Greinar mánudaginn 19. júní 2023

Fréttir

19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

2.500 skrifað undir

„Tjarnarbíó er einn af fáum stöðum sem eru eftir sem geta tekið við sjálfstæðum leikhópum.“ Þetta segir Guðmundur Felixson, sviðshöfundur og leikari, um mikilvægi Tjarnarbíós en hann setti upp undirskriftalista á netinu til að skora á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó Meira
19. júní 2023 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

37 börn jarðsett í Úganda

41 manns létust í árás á Lhubiriha-gagnfræðaskólann í vesturhluta Úganda á föstudaginn. Yfirvöld í landinu segja ADF-uppreisnarhópinn frá Kongó bera ábyrgð á voðaverkinu. Yoweri Museveni, forseti Úganda, hét því í yfirlýsingu í gær að hann myndi… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Allt ljómar um stundarsakir

Egill Ólafsson, leikari söngvari og tónskáld, var á laugardag, þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Besta vörnin er aukin meðvitund

Það, hverjir trúa á samsæriskenningar og af hverju fólk trúir á þær, hefur lengi verið viðfangsefni stjórnmálasálfræðinnar. Hulda Þórisdóttir, sem rannsakað hefur sálfræði samsæriskenninga, segir vísindalegar samsæriskenningar ekki þrífast vel á Íslandi Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Bólgueyðandi lyf nýtt gegn krabbameini

Deilt er um ágæti þess að taka hjartamagnyl að staðaldri í því skyni að fyrirbyggja ristil- og endaþarmskrabbamein. Arnar Snær Ágústsson, doktorsnemi við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur undanfarið unnið að rannsóknarverkefni þar sem hann kannar… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 419 orð | 2 myndir

Börnin sömdu tónlist fyrir önnur börn

Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is Helga Margrét Marzellíusardóttir, tónlistarkennari við Selásskóla, fór af stað með skemmtilegt verkefni með nemendum sínum síðastliðið haust sem fólst í því að kenna þeim að semja tónlist og texta. Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Egilshöllin fær vottun

Egilshöll í Grafarvogi hlaut á dögunum alþjóðlega umhverfisvottun með einkuninni „mjög gott“, eins og segir í tilkynningu frá Regin, sem á þetta stærsta íþróttamannvirki landsins. Með vottuninni, sem nefnist á frummálinu BREEAM In-Use, er um 36% af eignasafni Regins umhverfisvottað Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 251 orð

Ekki spurning um hvort heldur hvenær illa fer

„Við köllum eftir því að innviðirnir fylgi þeim fjölda ferðafólks sem er á ferðinni. Það stefnir í metsumar þar sem öll aðsóknarmet þegar kemur að ferðafólki verða slegin,“ sagði Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri á Hornafirði Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 300 orð | 2 myndir

Enn ein birtingarmynd fjárhagsstöðu borgarinnar

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meðlimur í velferðarráði, segir að hugur þurfi að fylgja máli hjá meirihlutanum og að lausnir verði að finnast fyrir skjólstæðinga Samhjálpar Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 1041 orð | 1 mynd

Félagslegur stöðugleiki er mikilvægur

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stóra verkefnið í komandi kjarasamningum er að auka kaupmátt en ekki síður að stuðla að félagslegum stöðugleika á Íslandi. Þar horfi ég meðal annars til húsnæðismála, svo miklu skipta þau fyrir líf almennings og hafa áhrif víða í efnahagslífinu,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson, sem á dögunum var kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands. Á vinnumarkaði semja stéttarfélög og samtök þeirra við atvinnulífið um kaup og kjör. Hlutverk ASÍ er að leggja línur á breiðum grundvelli, til dæmis gagnvart ríkinu, en oft þarf aðkomu þess svo kapallinn gangi upp. Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Fjórtán Íslendingar sæmdir riddarakrossi

Forseti Íslands sæmdi fjórtán einstaklinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við athöfn á Bessastöðum á laugardaginn, þjóðhátíðardag Íslendinga Meira
19. júní 2023 | Fréttaskýringar | 737 orð | 1 mynd

