Greinar fimmtudaginn 22. júní 2023

Fréttir

22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 2 myndir

„Þruma úr heiðskíru lofti“

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og þarna eru Vinstri grænir að endurskilgreina orðin „meðalhóf í stjórnsýslu“ ef þetta á viðgangast svona áfram. Þeir eru með þessu að prófa sig áfram með það hversu langt þeir geta gengið Meira
22. júní 2023 | Fréttaskýringar | 657 orð | 2 myndir

Auka þarf flutningsgetu „vesturvængsins”

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kerfisáætlun Landsnets sem nú er í opnu umsagnarferli grundvallast meðal annars á skýrslu starfshóps um stöðu og áskoranir í orkumálum sem gefin var út á síðasta ári. Fyrri áætlanir eru uppfærðar miðað við hvað þarf að gera í flutningskerfi raforku til þess að full orkuskipti geti orðið í samræmi við áætlanir stjórnvalda. Ný kynslóð byggðalínu sem unnið er að er liður í því en í áætluninni kemur fram að styrkja þarf enn frekar en áður hefur verið áætlað flutningsgetu nýrrar byggðalínu úr Hvalfirði að Blönduvirkjun. Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Ámundi Ámundason

Ámundi Ámundason, sem var einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi landsins á áttunda áratug síðustu aldar, lést 14. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík, 78 ára að aldri Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 412 orð

Baðferðin getur kostað fjölskyldu tugi þúsunda

Það getur kostað skildinginn að ætla að heimsækja hin fjölmörgu baðlón sem nú er að finna um landið. Sem kunnugt er hefur þeim fjölgað hratt síðustu ár og enn fleiri eru á teikniborðinu. Vissara getur þó verið að kanna stöðuna á kortinu áður en fólk ákveður að hressa sig við á ferð um landið í sumar Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 77 orð

Baðferðin kemur illa við budduna

Lítil fjölskylda getur þurft að punga út hátt í þrjátíu þúsund krónum fyrir ferð í dýrasta baðlón landsins í sumar. Í öðrum lónum er ekki einu sinni tekið á móti öllum í fjölskyldunni. Dýrast er að dýfa sér í Bláa lónið en ódýrast er að fara í Laugarvatn fontana Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 545 orð | 2 myndir

„Það lifir enginn á svona upphæð“

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hundruð bíða oft utan við húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjavík og Reykjanesbæ áður en matarúthlutun hefst. Stundum er röðin svo löng að fólk hreinlega leggur ekki í að bíða. Samtökin veita nú einstaklingum og fjölskyldum mataraðstoð alla virka daga og er neyð þessa fólks oft mikil. Stór hluti er hælisleitendur. Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Brátt hægt að svífa um Kambana

Unnið er hörðum höndum í Kömbunum við að strengja sviflínur til að gera allt klárt fyrir opnun MegaZipline. Stefnt er að því að opna sviflínuna í byrjun júlí. Fyrsta ferðin verður boðin út og rennur ágóðinn til styrktar ME-félaginu að sögn Hall­grím­s Krist­ins­sonar, for­svarsmanns Kambagils ehf Meira
22. júní 2023 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Dæmdur vegna plastbarkamálsins

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Svíþjóð dæmdi í gær ít­alska skurðlækn­inn Paolo Macchi­ar­ini í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir að hafa grætt plast­barka í þrjá sjúk­linga á Karólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi á árunum 2011 og 2012, en… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 903 orð | 3 myndir

Fann sína hillu þegar hún gerðist grænkeri

Hún gerðist grænkeri og stofnaði sitt eigið fyrirtæki eftir að hún þróaði sína eigin vöru. Fyrirtækið ber heitið Ella Stína vegan og starfsemin blómstrar og Elín þróar sínar eigin vörur sem njóta mikilla vinsælda.Aðspurð segist Elín hafa sett sér ákveðin lífsgildi sem hún hefur haft að leiðarljósi Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Fjölnota íþróttahús tilbúið í lok næsta árs

Nú er verið að byggja fjölnota íþróttahús á Jaðarsbökkum á Akranesi, sem er einn áfangi af mörgum í áframhaldandi uppbyggingu þar. Í húsinu nýja verður fjölnota íþróttasalur sem er 50 m x 35,8 m að innanmáli og hliðarbyggingar á tveimur hæðum Meira
22. júní 2023 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fordæma ummæli Bidens um Xi

Stjórnvöld í Kína og Rússlandi fordæmdu í gær ummæli Joes Bidens Bandaríkjaforseta, en hann líkti Xi Jinping, forseta Kína, við einræðisherra á fjáröflunarsamkomu í Kaliforníu á þriðjudagskvöldið. Sagði Biden að Xi hefði fyllst reiði þegar… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Fornleifar fundust í Arnarfirði

