Greinar fimmtudaginn 31. ágúst 2023

Fréttir

31. ágúst 2023 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Ali Bongo Ondimba steypt af stóli

Herforingjar rændu í gær völdum í Afríkuríkinu Gabon og hnepptu forseta landsins, Ali Bongo Ondimba, í stofufangelsi. Bongo var nýverið lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga en fjölskylda hans hefur farið með öll völd í landinu um 55 ára skeið Meira
31. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 544 orð | 3 myndir

„Einhver dugnaður hér og kraftur“

Dansarar frá DansKompaníi í Reykjanesbæ verða heiðraðir á bæjarhátíðinni Ljósanótt á laugardag eftir ævintýralega velgengni á heimsmeistaramóti í dansi, World Dance Cup, sem haldið var í Braga í Portúgal í sumar Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

„Illa að veiðimönnum vegið“

Mist Þ. Grönvold mist@mbl.is Lundastofninum fer hrakandi og er þörf á ítarlegum rökstuðningi fyrir sölubanni á lunda til þess að hægt sé að ná fram stuðningi frá sem breiðustum hópi samfélagsins, að mati vinnuhóps Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í samantekt yfir fyrstu skref gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir íslenska lundastofninn sem stofnunin hefur gefið út. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 614 orð | 5 myndir

Brussel – þar sem bragðlaukarnir ráða för – Við hlökkum til að sjá þig um borð!

Ekki láta það orðspor sem fer af Brussel fyrir skrifræði skemma upplifun þína af þessari forvitnilegu borg. Sem helsta vígi Evrópusambandsins er Brussel staðsett í miðju heimsviðburða. Stórkostlegur matur og glæsileg torg setja borgina einnig í flokk áhugaverðustu áfangastaða sem völ er á Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Bæjarlistamenn í Gildrunni í Mosó

Hljómsveitarmeðlimir Gildrunnar hafa verið útnefndir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar árið 2023. Þetta var tilkynnt í lok bæjarhátíðarinnar Í túninu heima um liðna helgi. Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar sér um val á bæjarlistamanni ár hvert og … Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Dregið úr krafti hlaupsins

Vísbendingar eru um að Skaftárhlaupið hafi náð hámarki í gær. Rennsli Skaft­ár við Sveinstind mæld­ist tæp­ir 700 rúmmetrar á sekúndu klukk­an 15 í gær en um 750 rúmmetrar á sekúndu í gærmorgun. Þá staðfestu athuganir gerðar í flugi grunsemdir… Meira
31. ágúst 2023 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Einn versti stormur í sögu Flórída

Fellibylurinn Ídalía tók land við bæinn Keaton Beach í norðvesturhluta Flórída-ríkis í gær og sagði Fellibyljastofnun Bandaríkjanna, NHC, að hámarksvindhraði hans hefði verið um 215 km/klst þegar hann gekk á land Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 397 orð | 4 myndir

Fjórir prestar ráðnir til starfa hjá þjóðkirkjunni

Fjórir prestar hafa nýlega verið ráðnir til starfa hjá þjóðkirkjunni. Greint er frá ráðningu þeirra á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is. Séra Henning Emil Magnússon var ráðinn prestur í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi Meira
31. ágúst 2023 | Erlendar fréttir | 85 orð

Héldu áfram flotaæfingu á Barentshafi

Rússneski norðurflotinn hélt í gær áfram flotaæfingu sinni í Barentshafi, sem hófst á mánudaginn, en hún fól meðal annars í sér að æfð voru eldflaugaskot á hafi úti Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Húsgagnahöllin gaf Landspítalanum 20 La-Z-boy-hægindastóla

Fulltrúar frá Húsgagnahöllinni komu nýverið færandi hendi til Landspítalans með 20 hægindastóla af gerðinni La-Z-boy. Tilefnið var að 40 ár eru liðin frá því að sala þessara stóla hófst hér á landi. Í tilkynningu frá Landspítala segir m.a Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

Húsnæðisstefna til 15 ára lögð fram á þingi í haust

Á haustþingi hyggst Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggja fram nýja húsnæðisstefnu til 15 ára. Það verður þó gert í skugga þess að allt bendir til þess að næstu þrjú árin verði byggt nokkru undir þeim áformum sem sett voru fram í… Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Hvalveiðar leyfðar eður ei?