Fólksfjölgun hefur áhrif á kaupmátt

Nú þegar þrengir að gefa flestir efnahagsmálum meiri gaum en endranær, allir bölva verðbólgunni og velflestir telja sig þurfa að bera meira úr býtum til þess að viðhalda þeim lífskjörum, sem þeir hafa vanist Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Garðagróðurinn sprettur í blíðviðrinu og blómin stinga upp kollinum

Gaman er að ganga um Lystigarðinn á Akureyri og skoða gróðurinn því víðast hvar hefur merkingum verið komið fyrir með upplýsingum um hvaða plöntur er að ræða. Sem kunnugt er þarf talsvert fyrir því að hafa að halda beðum blómlegum og snyrtilegum Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Gáfu þrjá fjölþjálfa

Lionsklúbburinn Njörður færði Alzheimersamtökunum þrjá Spirit-fjölþjálfa að verðmæti 2.380.000 krónur í nýliðinni viku. Afhendingin fór fram í Maríuhúsi og sýndi Hrefna Einarsdóttir viðstöddum hvernig nota má tækið til að efla styrk og þrek, sem hún sagði allra meina bót Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Guðrún tekur við embættinu í dag

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, tekur í dag við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Hverjir trúa samsæriskenningum?

Það, hverjir trúa á samsæriskenningar og af hverju fólk trúir á þær, hefur lengi verið viðfangsefni í stjórnmálasálfræði. Hulda Þórisdóttir, sem rannsakað hefur sálfræði samsæriskenninga, segir bestu vörnina gegn samsæriskenningum vera aukna meðvitund Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Körfurnar ættu að fara aftur upp sem fyrst

Körfuboltakörfur við Seljaskóla voru fjarlægðar sl. laugardag, þann 17. júní, að frumkvæði Reykjavíkurborgar, vegna kvartana íbúa í grennd við skólann yfir hávaða frá ungmennum á körfuboltavellinum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Maðurinn líklega stunginn til bana

Karlmaður um fertugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á andláti karlmanns á fimmtugsaldri. Hinn látni fannst á laugardagsmorgun í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Metfjöldi brautskráðist frá HR

Alls brautskráðust 777 nemendur frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 17. júní en aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá skólanum. Þess má geta að árið 2023 markar 25 ára afmæli HR. Alls brautskráðust 497 úr grunnnámi, 220 úr meistaranámi og átta úr doktorsnámi Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Mikil hátíðarhöld og fangageymslur fullar

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, telur ekki þörf á að breyta fyrirkomulagi hátíðarhalda í bæjarfélaginu í kringum 17. júní en þrjár hátíðir eru að jafnaði haldnar um það leyti. Til viðbótar við hátíðarhöld vegna þjóðhátíðardagsins er… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Mikilvægt að efla öryggisviðbragð

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, segir ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer í sveitarfélaginu. Innviðir og efling öryggisviðbragða verði að fylgja þeim fjölda fólks sem sækir sveitarfélagið heim Meira
19. júní 2023 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Myndskeið af veislu veldur hneyksli

Myndskeið birtist í fjölmiðlum í Bretlandi um helgina sem sýndi veisluhöld Íhaldsflokksins rétt fyrir jólin árið 2020. Á þeim tíma stóð kórónuveirufaraldurinn sem hæst og voru strangar samkomutakmarkanir við lýði í Bretlandi Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 551 orð

Mætir til starfa með uppbrettar ermar

„Verkefnin eru fjölmörg og stór og því er ekki annað í boði en að bretta upp ermar og nýta tímann vel það sem eftir lifir kjörtímabilsins,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Oddvitar allra flokka konur

Næstu áramót verður blað brotið í sögu sveitarstjórnarmála í Reykjanesbæ en þá verða oddvitar allra stjórnmálaflokka í Reykjanesbæ konur. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar, hyggst láta af störfum um áramótin Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Sjá Reynisdranga frá öðru sjónarhorni