Elísa Aðalheiður Eyvindsdóttir elisa@mbl.is Unnið er að uppgreftri á býli sem fannst í Arnarfirði, í tengslum við fornleifarannsóknina „Arnarfjörður á miðöldum“ sem fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða hefur staðið að síðan árið 2011. Er býlið líklegast frá 16. öld og því um að ræða stórmerkilegar minjar sem varpað geta ljósi á lifnaðarhætti fólks á þessum tíma, segir Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða, í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Meira
22. júní 2023 | Fréttaskýringar | 1116 orð | 6 myndir

Fullkomin flokkun skapar verðmæti

Auðlind er heiti á tilraunaverkefni endurvinnslufyrirtækisins Pure North. Fyrirtækið hefur aðsetur í nýsköpunarhúsinu Grósku og tók að sér að endurhugsa úrgangsstjórnun hússins með það að markmiði að minnka blandaðan úrgang og skapa verðmæti til endurvinnslu Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Fundað um stöðu Reykjavíkurflugvallar

Flugmálafélag Íslands hefur boðað til fundar á Reykjavík Natura hótel klukkan fimm í dag, þar sem fjallað verður um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, segir flugsamfélagið kalla eftir svörum um það… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Gefa laxinum að éta

„Þetta snýst um að gefa hverjum einasta fiski að éta eins lengi og hægt er. En fóðrið er mesti kostnaðarliðurinn við eldið og við viljum að fiskurinn nýti fóðrið. Þess vegna drögum við úr fóðrun eða hættum þegar fiskarnir í efstu átta metrunum … Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Gerræðisleg ákvörðun

„Við boðum til opins fundar í ljósi þeirra gríðarlegu hagsmuna sem í húfi eru fyrir mína félagsmenn og starfsmenn Hvals hf. í þessu máli. Þetta er gerræðisleg ákvörðun sem bitnar á saklausu fólki sem var búið að ráða sig þarna í vinnu,“… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Gleði og glens á skátaviku

Skátavika frístundaheimilisins Guluhlíðar í Reykjavík stendur út vikuna. Gulahlíð er frístundaheimili fyrir börn með sérþarfir, en býður nemendum Klettaskóla í 1.-4. bekk heilsdagsþjónustu á frístundaheimilinu yfir sumarmánuðina Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður

Hjúkrunarfræðingur sem ákærður var fyrir að verða sjúklingi að bana á geðdeild Landspítalans hefur verið sýknaður. Ákæruvaldið gaf út ákæru á hendur Steinu Árnadóttur hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp og brot í opinberu starfi Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Hringrásarhátíð á Hofsósi

Verðandi, endurnýtingarmiðstöðin á Hofsósi, stendur fyrir Hringrásarhátíð um helgina. Hátíðin hefst í dag með opnun sýningar í gömlu frystihúsi Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Hundruð leita til Fjölskylduhjálpar

Fjölskylduhjálp Íslands veitti á föstudag fyrir viku 700 heimilum mataraðstoð. Ásókn eftir matarúthlutun samtakanna hefur verið gríðarleg undanfarið og bíða oft hundruð eftir því að hún hefjist. Formaður samtakanna segir sárt að horfa upp á fólk í… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 1123 orð | 4 myndir

Landslagið á Grænlandi lætur engan ósnortinn – Láttu ævintýrin gerast

Grænland er gríðarstórt land sem hefur upp á alls konar skemmtilegt að bjóða. Icelandair flýgur frá Keflavíkurflugvelli til eftirfarandi áfangastaða á Grænlandi: Nuuk – Litríkasta borg norðurskautsins Höfuðborg Grænlands heitir Nuuk og er staðsett í suðvesturhluta landsins Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 895 orð | 3 myndir

Laxinn dafnar vel í Djúpinu

Sviðsljós Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lax sem Háafell elur í Ísafjarðardjúpi dafnar afar vel. Fiskurinn var settur út í kvíar í Vigurál á síðasta ári og hefst slátrun í haust. Í vor var annað kvíabólið tekið í notkun, Kofradýpi. Háafell stendur í miklum fjárfestingum við uppbyggingu mannvirkja og tækjabúnaðar vegna eldisins, auk lífmassans. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun seiðastöðvarinnar á Nauteyri og nýr fóðurprammi og vinnubátur til að nota á Kofradýpi koma í sumar. Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 492 orð | 8 myndir

Listakokkur í Dölunum

Á Dalahóteli er boðið upp á eðalgóðan íslenskan mat meðal annars fisk, lamb og nýbakað brauð úr Dölunum sem vakið hefur verðskuldaða athygli þeirra gesta sem lagt hafa leið sína í Sælingsdalinn. Rúnar nýtur þess að blómstra í sveitinni og náttúran reynist honum gjöful í matargerðinni Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Líst illa á frekari skattlagningu