Fastlega er gert ráð fyrir því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynni ríkisstjórn ákvörðun sína um framhald hvalveiða við Ísland á fundi hennar í dag, fimmtudag, en ríkisstjórnin situr á fundi á Egilsstöðum til að fara yfir mál þingvetrarins Meira
31. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 585 orð | 3 myndir

Íbúðarhús rísi við Hótel Nordica

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fasteignafélögin Eik og Reitir áforma mikla uppbyggingu á lóðum sem félögin eiga sunnan við hótelið Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2. Félögin hafa sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar og hefur skipulagsfulltrúi borgarinnar tekið jákvætt í frumhugmyndir að uppbyggingu. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 1374 orð | 7 myndir

Íslenska kokkalandsliðið ætlar á verðlaunapallinn

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir matreiðslumeistari er þjálfari íslenska kokkalandsliðsins og Klúbbur matreiðslumeistara rekur landsliðið. Snædís er yfirmatreiðslumaður á ION Adventure hóteli í dag og hefur unnið þar í liðlega tvö ár Meira
31. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 529 orð | 2 myndir

Jákvætt fyrir fjármögnun

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investor Services, Moody's, hefur veitt Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina A3, með stöðugum horfum. Einkunnin er sú hæsta meðal íslensku bankanna og endurspeglar sterka eiginfjárstöðu Íslandsbanka og góða og stöðuga arðsemi, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum. Jafnframt veitti Moody's Íslandsbanka A2 langtíma- og P-1 skammtímaeinkunnir fyrir innlán í erlendri og innlendri mynt. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 663 orð | 4 myndir

Kortleggja sjóinn og mæla dýpið

„Í sjónum er víða stórbrotið landslag, eins og við sjáum vel í mælingum okkar og myndum. Þetta allt er mikilvægt að kanna vel og færa á kort, svo sjómenn séu jafnan á öruggum siglingaleiðum,“ segir Andri Leifsson, skipstjóri á sjómælingabátnum Baldri, sem Landhelgisgæslan gerir út Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Kveðjustund á Laugavegi eftir 83 ár

„Það var mikið að gera og salan gekk framar vonum,“ segir Þorgeir Daníelsson, eigandi Vinnufatabúðarinnar við Laugaveg 76. Á þriðjudaginn var síðasti dagur verslunarinnar sem hefur verið rekin þar frá árinu 1940 Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Mestu veiðigjöld síðustu fimm ár

Á fyrstu sex mánuðum ársins greiddu útgerðir landsins 5.641 milljón króna í veiðigjöld, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Það er 67% meira en gjaldið skilaði á fyrri árshelmingi 2022 og þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna ár þar sem … Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 698 orð | 1 mynd

Miklar tafir í umferðinni

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Lítið má út af bregða í umferðinni til að nemendur á öllum skólastigum komi ekki á réttum tíma í skólann enda umferðarþungi mikill vegna byrjunar skóla og framkvæmda sem víða hægja á umferð. Það á ekki síst við um þá sem eru keyrðir í skólann eða keyra þangað sjálfir á bílum sínum en sækja ekki nám í hverfisskólum. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Mun færri nauðganir tilkynntar

Alls voru skráðar 79 tilkynningar um nauðganir á fyrri helmingi þessa árs hjá lögreglu. Það er 36% fækkun frá síðasta ári Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Nýtt hlutverk Víðishússins er óráðið

Skatturinn hefur lokað afgreiðslu sinni á Laugavegi 166 enda hafa staðið yfir flutningar í nýtt húsnæði í Katrínartúni 6. Ríkið er eigandi fasteignarinnar Laugavegar 166. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við húsið Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 1021 orð | 3 myndir

Rannsóknir á ríkmannlegum bæ

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Landnámsbýli með stórum byggingum og skartgripir sem fundist hafa í mold benda til að ríkmannlega hafi fyrr á tíð verið búið á svonefndum Parti í landi Auðkúlu í Arnarfirði. Þar hafa fornleifafræðingar nú í sumar, eins og á hverju ári síðan 2015, unnið að rannsóknum í uppgrefti sem vekur margar nýjar og áhugaverðar spurningar um landnám Íslands. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 193 orð

Samrýmist illa sáttmála

„Það má nú segja að þetta séu mjög metnaðarfullar hugmyndir af hálfu matvælaráðherrans,“ segir Teitur Björn Einarsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið, spurður álits á hugmyndum matvælaráðherra um hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi, uppboði á hluta aflaheimilda o.fl Meira
31. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 250 orð | 4 myndir

Skaflinn í Esjunni nú alveg horfinn

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni var horfinn þegar Morgunblaðið kannaði aðstæður í fyrrakvöld. Komið var að skarðinu klukkan átta um kvöldið og var myndin hér til hliðar tekin nokkrum mínútum síðar, sem og myndin lengst til hægri hér fyrir ofan Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Stofutónleikaröð á Bjarmalandi

Skáldið góðkunna Kristján Einarsson ólst upp á bænum Djúpalæk á Langanesströnd og kenndi sig ætíð við bæinn sinn. Kristjáns var minnst á fallegan hátt á dögunum með tónleikaröð í gamla bænum Bjarmalandi sem stendur við hlið Djúpalækjar Meira
31. ágúst 2023 | Erlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Stærsta árásin á Rússland til þessa