Mikil fjara hefur myndast undir sunnanverðu Reynisfjalli í Mýrdal og er nú nánast hægt að ganga þurrum fótum fyrir fjallið og upp að hinum víðfrægu Reynisdröngum. Slíkt gerist á nokkurra áratuga fresti en ferðamenn og íbúar Mýrdals hafa nýtt sér… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 374 orð

Skálað í tilefni kvenréttindagsins

Líkaminn er þema 19. júní, ársrits Kvenréttindafélagsins, sem kemur nú út í ár í 72. sinn. Útgáfu ritsins verður fagnað í bruggsmiðju Lady Brewery klukkan 17 í dag á sjálfan kvenréttindadaginn Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Stafræn örorkuskírteini á Ísland.is

Opnað hefur verið fyrir þann möguleika að sækja stafræn örorkuskírteini á Ísland.is og hefur Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, þegar sótt stafræna örorkuskírteinið í snjallsímann sinn. „Ég trúi því að stafrænt örorkuskírteini verði til… Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Stytting framhaldsnáms hafi verið vanhugsuð

Gylfi Zoëga, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að nýnemar við Háskóla Íslands séu verr undirbúnir og yngri en áður. Árið 2014 var ákveðið að stytta framhaldsnám úr fjórum árum í þrjú Meira
19. júní 2023 | Innlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

Vildi hlakka til þess að mæta í vinnuna

Mist Þ. Grönvold mist@mbl.is Trausti Óskarsson er mikill hundaáhugamaður, en hann útskrifaðist nýverið úr einum virtasta hundaþjálfaraskóla Bandaríkjanna þar sem hann hlaut hæstu einkunn fyrir verklega hluta námsins, eða 9,9. Meira
19. júní 2023 | Erlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Vilja auka samskipti á milli ríkjanna

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, áttu opinskátt og uppbyggilegt samtal í gær, að sögn Blinkens. Fundur þeirra spannaði sjö og hálfan tíma en Blinken er nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Kína Meira

Ritstjórnargreinar

19. júní 2023 | Leiðarar | 795 orð

Mennskan og tæknin

Maðurinn er varla í útrýmingarhættu, en hann má þó ekki glata sjálfum sér Meira
19. júní 2023 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Ókeypis ­borgarlína?

Kostnaður við borgarlínuna hefur blásið út og eru framkvæmdir þó varla hafnar, hvað þá reksturinn sem afar óljóst er hvað mun kosta eða hver mun niðurgreiða. Það virðist ekki trufla framkvæmdaraðila, sveitarfélög eða ríkisvald að slíkt smotterí, nokkrir milljarðar á ári, sé ófrágengið. Í liðinni viku sagði Morgunblaðið frá því að félagið með öfugsnúna nafnið, Betri samgöngur, hygðist láta endurmeta verðmæti Keldnalandsins til að standa undir auknum kostnaði við borgarlínuverkefnið. Meira

Menning

19. júní 2023 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Hætta markaðsvinnu fyrir Rammstein

Plötuútgáfufyrirtækið Universal Music Group hefur hætt allri markaðs- og auglýsingastarfsemi fyrir þýsku rokkhljómsveitina Rammstein og gildir sú ákvörðun um óákveðinn tíma. Þessu greinir fréttaveitan AFP frá Meira
19. júní 2023 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Lokatónleikar HIMA í Hörpu

Lokatónleikar Harpa International Music Academy (HIMA) fara fram í Norðurljósum Hörpu í dag og á morgun, þriðjudag. Í dag, mánudag, kl. 17, leikur miðdeild námskeiðsins undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur kammer- og strengjaverk eftir m.a Meira
19. júní 2023 | Menningarlíf | 1144 orð | 2 myndir

Sérhver manneskja skapi sig sjálf

Draumur Hljómsveit sem ég var í átti að spila í forföllum á Vestfjörðum, í tveimur plássum sama kvöldið, og við áttum líka að sjá um veitingar. Með í för var einhver náungi, sagður mjög fær, sem var alltaf að segja við mig: Ekki snerta munnhörpurnar … Meira
19. júní 2023 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Slítur samstarfi við Harry og Meghan