Þorlákur Einarsson thorlakur@mbl.is Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra, líst illa á hugmyndir Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um frekari skattlagningu á ferðaþjónustuna. Meira
22. júní 2023 | Erlendar fréttir | 685 orð

Málmhljóð vekur vonir

Vonir björgunarsveita um að hægt yrði að bjarga farþegum kafbátsins sem týndist á sunnudaginn í nágrenni við flakið af Titanic glæddust nokkuð í gær þegar kanadísk leitarvél af gerðinni P3 Orion heyrði málmhljóð neðansjávar, sem talin voru af mannavöldum Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Miðnæturhlaup Suzuki á afmælisári

Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í þrítugasta sinn í Reykjavík í kvöld. Hlaupið er haldið af Íþróttabandalagi Reykjavíkur og er hluti af mótaröð hlaupa sem fara fram í sumar og nefnast Gatorade sumarhlaupin Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Mikill kurr í sjálfstæðismönnum

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verður kallaður saman til fundar fyrir helgi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og verður hvalveiðibannið umfjöllunarefni fundarins. Fundurinn hefur þó ekki verið formlega boðaður enn Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Ný útsýnisþyrla komin til landsins

Ný útsýnisþyrla lenti á Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag. Þyrlan er framleidd af Airbus og það er Norðurflug sem keypti þyrluna en verðmæti hennar er rúmlega 200 milljónir króna. Þyrlan er sambærileg þyrlu sem fyrirtækið keypti árið 2018 Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Opnað á Hálendið eftir hlýindakafla

Leiðin í Landmannalaugar austur af Heklu er nú greið en ferðalangar sem leggja leið sína þangað aka um Fjallabaksleið nyrðri. Stutt er síðan frost var í jörðu á hálendinu sem takmarkaði ferðalög en upplýsingar Vegagerðarinnar breytast nú hratt með auknum hlýindum og frost hverfur loks úr jarðveginum Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 574 orð | 2 myndir

Pabbi mikil fyrirmynd fyrir mig

Úlfar er kokkur á Torfhús Retreat þar sem hann nýtur þess að matreiða fyrir matargesti og hefur ástríðu fyrir sínu fagi. Eins og áður sagði er Úlfar nýr meðlimur í kokkalandsliðinu. „Ég er virkilega ánægður að hafa verið valinn í landsliðið Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Passa upp á búnaðinn

„Hlutverk okkar er að sjá til þess að allur búnaður sé í lagi og laga það sem aflaga kann að fara og gæta að heilsu fisksins, tryggja að honum líði sem best,“ segir Jón Magnússon, skipstjóri á Saltnesi, vinnubáti Arctic Fish, eftir að… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ráðherrana greinir á um skýrslu OECD

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, eru ekki sömu skoðunar á nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (OECD) um ís­lenskt efna­hags­líf Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Ráðstefna á vegum HÍ um borgarskipulag

Í dag hefst ráðstefnan EURA í Háskóla Íslands þar sem fjallað verður um borgarskipulag, byggðamál og tengd málefni. Ráðstefnan stendur yfir til 24. júní og koma þar saman um 300 fræðimenn m.a. úr félagsfræði, stjórnmálafræði, skipulagsfræði og arkitektúr, auk starfsfólks sveitarfélaga Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 576 orð | 2 myndir

Reiðarslag fyrir starfsmennina

„Þetta er reiðarslag fyrir okkur alla sem að þessu komum og þá auðvitað sérstaklega fyrir starfsmennina sem eru margir búnir að fá sig lausa úr öðrum störfum til að vinna hjá okkur á vertíðinni,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri … Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Slæmt veganesti inn í kjaraviðræður

„Það verður að segjast eins og er að okkur er ekki nógu vel tekið og eru viðbrögðin ekki gott veganesti inn í kjaraviðræðurnar,“ sagði Guðbjörg… Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Stjórnarsamstarf var í uppnámi

Gagnkvæm gremja og djúpstæður ágreiningur um einstök hitamál ollu því að stjórnarsamstarfið hékk á bláþræði upp úr ráðherraskiptum á mánudag. Þar var sérstaklega tekist á um útlendingamálin og hvalveiðar, þó fleiri atriði hafi verið nefnd, en bæði… Meira
22. júní 2023 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Stríðið ekki nein Hollywood-mynd

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna hefði gengið hægar en vonast hefði verið eftir. „Einhverjir trúa því að þetta sé Hollywood-mynd og vilja árangur strax. Það er ekki svo,“ sagði Selenskí í samtali við … Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 677 orð | 1 mynd

