Greinar þriðjudaginn 29. mars 2022

Fréttir

29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 111 orð

Aldrei meiri úrkoma í Reykjavík í mars

Úrkoma í mánuðinum hafði í gær mælst 209,0 millimetrar í Reykjavík. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Búast við 644 flóttamönnum

Níutíu flóttamenn frá Úkraínu sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi frá síðasta föstudegi til mánudags. Samtals hafa þá 484 Úkraínumenn sótt um vernd á Íslandi frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar. 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Eggert

Fylgist með Ungmenni spígspora niður Amtmannsstíginn í miðborginni, grunlaus um að Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, fylgist grannt með, eða öllu heldur pappírsútgáfa af... Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 92 orð | 2 myndir

Einar Eðvald leiðir Framsókn í Skagafirði

Framsóknarflokkurinn í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur kynnt framboðslista fyrir kosningarnar í vor, sem verða þær fyrstu eftir að Akrahreppur sameinaðist sveitarfélaginu. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Eitt kíló á átta til tólf milljónir króna

„Það verður ekkert úr veiðum á rauðátu nema rannsóknirnar komi vel út. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingaseturs Vestmannaeyja, en setrið hefur fengið rannsóknarleyfi til tilraunaveiða á rauðátu. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Flæddi yfir bakka og stíflu

Mikið vatnsflóð var úr Skorradalsvatni og um Andakílsá í rigningu og leysingum um helgina og rann vatnið yfir stífluna við enda vatnsins. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Friðarviðræður hefjast aftur í dag

Úkraínsk og rússnesk stjórnvöld munu hefja friðarviðræður að nýju í dag, þar sem sendinefndir þeirra mætast augliti til auglitis í Tyrklandi. Viðræðurnar hafa ekki farið fram með þeim hætti svo vikum skiptir. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Góðar fréttir berast af hálendinu

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hlýindi og rigningar að undanförnu hafa skilað sér í Þórisvatn, sem sér virkjunum á Þjórsársvæðinu fyrir vatni. Samkvæmt vöktun Landsvirkjunar hefur yfirborð Þórisvatns hækkað um tæpa 50 sentimetra undanfarna 10 daga. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Heimilisofbeldi færðist mjög í vöxt

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tilkynningar til lögreglu um heimilisofbeldi hafa aldrei verið fleiri en undanfarin tvö ár samanborið við árin sex þar á undan. Þetta kemur fram í skýrslu embættis ríkislögreglustjóra. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 159 orð

Hundruð milljóna í bætur

Endurupptökudómur hafnaði á fimmtudag beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá 18. febrúar 2018. Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 609 orð | 2 myndir

Hærri fjárveitingar til fornleifarannsókna

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Minjastofnun úthlutaði á dögunum tæplega 67 milljónum króna úr fornminjasjóði til ýmiss konar fornleifarannsókna. Veittir styrkir voru 33 og fer tæpur helmingur þeirra til Fornleifastofnunar Íslands. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Inflúensa í verulegum vexti á landinu

Inflúensan hefur verið í hröðum vexti að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum embættis landlæknis hafa greinst 230 inflúensutilfelli hérlendis í vetur, þar af um 200 á síðustu þremur vikum. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Jón Ingi áfram oddviti Viðreisnar

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi mun áfram leiða lista Viðreisnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta var ákveðið á félagsfundi um helgina þegar gengið var frá lista flokksins. Meira
29. mars 2022 | Erlendar fréttir | 90 orð

Konum bannað að fljúga fylgdarlaust

Talíbanar fyrirskipuðu um helgina að flugfélög í Afganistan mættu ekki taka konur um borð í flugvélar sínar, nema þær væru í fylgd með karlkyns fjölskyldumeðlim. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Kóramót stóð tæpt vegna kórónuveirunnar

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Mótið átti að fara fram í fyrra en við urðum að fresta því vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Kæra brot á kjarasamningnum

Formaður Læknafélags Íslands segir að félagið þurfi að leita til almennra dómstóla vegna nýrrar túlkunar ákvæðis í kjarasamningi um fjögra klukkustunda greiðslur vegna vakta sem teknar eru með litlum fyrirvara. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Listi Viðreisnar í Mosfellsbæ samþykktur

Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi, er oddviti framboðslista Viðreisnar í Mosfellsbæ, sem samþykktur var í gær. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 347 orð | 3 myndir

Margar góðar hugmyndir komu fram

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skipulagsstofnun hefur auglýst umhverfismatsskýrslu Landsnets vegna lagningar Blöndulínu 3. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Mæla útblástur farþegaskipa

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Komum farþegaskipa til Faxaflóahafna hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og útlit er fyrir að þeim fjölgi enn næstu árin. Stærstu skipin liggja í Sundahöfn á meðan þau eru í höfn í Reykjavík. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Of mörg verkefni á herðum Landspítalans

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Rauðáta rannsökuð í Eyjum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur fengið rannsóknarleyfi til tilraunaveiða á allt að eitt þúsund tonnum af rauðátu á ári. Þess má geta að það er svipað magn og einn skíðishvalur étur á ári af rauðátu. Meira
29. mars 2022 | Erlendar fréttir | 688 orð | 1 mynd

Segjast hafa frelsað Irpin

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nokkuð var barist í nágrenni Kænugarðs í gær og var Úkraínuher sagður hafa náð úthverfaborginni Irpin aftur á sitt vald. Meira
29. mars 2022 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Senda skilaboð til Írana með samvinnu

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Ísraels og fjögurra arabaríkja luku í gær sögulegum tveggja daga fundi sínum, þar sem ríkin sex heita því að auka samstarf sitt. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Sif Tulinius frumflytur verk eftir Viktor Orra og leikur sónötu Bachs

Sif Margrét Tulinius fiðluleikari frumflytur verk Viktors Orra Árnasonar á lokatónleikum þríleiks síns, Bach og nútíminn, þar sem hún hefur leikið ný verk eftir íslensk tónskáld og sónötur eftir Bach. Tónleikarnir fara fram í Landakotskirkju í kvöld,... Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Skipuleggja skemmtun fyrir börn á flótta

„Boltinn er að byrja að rúlla en það lítur út fyrir að það verði mikil þátttaka í því sem við erum með skipulagt í þessari viku,“ segir Markús Már Efraím Sigurðsson, sem heldur utan um verkefnið Ánægjustundir fyrir úkraínsk börn í samstarfi... Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Tekist á um dælubíl í Vaðlaheiðargöngum

Dælubíll, sem er lagt í útskot Vaðlaheiðarganga sem gerð eru til að snúa megi bílum við í neyð, brýtur gegn almennum öryggisreglum í veggöngum. Þetta segir Ólafur Kristinn Guðmundsson umferðarsérfræðingur. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 512 orð

Um 55 milljarða loðnuvertíð

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Loðnuvertíðin sem lauk um helgina skilar miklum verðmætum í þjóðarbúið. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Úrkomumet í höfuðborginni

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú er ljóst að metúrkoma verður í marsmánuði í Reykjavík og reyndar víðar á landinu. Þetta upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Í gær hafði úrkoman mælst 209,0 millimetrar í mánuðinum. Meira
29. mars 2022 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Útgöngubann sett á Sjanghaí

Kínversk stjórnvöld ákváðu í fyrradag að setja útgöngubann á austurhluta borgarinnar Sjanghaí til að stemma stigu við uppgangi kórónuveirufaraldursins þar. Um 3. Meira
29. mars 2022 | Innlendar fréttir | 47 orð

VG gengur frá framboðslista á Akureyri

Vinstri-grænir á Akureyri komu saman til fundar um helgina og samþykktu lista fyrir kosningarnar í vor. Áður hafði farið fram bindandi forval um efstu sex sætin. Mun Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiða listann. Meira

Ritstjórnargreinar

29. mars 2022 | Staksteinar | 234 orð | 2 myndir

Átök fram undan

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tjáði mbl.is um helgina að hann hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hann sæktist eftir áframhaldandi formennsku í flokknum. Meira
29. mars 2022 | Leiðarar | 432 orð

Gætir andúðar á sögu og byggð?