Streymisveitan Spotify og hjónin prins Harry og Meghan Markle hafa slitið samstarfi sínu er varðaði hlaðvarpsframleiðslu parsins. Það var að sögn hlutaðeigandi sameiginleg ákvörðun. Höfðu hjónin undirritað samning við Spotify árið 2020 sem nam 20… Meira
19. júní 2023 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Ungir fá í auknum mæli fréttir á TikTok

Áhugi fólks á fréttum hefur minnkað töluvert á heimsvísu á síðustu árum. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri rannsókn frá Routers-stofnun Oxford-háskóla en BBC greinir frá Meira

Umræðan

19. júní 2023 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Ákall til Svandísar Svavarsdóttur

Þennan pistil ætla ég að tileinka Má Gunnarssyni og Max sem er augun hans og besti vinur. Már birti pistil á Fésbókarsíðu sinni í gær sem hefur vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. En lofum Má að segja frá baráttu sinni við að fá að koma heim til Íslands með augun sín, Max Meira
19. júní 2023 | Aðsent efni | 455 orð | 1 mynd

Frestun Búrfellslundar var fyrirséð!

Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að Skeiða- og Gnúpverjahreppur fór fram á frestun á því að innleiða Búrfellslund í skipulag sitt. Meira
19. júní 2023 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

Hagkvæmnin í frelsi fagfólks til flutninga

Með því að auðvelda búferlaflutninga til landa sem þurfa á faglærðu vinnuafli að halda væri hægt að ná bæði meiri framleiðni og minni ójöfnuði. Meira
19. júní 2023 | Aðsent efni | 887 orð | 1 mynd

Í fjötrum draugasögu

Fáránleiki fjötranna sem loftlagskirkjan setur á mannkyn eru hins vegar ekkert skemmtilegur og til stórskaða Meira
19. júní 2023 | Aðsent efni | 267 orð | 1 mynd

Markaður mannaflsins

Við viljum að markaður mannaflsins sé frjáls, þar sem fólk er metið að verðleikum frekar en eftir ættfræðilegum tilviljunum. Meira
19. júní 2023 | Aðsent efni | 127 orð | 1 mynd

Röggsamur ráðherra

Ég vil lýsa yfir stuðningi við ákvörðun hæstvirts utanríkisráðherra með að vísa sendiherra Rússlands úr landi og loka sendiráði Íslands í Moskvu. Ljóst er að ef Rússar hafa sigur í stríðinu við Úkraínu þá munu þeir ekki láta þar við sitja heldur ráðast á fleiri lönd Meira

Minningargreinar

19. júní 2023 | Minningargreinar | 956 orð | 1 mynd

Ari Guðmundur Þórðarson

Ari Guðmundur Þórðarson fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 26. október 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 31. maí 2023. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 26 Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2023 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

Árný Sif Jónasdóttir

Árný Sif Jónasdóttir fæddist á Héraðshælinu á Blönduósi 5. júní 1979. Hún lést á heimili foreldra sinna á Blönduósi 5. júní 2023 eftir stutta baráttu við krabbamein. Foreldrar hennar eru Jónas Sigurjónsson, f Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2023 | Minningargreinar | 2583 orð | 1 mynd

Björn S. Stefánsson

Björn S. Stefánsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1937. Hann lést á Landspítalanum 31. maí 2023. Foreldrar Björns voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 22. nóvember 1908 í Reykjavík, d. 9. janúar 2013, og Stefán G Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2023 | Minningargreinar | 2770 orð | 1 mynd

Elín Guðrún Sigurðardóttir

Elín Guðrún Sigurðardóttir fæddist 22. júlí 1930 í Dal í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Hún lést 31. maí síðastliðinn á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi. Foreldrar Elínar voru hjónin Sigurður Kristjánsson frá Hjarðarfelli og Margrét Oddný… Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2023 | Minningargreinar | 1003 orð | 1 mynd