Tekist á við dagsyfju

Elín Helga Þórarinsdóttir læknir skoðaði mismunandi mæliaðferðir á dagsyfju í doktorsritgerð sinni, „Einkenni og svipgerð íþyngjandi dagsyfju: Rannsókn á almennu þýði og kæfisvefnssjúklingum“, sem hún varði í læknavísindum við Háskóla Íslands sl Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Varað við skriðum úr Reynisfjalli

Full ástæða er til að fara varlega á gönguleiðum í kringum Reynisfjall í Vík í Mýrdal vegna grjótskriða sem þar hafa fallið, samkvæmt því sem fram kemur hjá Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands Meira
22. júní 2023 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Vilja jafna stöðu rekstraraðila

Í drögum að reglugerð frá dómsmálaráðuneytinu sem finna má í samráðsgátt stjórnvalda eru hugmyndir um að styrkja samkeppnisstöðu Íslandsspila gagnvart Happdrætti Háskóla Íslands í rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla Meira
22. júní 2023 | Fréttaskýringar | 1210 orð | 2 myndir

Þjóðaratkvæði um rödd frumbyggja

Baksvið Sólveig K. Einarsdóttir Frumbyggjar Ástralíu eiga sér sögu sem spannar sextíu þúsund ár, að minnsta kosti. Ættbálkarnir töluðu yfir 250 tungumál, áttu sín óskráðu lög, sem öldungarnir kunnu og kenndu, þeir gjörþekktu landið og voru í nánum tengslum við náttúruna, trén, plönturnar, dýrin öll. Þeir áttu sinn draumaheim, sín helgu vé í náttúrunni; Uluru, hið helga fjall er einna frægast. Töfrar náttúrunnar og geimsins gerðu þeim kleift að læra og lifa af allan þennan tíma. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júní 2023 | Leiðarar | 166 orð

Gengur ekki lengur

Í huga landsmanna er mælirinn fullur Meira
22. júní 2023 | Leiðarar | 414 orð

Rétturinn til nýtingar gæða lands og sjávar

Fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni Meira
22. júní 2023 | Staksteinar | 188 orð | 2 myndir

Róttækur ráðherra ræðst á verkalýðinn

Matvælaráðherrann Svandís Svavarsdóttir aflýsti hvalveiðum daginn fyrir vertíð á grundvelli afstöðu Fagráðs um velferð dýra til veiðanna, en í því sitja auk siðfræðings við Háskóla Íslands nokkrir dýralæknar, þó enginn þeirra muni hafa aflífað hval. Hins vegar er enginn fulltrúi hundasnyrta í ráðinu. Meira

Menning

22. júní 2023 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

60 gjörningar á sex dögum

Myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur í dag sex daga hringferð um landið með 60 gjörninga í tilefni af sextugsafmæli sínu. „Með í för verður úrval listafólks sem bæði sér um sína eigin gjörninga og tekur þátt í gjörningum Aðalheiðar,“ segir í tilkynningu Meira
22. júní 2023 | Tónlist | 1091 orð | 2 myndir

„Allt lifir í ljúfustu ró!“

Harpa Barbara Hannigan og Sinfóníuhljómsveit Íslands ★★★★★ Tónlist: Golfam Khayam (I am not a tale to be told), Joseph Haydn (sinfónía nr. 96 í D-dúr) og Gustav Mahler (sinfónía nr. 4 í G-dúr). Hljómsveitarstjóri og einsöngvari: Barbara Hannigan. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Tónleikar í Eldborg Hörpu 15. júní 2023. Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 223 orð | 1 mynd

„Djöfullega sjarmerandi“

„Auður Ava Ólafsdóttir hefur skrifað gagnorða, ómótstæðilega og meistaralega frásögn um hvað við gerum í miðjum heimsendi. Við getum til dæmis gróðursett tré,“ skrifar Amalie Langballe, gagnrýnandi danska dagblaðsins Weekendavisen, í… Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Barnadjass í Mosó haldinn í fyrsta sinn

Barnadjass í Mosó nefnist hátíð sem haldin verður í Mosfellsbæ í fyrsta skipti dagana 22.–25. júní. „Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Selfossi, Reykjavík, Noregi og Færeyjum Meira
22. júní 2023 | Fólk í fréttum | 910 orð | 6 myndir

Búast við að sameiningin þyki ógnvænleg

„Þetta er í rauninni ný súpergrúppa, „boyband“. Samansafn af góðum mönnum. Við köllum okkur – IceGuys,“ segir rapparinn Aron Can og hvíslar síðasta orðið leyndardómsfullur á svip en hann er einn af fimm liðsmönnum nýrrar strákasveitar sem ber þann titil Meira
22. júní 2023 | Fólk í fréttum | 763 orð | 5 myndir

