 12, Aalborg 10, Kiel 9, Nantes 8x, Celje 6, Zagreb 0. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Svíi á leið til Valsmanna

Sænskur leikmaður, Johannes Vall, er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
18. febrúar 2021 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

Það vakti athygli mína á dögunum þegar tilkynnt var að...

Það vakti athygli mína á dögunum þegar tilkynnt var að Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hefðu fest kaup á velska knattspyrnufélaginu Wrexham, sem leikur í E-deild Englands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.