Jón Hartmann

Jón Hartmann fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1949. Hann lést 1. júní 2023 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar Jóns voru Jóhanna Katrín Pálsdóttir ljósmóðir frá Búlandsseli í Skaftártungu og Magnús Jónsson Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2023 | Minningargreinar | 1629 orð | 1 mynd

Karólína Kristinsdóttir

Karólína Kristjana Kristinsdóttir fæddist á Húsavík 21. júlí 1932, lést 6. júní 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarney Helgadóttir hannyrðakona f. 1903 d. 1993 og Ársæll Kristinn Bjarnason húsasmíða- og múrarameistari f Meira  Kaupa minningabók
19. júní 2023 | Minningargreinar | 3577 orð | 1 mynd

Páll Sigurðarson

Páll Sigurðarson fæddist 20. ágúst 1934 í Hraungerði í Flóa. Hann lést á öldrunarlækningadeild Landspítalans á Landakoti 9. júní 2023. Foreldrar Páls voru sr. Sigurður Pálsson, f. 1901, d. 1987, prestur og vígslubiskup og Stefanía Gissurardóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Argentína biður AGS að lengja í snörunni

Stjórnvöld í Argentínu sjá fram á að landið fari enn eina ferðina í greiðsluþrot og geti ekki staðið við 2,7 milljarða dala endurgreiðslu af láni sem berast átti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í þessum mánuði Meira
19. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 133 orð | 1 mynd

Boeing ögn bjartsýnni

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing endurskoðaði nýverið og hækkaði spá sína um spurn eftir flugvélum næstu 20 árin. Væntir fyrirtækið þess að frá deginum í dag fram til 2042 þurfi fluggeirinn að kaupa um 42.595 þotur en fyrri spá hljóðaði upp á 41.170 þotur Meira
19. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 500 orð | 4 myndir

Undirbúa aukin viðskipti

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Prasoon Dewan segir viðræður ganga vel á milli fulltrúa EFTA og indverskra stjórnvalda um gerð nýs fríverslunarsamnings. Dewan er formaður Indversk-íslenska viðskiptaráðsins í Delhí og er væntanlegur til Íslands síðar í vikunni til að undirbúa heimsókn stórrar indverskrar viðskiptasendinefndar í september. Meira

Fastir þættir

19. júní 2023 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Benedikt Páll Jónsson

50 ára Benni Palli ólst upp á Bíldudal en býr í Hafnarfirði. Hann er skipstjóri á Páli Jónssyni GK hjá Vísi hf. Benni Palli er í Siglingaklúbbnum Þyt og er mikill áhugamaður um allt sem snýr að skútusiglingum og svo er hann með ólæknandi flugvéladellu Meira
19. júní 2023 | Dagbók | 20 orð | 1 mynd

Dulin misskipting á heimilum

Í meistararitgerð sinni í kynjafræði rannsakar Ragnheiður Davíðsdóttir þriðju vaktina sem hún segir enn að mestu vera á herðum kvenna. Meira
19. júní 2023 | Í dag | 334 orð

Einn ég gleðst og einn ég hlæ

Sigrún á Sjónarhóli lét þessa skemmtilegu limru fylgja lausn sinni á laugardagsgátunni: Þessi limra er leirburður hreinn og ljóðstafur finnst varla neinn, en þó kaffið sé búið skal kvörninni snúið, sagði karlinn, hann Leiðólfur Sveinn Guðmundur G Meira
19. júní 2023 | Í dag | 658 orð | 3 myndir

Hlustar á hljóðbækur og púslar

María Arnlaugsdóttir er fædd 19. júní 1921 í bænum Akurgerði í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún ólst upp í Vesturbænum – Akurgerði, á Ljósvallagötu og Öldugötu. „Ég var tiltölulega ung þegar ég flutti til Keflavíkur, 1943, og hef verið hér… Meira
19. júní 2023 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Leyniskilaboð björguðu dreng

Þjón­ustu­stúlka á veit­ingastaðnum Mrs. Potato í Banda­ríkj­un­um er nú hyllt sem hetja eft­ir að viðbrögð henn­ar urðu til þess að 11 ára dreng var bjargað af heimili sínu þar sem hann var beittur ofbeldi Meira
19. júní 2023 | Í dag | 54 orð