Elska góða tónlist og góðan bjór

Þegar Einar og Gígja kynntust má segja að tveir vesturhlutar hafi mæst. Hann er úr Vesturbæ Reykjavíkur og hún af Vestfjörðum. „Ég er úr Vesturbænum og konan mín er uppalin á Patró en flutti í bæinn þegar hún var unglingur Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 702 orð | 2 myndir

Fangar „fastakúnnana“ á Mokka

Myndlistarkonan Borghildur Indriðadóttir er fulltrúi Íslands á SACO-tvíæringnum í Antofagasta í Síle sem hófst síðastliðinn þriðjudag. Þar sýnir hún verk sitt „Murus Opus“ sem unnið var sérstaklega fyrir sýninguna Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Frum kemur fram í Sigurhæðum

Færeyska tónlistarkonan Jenny Kragesteen, sem kallar sig Frum, verður með tónleika í Menningarhúsinu Sigurhæðum á Akureyri í dag, fimmtudag, kl. 17. Í tilkynningu frá húsinu kemur fram að Frum hafi unnið að nýrri plötu í vetur þegar hún dvaldi í vinnustofu í húsinu Meira
22. júní 2023 | Bókmenntir | 929 orð | 3 myndir

Grár litur getur verið bjartur

Skáldsaga Gráar býflugur ★★★★½ Eftir Andrej Kúrkov. Áslaug Agnarsdóttir þýddi. Bjartur, 2023. Kilja, 407 bls. Meira
22. júní 2023 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Mannleg eða tæknileg mistök?

Hvort er betra, mannleg mistök eða tæknileg mistök? Í fótboltaleik í Laugardalnum á þriðjudag var skorað mark. Aðstoðardómarinn, sem áður var kallaður línuvörður, lyfti hins vegar flaggi sínu og úrskurðaði að sá sem gaf boltann á markaskorarann hefði verið rangstæður Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Opna Umbúðalaust kraftaverk í dag

Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius opna myndlistarsýninguna Umbúðalaust kraftaverk í Gallerí MUUR í Hagatúni 7 og á Bókasafni Hornafjarðar í menningarmiðstöðinni Nýheimum í dag kl Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 273 orð | 2 myndir

Tíminn framkallar myndina

„Í verkunum þenst tíminn út, öðlast fyllingu, breiðist út í lögum og er flattur út til þess eins að vera brotinn upp og sundrað. Þetta er tilraun til þess að njörva augnablik niður í tíma,“ segir Alistair Macintyre sem opnar… Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 133 orð | 1 mynd

Tríó Jóns Árnasonar á Sumarjazzi í dag

Tríó Jóns Árnasonar kemur fram á tónleikum í Salnum í dag kl. 17, sem eru jafnframt síðustu tónleikar sumarsins í tónleikaröðinni Sumarjazz. Tríóið skipa auk Jóns Ómars þeir Nico Moreaux á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur Meira
22. júní 2023 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Tvöföld opnun í Ásmundarsal og Gryfju

Vísitala nefnist einkasýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar sem opnuð verður í ­Ásmundarsal í dag kl. 17. Í tilkynningu frá sýningarstað kemur fram að sýningin byggi „á persónulegri hrifningu listamannsins á sjónrænni framsetningu tölfræðilegra… Meira
22. júní 2023 | Fólk í fréttum | 1125 orð | 7 myndir

Það eina sem getur komið í veg fyrir heimsendi

Áhugavert nýlegt hlaðvarp hefur laumast inn á lista yfir vinsælustu hlaðvörp Íslendinga upp á síðkastið en um er að ræða markaðshlaðvarpið Gagnarök sem Ómar Þór Ómarsson hjá markaðsstofunni Digido stjórnar Meira

Umræðan

22. júní 2023 | Aðsent efni | 593 orð | 2 myndir

2.800 íbúðir fyrir tekju- og eignaminni

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tvöfalda framlög til stofnlána til leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlána til íbúðakaupa. Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 371 orð | 2 myndir

Ekki svíkja framtíðina

Það er hreint skemmdarverk að takmarka athafnasvæði og öryggi flugsamgangna á flugvellinum í Vatnsmýrinni. Meira
22. júní 2023 | Pistlar | 420 orð | 1 mynd

Enginn ráðherra getur svarað …

Þessari spurningu. Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistil í Heimildina í síðustu viku sem heitir „Lögföst spilling og niðurlæging þjóðar“. Pistillinn fjallar einfaldlega um, eins og þar er dregið saman, að Bretar „hafa sett stjórnmálastétt sinni takmörk Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Fjögur þúsund manna samfélag án heilbrigðisþjónustu

Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður við heilbrigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS. Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Hugleiðing um náttúruvernd