Skrítinn er þessi ákafi að leggja niður störf sem þeir þekkja með nafni Meira
29. mars 2022 | Leiðarar | 287 orð

Matvælaöryggi

Ísland þarf að vera vel undir erfiða tíma búið Meira

Menning

29. mars 2022 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd

Aaron Mitchell sýnir á Akureyri

Kanadíski myndlistarmaðurinn Aaron Mitchell hefur undanfarið dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri og hefur nú opnað þar sýningu. Gestum er boðið að skoða þar innsetningu en 19 ár eru síðan hann sýndi síðast verk á Akureyri. Meira
29. mars 2022 | Kvikmyndir | 599 orð | 5 myndir

CODA var valin besta myndin

Óskarsverðlaunahátíðin í Los Angeles á sunnudagskvöldið vakti athygli og umtal fyrir margt óvænt, hvert sum verðlaunanna rötuðu og ekki síður óvæntan kinnhest. Meira
29. mars 2022 | Tónlist | 799 orð | 7 myndir

Indíið er aftur mætt

Af tilraunum Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Það er gamalkunnugt stef að vorið komi með lóunni, en vorið kemur líka með Músíktilraunum og þar eru langoftast engin gamalkunnug stef sem heyra má. Meira
29. mars 2022 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Leifar fíkniefna í líkama Hawkins

Taylor Hawkins, trommari rokksveitarinnar Foo Fighters, fannst látinn í hótelherbergi í Bogota í Kólumbíu á föstudaginn var, skömmu áður en hljómsveitin átti að koma þar fram. Hann var fimmtugur. Meira
29. mars 2022 | Kvikmyndir | 162 orð | 1 mynd

Söngleikur um Díönu fékk skammarverðlaun

Hin árlegu skammarverðlaun fyrir framúrskarandi vonda kvikmyndagerð, Gyllta hindberið eða Razzies, voru að vanda afhent vestanhafs degi á undan Óskarsverðlaununum. Meira
29. mars 2022 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd

Uppboð til styrktar hjálparstarfi

Listaval, sem er með sýningarsali í Hörpu og úti á Granda og selur myndlist eftir samtímalistamenn, stendur þessa dagana fyrir listaverkauppboði til styrktar hjálparstarfi í Úkraínu. Uppboðið fer nú fram á síðunni uppbod.listval. Meira
29. mars 2022 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Verðlaunaður kinnhestur

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í fyrrinótt í Hollywood, meira að segja í beinni útsendingu á Stöð 2. Fleiri voru þó lausir við glysið á Glæsivöllum, enda hefur áhorfið á verðlaunaafhendinguna hrapað á síðustu árum. Meira

Umræðan

29. mars 2022 | Aðsent efni | 416 orð | 1 mynd

Fram og aftur blindgötuna

Eftir Steinþór Jónsson: "Árum og áratugum saman hafa samtök iðnaðarins skilað auðu þegar kemur að kjaramálum og áherslum tengdum þeim." Meira
29. mars 2022 | Pistlar | 402 orð | 1 mynd

Hamfaraspár vegna hinsegin fólks

Í minningunni virðast fleiri mannsaldrar síðan samkynhneigðum var meinað að ganga í hjónaband hér á landi. Í raunheimum eru þó aðeins 15 ár liðin frá því ný hjúskaparlög tóku gildi sem heimiluðu hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. Meira
29. mars 2022 | Aðsent efni | 459 orð | 1 mynd

Hrakleg þórðargleði vestursins

Eftir Bjarna Harðarson: "Sjálfshól vestursins sem blómstrað hefur í kjölfar voðaverka Rússa í Úkraínu er ekki til þess fallið að gera heiminn fallegri og hvað þá friðvænlegri." Meira
29. mars 2022 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd

Íbúðamarkaðurinn – ráðist að rót vandans

Eftir Ómar Má Jónsson: "Við þurfum að koma borginni úr þeirri ömurlegu stöðu að vera háð núverandi ástandi á fasteignamarkaðinum vegna slæmrar fjárhagsstöðu borgarsjóðs." Meira
29. mars 2022 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Parkódín og fleiri lyf

Eftir Árna Tómas Ragnarsson: "Það er ljótt að hræða fólk frá því að nota lyf í hófi, sem því finnst sjálfu að því líði betur af." Meira
29. mars 2022 | Aðsent efni | 619 orð | 1 mynd

Sanngirni, miskunn eða skömm?