Málið

Lýsingarorðið hugljúfur þýðir blíðlyndur, geðþekkur, kær, jafnvel unaðslegur og nú er nóg komið. En til er nafnorðið hugljúfi – sem flestir þekkja aðeins í orðasambandinu hvers manns hugljúfi og verða hreinlega forviða ef þeir sjá það beygt: „Ég… Meira
19. júní 2023 | Í dag | 37 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Sauðárkrókur Felix Richard Sikorski Michaelsson fæddist 5. júlí 2022 klukkan 00.46 á Akureyri. Hann vó 2.932 g og var 47 cm langur. Höfuðmál hans var 34 cm. Foreldrar hans eru Irma E Meira
19. júní 2023 | Í dag | 181 orð | 1 mynd

Skák

1. b4 e5 2. Bb2 Bxb4 3. Bxe5 Rf6 4. e3 0-0 5. Rf3 d5 6. c4 c5 7. Rc3 Bxc3 8. Bxc3 Rc6 9. Bxf6 Dxf6 10. cxd5 Rb4 11. Hc1 b6 12. Bc4 Bb7 13. Db3 Had8 14. d4 b5 15. dxc5 a5 16. Be2 Bxd5 17. Dc3 Dg6 18. Hd1 Rxa2 19 Meira
19. júní 2023 | Í dag | 176 orð

Vandfundin vörn. N-AV

Norður ♠ K962 ♥ D10654 ♦ G62 ♣ 9 Vestur ♠ Á3 ♥ Á83 ♦ 4 ♣ ÁKG10764 Austur ♠ 5 ♥ G72 ♦ KD1053 ♣ D532 Suður ♠ DG10874 ♥ K9 ♦ Á987 ♣ 8 Suður spilar 6♠ doblaða Meira

Íþróttir

19. júní 2023 | Íþróttir | 713 orð | 2 myndir

Finn að ég er miklu sterkari

Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð önnur í samanlögðum árangri í -84 kg flokki á HM í klassískum kraftlyftingum á Möltu á þjóðhátíðardaginn og náði því í silfur á stærsta sviðinu, annað árið í röð Meira
19. júní 2023 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Gísli Evrópumeistari eftir lygilega helgi

Gísli Þorgeir Kristjánsson lék stórt hlutverk er þýska liðið Magdeburg varð Evrópumeistari í handbolta í fjórða sinn með 30:29-sigri á Kielce frá Póllandi í æsispennandi úrslitaleik í Köln í gærkvöldi Meira
19. júní 2023 | Íþróttir | 616 orð | 1 mynd

Lofaði góðu en endaði með vonbrigðum

Í Laugardal Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mátti þola svekkjandi 1:2-tap er það lék við það slóvakíska á Laugardalsvelli á laugardag í þriðja leik sínum í undankeppni Evrópumótsins, sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Meira
19. júní 2023 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Náði í silfur á HM annað árið í röð

Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir varð önnur í samanlögðum árangri í -84 kg flokki á HM í klassískum kraftlyftingum á Möltu á þjóðhátíðardaginn og náði því í silfur á stærsta sviðinu, annað árið í röð Meira
19. júní 2023 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Spánverjar með betri taugar

Spánn varð í gærkvöldi Þjóðadeildameistari karla í fótbolta eftir sigur á Króatíu í vítakeppni, en leikið var í Rotterdam í Hollandi. Hvorki var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Í vítakeppninni skoruðu leikmenn Spánverja fimm sinnum, gegn fjórum mörkum Króata Meira
19. júní 2023 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Svekkjandi og ekki verðskuldað

„Mér fannst við byrja gríðarlega vel. Við settum pressu á þá og þeir gerðu mistök, voru svona hálfsmeykir,“ sagði Alfreð Finnbogason, markaskorari íslenska liðsins í 1:2-tapi fyrir Slóvakíu í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta á laugardag, í samtali við Morgunblaðið Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.