Það er alvarlegt mál þegar gróðahyggja og skammtímahagsmunir taka völdin og ofbeldið gagnvart náttúrunni verður allsráðandi til að búa til orku. Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

Kjör unglinga skert hjá Reykjavíkurborg

Hefur meirihluti borgarstjórnar fundið breiðu bökin, sem eiga að axla byrðarnar í baráttunni við verðbólguna? Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Opið bréf til verðandi borgarstjóra og innviðaráðherra

Eruð þið félagar til í að lesa þessa setningu með hreinum gleraugum og velta því fyrir ykkur á nýjan leik hvað þetta þýðir? Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Rasistarnir í Sjálfstæðisflokknum

Er ásættanlegt að fólk sem ekki á rétt á hæli Íslandi, dvelji hér langtímum saman á annarra kostnað? Er það réttlát og sanngjörn niðurstaða? Meira
22. júní 2023 | Aðsent efni | 612 orð | 1 mynd

Það er uppselt í Reykjanesbæ

Þessi mikli fjöldi hælisleitenda í sveitarfélaginu okkar hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið og þjónustustig sveitarfélagsins. Meira

Minningargreinar

22. júní 2023 | Minningargreinar | 622 orð | 1 mynd

Dagný Þórhallsdóttir

Dagný Þórhallsdóttir fæddist 2. apríl 1943 á Þórshöfn á Langanesi. Hún lést 20. maí 2023. Foreldrar hennar voru Þórhallur Björn Sigurjónsson frá Þórshöfn, f. 10. apríl 1909, d. 27. júní 1993, og Aðalbjörg Þorvaldsdóttir frá Skálum á Langanesi, f Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 697 orð | 1 mynd

Guðjón Loftsson

Guðjón Loftsson fæddist á Hólmavík 11. október 1934. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar á hjartadeild Landspítalans 14. maí 2023. Foreldrar hans voru Loftur Bjarnason skipstjóri, f. 17. júní 1883, d. 8 Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 567 orð | 1 mynd

Gunnar Jón Jónsson

Gunnar Jón Jónsson fæddist í Tungu í Bolungarvík 14. desember 1932. Hann lést 5. júní 2023. Foreldrar hans voru Jón Jónsson Eyfirðingur, f. 20. jan. 1880, d. 29. okt. 1972, og Sigurlína Ingibjörg Þorleifsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 2666 orð | 1 mynd

Hans Bjarni Guðmundsson

Hans Bjarni Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1. júní 1942. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut, 10. júní 2023. Foreldrar hans voru Hans Guðmundur Hansson bifreiðastjóri f. 11.5. 1913 d Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 999 orð | 1 mynd

Haukur Þorsteinsson

Haukur Þorsteinsson fæddist 14.2. 1943 á Bjargi í Kræklingahlíð, Eyjafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 8.6. 2023. Foreldrar Hauks voru hjónin Þorsteinn Stefánsson, bóndi á Blómsturvöllum, f Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 3499 orð | 1 mynd

Kristinn Hannesson

Kristinn Hannesson fæddist í Keflavík 29. janúar 1957. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar þann 13. júní 2023 á Líknardeild Landsspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Hannes Þór Ólafsson f. 22. febrúar 1931, d Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 2000 orð | 1 mynd

Pálína Agnes Snorradóttir

Pálína Agnes Snorradóttir fæddist 24. janúar árið 1937 á Akureyri. Hún lést 15. júní 2023 á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Sigríðar Aðalsteinsdóttur og Snorra Jónssonar, þau skildu Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 2064 orð | 1 mynd

Sigrún Anna Ingibergsdóttir

Sigrún Anna Ingibergsdóttir fæddist á Drangsnesi 27. febrúar 1947. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi 6. júní 2023. Foreldrar Sigrúnar voru Jónína Sigrún Pálmadóttir, f. 20. júlí 1911, d Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 679 orð | 1 mynd

Sigurður Kristinn Ásgrímsson

Sigurður Kristinn Ásgrímsson fæddist á Hálsi í Öxnadal 15. mars 1939. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, 23. maí 2023. Foreldrar hans voru Sigurrós Kristinsdóttir, f. 22.1. 1901 í Gili í Öxnadal, d Meira  Kaupa minningabók
22. júní 2023 | Minningargreinar | 1788 orð | 1 mynd

Svavar Sveinn Skúlason

Svavar Sveinn Skúlason fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1928. Hann lést á heimili sínu, Hraunhóli í Garðabæ, 4. júní 2023. Foreldrar hans voru Skúli Sveinsson, f. 1895, d. 1978, og Hallfríður Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