Eftir Jón Svavarsson: "Já, það er vandlifað í þessum heimi en lykilatriðið er kærleikur, umhyggja og samvinna." Meira
29. mars 2022 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Öflugar starfsstöðvar sýslumanns í heimabyggð

Eftir Jón Gunnarsson: "Við viljum efla starfsstöðvar sýslumanns um land allt með nýjum verkefnum, þannig að úr verði öflugar þjónustumiðstöðvar hins opinbera í héraði." Meira

Minningargreinar

29. mars 2022 | Minningargreinar | 3246 orð | 1 mynd

Arnar Már Búason

Arnar Már Búason fæddist 24. janúar 1987 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi 16. mars 2022. Foreldrar hans eru Ágústa Helga Sigurðardóttir, f. 1960, d. 1990, og Búi Kristjánsson, f. 1961, stjúpmóðir hans er Sif Sigfúsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2022 | Minningargreinar | 906 orð | 1 mynd

Bjarni Theódór Rögnvaldsson

Sr. Bjarni Theódór Rögnvaldsson fæddist á Húsavík 25. ágúst 1932. Hann lést 16. mars 2022 á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar Bjarna voru Rögnvaldur Freysveinn Bjarnason, f. 5.3. 1910, d. 15.12. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2022 | Minningargreinar | 2125 orð | 1 mynd

Erla Steingrímsdóttir

Björg Erla Steingrímsdóttir fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1936. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 19. mars 2022. Foreldrar hennar voru Ingunn María Friðriksdóttir, f. 13. janúar 1915, og Steingrímur Sigurðsson, f. 21. maí 1915. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2022 | Minningargreinar | 1936 orð | 1 mynd

Erna Sigurþóra Kristinsdóttir

Erna Sigurþóra Kristinsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. mars 1942. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 13. mars 2022. Foreldrar hennar voru Hans Kristinn Hákonarson, f. 9. júlí 1897 á Stað, Reykhólahr., A-Barð., d. 28. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2022 | Minningargreinar | 1987 orð | 1 mynd

Garðar Karlsson

Garðar Karlsson fæddist í Selási, Línakradal, 28. nóvember 1928. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 15. mars 2022. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn Emilía Þorsteinsdóttir og Karl Georg Guðfinnsson, sem voru bæði Húnvetningar að ætt og uppruna. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2022 | Minningargreinar | 2240 orð | 1 mynd

Gunnlaug Sverrisdóttir

Gunnlaug Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1940. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg 10. mars 2022. Foreldrar hennar voru Sverrir Sverrisson húsasmíðameistari, f. 7.11. 1884, d. 7.3. 1958, og Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
29. mars 2022 | Minningargreinar | 1591 orð | 1 mynd

Sveinsína Frímannsdóttir

Sveinsína Frímannsdóttir fæddist á Steinhóli í Haganeshreppi í Skagafirði 17. október 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ 10. mars 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Frímann Viktor Guðbrandsson og Jósefína... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

29. mars 2022 | Viðskiptafréttir | 250 orð | 1 mynd

Bandaríkin auka sölu á gasi til ESB

Samkvæmt nýjum samningi munu Bandaríkjamenn auka sölu á fljótandi jarðgasi til Evrópusambandsins í þeim tilgangi að gera lönd sambandsins minna háð orku frá Rússlandi. Meira
29. mars 2022 | Viðskiptafréttir | 561 orð | 1 mynd

Fjármálafyrirtækin meta sjálf hæfi fjárfesta í útboði

Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Einhver dæmi voru um að fjárfestar, sem flokkaðir eru sem fagfjárfestar, væru ekki metnir hæfir til að taka þátt í lokuðu hlutafjárútboði Íslandsbanka í síðustu viku. Meira
29. mars 2022 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Samkeppniseftirlitið sektar SFF um 20 m.kr.

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur sektað Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) um 20 m.kr. eftir að SFF viðurkenndi brot á samkeppnislögum og undirritaði sátt við SKE. Meira

Fastir þættir

29. mars 2022 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. Rf3 d6 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Bd7...