22. júní 2023 | Sjávarútvegur | 247 orð | 1 mynd

Ofveiði á makríl heldur áfram í sumar

Að óbreyttu munu Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland, Bretland og Evrópusambandið úthluta veiðiheimildum í makríl til sinna uppsjávarskipa sem nema samanlagt 976 þúsund tonnum. Það er um 200 þúsund tonn umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins… Meira
22. júní 2023 | Sjávarútvegur | 227 orð | 1 mynd

Samið um 28 mw fyrir eldi

Orka náttúrunnar (ON) og landeldisfyrirtækið GeoSalmo hafa undirritað raforkusamning um kaup á allt að 28 MW af raforku sem nýtt verður til landeldisstöðvar við Þorlákshöfn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ON Meira
22. júní 2023 | Sjávarútvegur | 269 orð | 1 mynd

Stofnvísitala lækkar

„Stofnvísitala hrygningarþorsks við Ísland er há í ár eins og hún hefur verðið síðastliðin 13 ár, en er heldur lægri en í fyrra,“ segir… Meira
22. júní 2023 | Sjávarútvegur | 451 orð | 1 mynd

Takmarka þjónustu við rússnesk skip

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Færeysk yfirvöld kynntu fyrr í mánuðinum aðgerðir gegn rússneskum fiskiskipum, en skipin hafa til þessa notið fullrar þjónustu í þarlendum höfnum þrátt fyrir að hafa meðal annars stundað veiðar á friðuðum úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Meira

Viðskipti

22. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 873 orð | 4 myndir

Leggjast gegn yfirtökutilboðinu

Brimgarðar ehf., stærsti eigandi Eikar fasteignafélags, munu ekki samþykkja yfirtökutilboð Regins í Eik sem lagt fram fram 8. júní sl. Þetta staðfestir Gunnar Þór Gíslason, forsvarsmaður Brimgarða, í samtali við Morgunblaðið Meira
22. júní 2023 | Viðskiptafréttir | 231 orð | 1 mynd

Stofna félag utan um Beint í bílinn

„Beint í bílinn er meira fyrirbæri en hlaðvarp, þetta er nær því að vera glaðvarp“ segir Sverrir Þór Sverrisson skemmtikraftur, betur þekktur sem Sveppi, í samtali við Morgunblaðið Meira

Daglegt líf

22. júní 2023 | Daglegt líf | 1074 orð | 4 myndir

Ætlaði alltaf að gera eitthvað seinna

Áhuginn á þessari pílagrímsgöngu vaknaði þegar ég sá þættina á RÚV árið 2014 þar sem rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson fór þessa göngu með kvikmyndafólki. Ég varð alveg heilluð og hugsaði með mér að ég vildi gera þetta – einhvern tímann,“ … Meira

Fastir þættir

22. júní 2023 | Í dag | 76 orð | 1 mynd

Andrea Rún Halldórsdóttir

30 ára Andrea er Akureyringur en býr í Reykjavík. Hún er aðstoðarmaður tannlæknis. Áhugamálin eru bootcamp og útivist. „Við fjölskyldan förum mikið í fjallgöngur og útilegur og reynum að nýta íslenska sumarið.“ Fjölskylda Eiginmaður Andreu er Gunnlaugur Guðmundsson, f Meira
22. júní 2023 | Dagbók | 68 orð | 1 mynd

Bjargaði 25 hundum

Heim­il­is­laus maður bjargaði á dögunum 25 hund­um úr brenn­andi bygg­ingu í Perú eftir að eld­ur kviknaði í end­ur­vinnslu­stöð. Eldurinn dreifðist fljótt í nálæga bygg­ingu þar sem hunda­at­hvarf var til húsa Meira
22. júní 2023 | Í dag | 180 orð

Hátt spennustig. A-NS

Norður ♠ D93 ♥ – ♦ 87642 ♣ KG842 Vestur ♠ ÁKG65 ♥ G542 ♦ ÁG ♣ 65 Austur ♠ 874 ♥ D109873 ♦ 53 ♣ D7 Suður ♠ 102 ♥ ÁK6 ♦ KD109 ♣ Á1093 Suður spilar 2G redobluð Meira
22. júní 2023 | Í dag | 411 orð

Hestavísur og annað gott

Pétur Stefánsson gaukaði að mér þessum vísum. Þær urðu til þegar konan spurði hann hvort hann væri enn að yrkja: Eyða brjáli, eyða pín, andans máli tala. Vísur þjálar vina mín vekja sál úr dvala. Oft ég kokka vísur verð, vel þær blokka trega Meira
22. júní 2023 | Í dag | 64 orð

Málið

Orðtakið að halda (vel) á spöðunum merkir: keppast við; halda vel áfram; leggja sig allan fram, segir Mergur málsins og fyrsta dæmið er: „Þú verður að halda vel á spöðunum ef þú ætlar að ljúka þessu fyrir kvöldið.“ Að e-r hafi haldið vel á spöðunum… Meira
22. júní 2023 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Reykjavík Maron Búi Gunnlaugsson fæddist 23. ágúst 2022 kl. 21.26. Hann vó 3.445 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Andrea Rún Halldórsdóttir og Gunnlaugur Guðmundsson. Meira
22. júní 2023 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. e4 d6 5. Re2 0-0 6. Rbc3 e5 7. h3 Rc6 8. Be3 exd4 9. Rxd4 Bd7 10. 0-0 He8 11. He1 Rxd4 12. Bxd4 Bc6 13. b4 a6 14. a4 Dd7 15. Dd3 b5 16. a5 Had8 17. Had1 Bb7 18. f4 Rh5 19 Meira
22. júní 2023 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Uppnám á stjórnarheimilinu

Blaðamennirnir Gísli Freyr Valdórsson og Andrés Magnússon ræða ástand og horfur í stjórnmálum í sumarbyrjun, en öllum að óvörum brast á snörp deila innan ríkisstjórnarinnar, svo snörp að stjórnarsamstarfið var sagt í hættu. Meira
22. júní 2023 | Í dag | 753 orð | 3 myndir

Það skeður margt á langri leið

Róar Jónsson er fæddur 22. júní 1923 á Vatnsleysu í Viðvíkursveit í Skagafirði. Hann ólst upp á Vatnsleysu og síðan í Garðakoti í Hjaltadal frá 1934. „Þetta var þessi algengi bústofn sem við vorum með, kýr, kindur, hross og hænsni Meira

Íþróttir

22. júní 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Arnór er kominn til Blackburn

Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er genginn til liðs við enska B-deildarfélagið Blackburn Rovers á eins árs samningi en lánsdvöl hans hjá Norrköping í Svíþjóð lauk fyrr í þessum mánuði. Arnór á eitt ár eftir af samningi við CSKA í… Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Diljá komin í topplið í Belgíu

Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers er gengin til liðs við OH Leuven í Belgíu eftir að hafa leikið í hálft annað ár í Svíþjóð, fyrst með Häcken og síðan með Norrköping. Diljá er 21 árs gömul og á fjóra A-landsleiki að baki en hún hefur á þessu tímabili … Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

Fékk fjögurra leikja bann

José Mourinho, knattspyrnustjóri ítalska félagsins Roma, var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann í Evrópumótunum. Mourinho var uppsigað við dómarana, sérstaklega Anthony Taylor, þegar Roma tapaði fyrir Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Búdapest í vor Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 396 orð | 1 mynd

FH komið í toppbaráttu

Verða nýliðar FH eina liðið sem getur elt Val og Breiðablik í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í ár? Eftir fjórða sigur Hafnarfjarðarliðsins í röð í gærkvöldi, 2:1, gegn ÍBV í Kaplakrika, er orðið deginum ljósara að FH verður… Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

FH-konur komnar í toppbaráttu

FH er komið af fullum krafti í toppbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir fjórða sigurinn í röð, 2:1 gegn ÍBV í Kaplakrika í gær. Selfosskonur fengu sín fyrstu stig í fimm leikjum þegar þær lögðu Stjörnuna að velli Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 153 orð

Mögulegir mótherjar í 2. umferð

Í gær var dregið til 2. umferðar í Sambandsdeild og Meistaradeild karla í fótbolta og þar með vita KA, Víkingur og Breiðablik hvað bíður þeirra ef þau komast áfram úr fyrstu leikjum sínum. Ef KA-menn slá út Connah's Quay Nomads frá Wales í fyrstu umferð Sambandsdeildar leika þeir í 2 Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Sautján marka sigur og Serbar næstir

Ísland vann í gær auðveldan sigur á Síle, 35:18, á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða karla í handbolta í Aþenu og tryggði sér með því sæti í sextán liða milliriðlakeppni mótsins. Staðan í hálfleik var 12:6 og íslensku strákarnir bættu við 23 mörkum í síðari hálfleik Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Tvísýn barátta um að halda sér í deildinni

Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum er í hörkubaráttu um áframhaldandi sæti í 2. deild Evrópubikarkeppninnar en annar keppnisdagur af þremur var í Slesíu í Póllandi í gær. Ísland er í 14. sæti af sextán þjóðum með 173 stig, á undan Lúxemborg með 125 stig og Moldóvu sem er með 120 stig Meira
22. júní 2023 | Íþróttir | 1101 orð | 3 myndir

Þurfa að læra hratt

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er með bakið upp við vegg í J-riðli undankeppi EM 2024 eftir töp gegn Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli á dögunum. Ísland er með 3 stig í fimmta sæti riðilsins, 9 stigum minna en topplið Portúgals og 7… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.