1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 Rc6 4. Bg2 g6 5. Rf3 d6 6. d4 cxd4 7. Rxd4 Bd7 8. Rxc6 Bxc6 9. e4 Bg7 10. 0-0 0-0 11. De2 Hc8 12. Hd1 Rd7 13. Bd2 a5 14. Hac1 Rc5 15. Be3 Db6 16. Hc2 Hfe8 17. Bh3 Hc7 18. f3 a4 19. Rd5 Bxd5 20. cxd5 Ha8 21. Hdc1 Db4 22. Meira
29. mars 2022 | Í dag | 262 orð

Áttþættingur og daginn lengir

Ingólfi Ómari datt í hug að lauma að mér vísu og nefnist þessi bragháttur áttþættingur. Eyðir táli óðarrjál auðgar málið snilldin þjál. Hlýju strjálar hugarbál hýrgar sálu vín á skál. Meira
29. mars 2022 | Í dag | 101 orð | 1 mynd

„Ég er ekkert hissa að ég hljómi svona“

Páll Óskar fylltist létti þegar fyrsta lagið á langþráðum afmælistónleikum hans byrjaði um helgina en tónleikarnir voru að allra mati stórglæsilegir. Meira
29. mars 2022 | Árnað heilla | 121 orð | 1 mynd

Einar Gunnar Thoroddsen

50 ára Einar Gunnar er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum og býr þar. Hann er með BS í líffræði frá HÍ og MBA frá Stockholm School of Economics. Einar er sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og vinnur við stafrænar umbreytingar. Meira
29. mars 2022 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

Kópavogur Áslaug Katla Pétursdóttir fæddist 14. apríl 2021 kl. 20.36 á...

Kópavogur Áslaug Katla Pétursdóttir fæddist 14. apríl 2021 kl. 20.36 á Landspítalanum. Hún vó 3.760 g og var 50 cm. Foreldrar hennar eru Pétur Brynjar Sigurðsson og Soffía Arngrímsdóttir . Meira
29. mars 2022 | Í dag | 67 orð

Málið

Að láta ekki á sér bæra þýðir að hreyfa sig ekki , hafast ekki að. „[L]ét hann ekki á sér bæra, því að það vissi hann að yrði bani sinn“ – björn var að hnusa af honum! Meira
29. mars 2022 | Í dag | 52 orð | 3 myndir

Óttast fjölgun slysa í umferðinni

Ólafur Kr. Guðmundsson hefur miklar áhyggjur af vegakerfinu þegar við blasir mikil fjölgun ferðamanna. Hann telur að við höfum ekki nýtt Covid-tímabilið til að bæta úr margskonar hættum. Meira
29. mars 2022 | Fastir þættir | 170 orð

Vanderbilt. V-AV Norður &spade;-- &heart;K1065 ⋄D76542 &klubs;973...

Vanderbilt. V-AV Norður &spade;-- &heart;K1065 ⋄D76542 &klubs;973 Vestur Austur &spade;DG5432 &spade;986 &heart;G873 &heart;ÁD942 ⋄10 ⋄G8 &klubs;108 &klubs;K65 Suður &spade;ÁK107 &heart;-- ⋄ÁK93 &klubs;ÁDG42 Suður spilar 7&klubs;. Meira
29. mars 2022 | Árnað heilla | 611 orð | 4 myndir

Þakklæti er efst í huga

Geirþrúður Charlesdóttir fæddist 27. mars 1932 á Ísafirði, ólst þar upp og hefur búið þar alla tíð. „Ég bjó á Eyrinni sem barn en átti síðan heima í Hlíðinni,“ segir Geirþrúður aðspurð. „Ég fer aldrei héðan, ég verð síðasti móhíkaninn. Meira

Íþróttir

29. mars 2022 | Íþróttir | 215 orð | 2 myndir

* Albert Guðmundsson gæti spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu...

* Albert Guðmundsson gæti spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir Spánverjum í La Coruna í kvöld en hann missti af leik liðsins gegn Finnum í Murcia á laugardaginn vegna veikinda. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Aldrei meira en tvö gegn Íslandi

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Í níu landsleikjum til þessa hefur karlalandsliði Spánverja í fótbolta aldrei tekist að skora meira en tvö mörk gegn Íslandi. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Ármann með forskot og KR minnkaði muninn

Hulda Bergsteinsdóttir skoraði 18 stig fyrir KR þegar liðið vann sex stiga sigur gegn ÍR í þriðja leik liðanna í fjögurra liða úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik í TM-hellinum í Breiðholti í gær. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Deildarmeistarar eftir sigur gegn Fjölni

SA er deildarmeistari í íshokkíi eftir sigur gegn Fjölni í lokaumferð úrvalsdeildar kvenna, Hertz-deildarinnar, í Egilshöll í Grafarvogi í gær. Leiknum lauk með 4:2-sigri SA en Hilma Bergsdóttir kom SA yfir eftir 46 sekúndna leik. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Í aðdraganda vináttulandsleiks Spánar og Íslands í fótbolta sem fram fer...

Í aðdraganda vináttulandsleiks Spánar og Íslands í fótbolta sem fram fer í La Coruna í kvöld hafa Spánverjar rifjað upp sigur Íslendinga á Englendingum í sextán liða úrslitum EM karla í Nice fyrir tæpum sex árum. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

ÍSHOKKÍ Fjórði úrslitaleikur karla: Laugardalur: SR – SA (1:2)...

ÍSHOKKÍ Fjórði úrslitaleikur karla: Laugardalur: SR – SA (1:2) 19.45 *SA er Íslandsmeistari með sigri, annars verður oddaleikur á Akureyri á fimmtudagskvöldið. HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Selfoss 19. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Landsliðskonan í aðalhlutverki

Sara Rún Hinriksdóttir landsliðskona í körfuknattleik var í aðalhlutverki hjá Phoenix Constanta í gær þegar liðið vann fyrsta leikinn gegn Alexandria í átta liða úrslitunum um rúmenska meistaratitilinn. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 314 orð | 2 myndir

Meistararnir misstigu sig

Körfuboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflavík endurheimti þriðja sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, þegar liðið tók á móti Grindavík í Blue-höllinni í Keflavík í 21. umferð deildarinnar í gær. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Snorri og Matthias í sérflokki á Ólafsfirði

Skíðagöngumaðurinn Snorri Einarsson kom, sá og sigraði á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Ólafsfirði um helgina og lauk í gær. Snorri fagnaði sigri í sprettgöngu, göngu með hefðbundinni aðferð, frjálsri aðferð og liðaspretti. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Subway-deild karla Þór Þ. – Tindastóll 85:91 Stjarnan &ndash...

Subway-deild karla Þór Þ. – Tindastóll 85:91 Stjarnan – Vestri 99:66 Keflavík – Grindavík 78:70 Staðan: Njarðvík 211652032:182432 Þór Þ. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Svíþjóð 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Skövde – Hammarby 30:28...

Svíþjóð 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Skövde – Hammarby 30:28 • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði þrjú mörk fyrir Skövde. 8-liða úrslit, fyrri leikur: Kungälv – Lugi 24:30 • Lilja Ágústsdóttir skoraði ekki fyrir Lugi. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 97 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla N/M-Ameríka, úrslitariðill: Kanada – Jamaíka...

Undankeppni HM karla N/M-Ameríka, úrslitariðill: Kanada – Jamaíka 4:0 El Salvador – Kostaríka 1:2 Bandaríkin – Panama 5:1 Hondúras – Mexíkó 0:1 *Kanada 28, Bandaríkin 25, Mexíkó 25, Kostaríka 22, Panama 18, El Salvador 10,... Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Uppselt á leikinn gegn Belgíu

Uppselt er á landsleik Belgíu og Íslands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer á akademíuvelli Manchester City á Englandi 10. júlí en völlurinn tekur 7.000 manns í sæti. Þá er uppselt á úrslitaleik mótsins 31. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Úrslitin ráðast í lokaumferðinni

Keflavík endurheimti þriðja sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, þegar liðið tók á móti Grindavík í Blue-höllinni í Keflavík í 21. umferð deildarinnar í gær en leiknum lauk með 78:70-sigri Keflvíkinga. Meira
29. mars 2022 | Íþróttir | 567 orð | 2 myndir

Þá var veggurinn farinn

Frjálsar Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.