Úkraínumenn gerðu drónaárásir á sex héruð Rússlands sem og Krímskaga í fyrrinótt. Er þetta stærsta árás Úkraínumanna á Rússland sjálft frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Mesta athygli vakti árás Úkraínumanna á flugvöllinn í Pskov, en hann er skammt frá landamærum Rússlands og Eistlands Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Sveitarfélagið Ölfus stofnar orkufélagið Títan

Sveit­ar­fé­lagið Ölfus stofnaði Orku­fé­lagið Tít­an ehf. í gær en Ölfus er á meðal orku­rík­ustu svæða á Íslandi og því horft til að efla orkunýtingu innan sveitarfélagsins, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss og nýs framkvæmdastjóra Títans ehf Meira
31. ágúst 2023 | Fréttaskýringar | 582 orð | 2 myndir

Tekist verður á um landsskipulagsstefnu

Skiptar skoðanir eru um grænbók innviðaráðuneytisins um skipulagsmál miðað við umsagnir sem sendar hafa verið inn en umsagnafrestur rann út á dögunum. Grænbókin var birt í samráðsgátt stjórnvalda í júlí en innviðaráðherra hyggst á komandi haustþingi … Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Tímalaus tískuflík

Algengt er að sjá erlenda gesti okkar spóka sig um landið um þessar mundir í gömlu góðu íslensku lopapeysunni eins og þessir ónefndu ferðamenn gerðu sem urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í höfuðstaðnum á dögunum Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir

Tímamót hjá Bubba og Röggu Gísla

Bubbi Morthens og Ragga Gísla spila og syngja á Verbúðarballi Gróttu í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 9. september. Þau hafa oft skemmt gestum á sama viðburði og koma meðal annars fram á Októberfest SHÍ í Vatnsmýrinni 7 Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Tunglferð ódýrari en borgarlínan

Ríkisstjórnarflokkunum hefur mistekist að finna samnefnara til þess að binda ríkisstjórnarsamstarfið saman að nýju eftir heitt pólitískt sumar. Þess í stað leggja flokkarnir áherslu á þau mál sem mestur ágreiningur er um, sem varla gefur góða von um framhaldið Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Umferðin eykst á höfuðborgarsvæðinu

Umferð á höfuðborgarsvæðinu vex stöðugt. Í ágúst jókst hún um 0,9% mili ára en 6,4% ef horft er aftur til 2021. Þetta sýna nýjar niðurstöður umferðarmælingar Vegagerðarinnar á þremur lykil­stöðum. Aðeins einn árekstur þarf til að valda miklum töfum á álagstímum á stofnbrautum Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Umfjöllun um 15 af 17 svæðum lokið

Óbyggðanefnd samþykkti í gær að hlutar af níu þeirra svæða í Ísafjarðarsýslum, sem íslenska ríkið gerði kröfu til, væru þjóðlendur. Öðrum kröfum ríkisins var hafnað. Þau svæði sem eru þjóðlendur eru: Hestfjarðaralmenningur, Skötufjarðaralmenningur,… Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Unnið að undirbúningi sjóbaða

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi í vikunni að heimila vinnu við deiliskipulag í landi Þórustaða í Önundarfirði en áform eru um að bjóða þar upp á sjóböð. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði þetta til ásamt því að heimila samhliða breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 462 orð | 3 myndir

Uppfyllir markmið um sjálfbærar veiðar

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Ég lít þannig á að allt pólitískt samráð sé eftir og fyrir mitt leyti set ég alla fyrirvara við hugmyndir um grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem ekki samrýmast því sem fram kemur í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna,“ segir Teitur Björn Einarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem sæti á í atvinnuveganefnd Alþingis. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 791 orð | 2 myndir

Þurfum við allan þennan hraða?

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er eðlilegt næsta stökk í fjarskiptasögu þjóðarinnar,“ segir Guðmundur Jóhannsson samskiptafulltrúi Símans og tækniáhugamaður. Á dögunum var tilkynnt að Míla hygðist uppfæra ljósleiðarakerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu. Uppfærslan á að skila allt að tífalt meiri hraða. Í dag eru ljósleiðaratengingar bæði Mílu og Ljósleiðarans 1 Gbit/s en breytingin á að skila allt að 10 Gbit/s til heimila. Augljóst er að um risastórt stökk er að ræða þegar kemur að nettengingum heimila. Guðmundur segir þó að erfitt sé að segja til um hvort þörfin sé til staðar. Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Þörungasláttur í Vatnsfirðinum

Stórir sláttuprammar frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum hafa að undanförnu gjarnan sést í flæðarmálinu í Vatnsfirði á Barðaströnd. Einmitt á þær slóðir og nærliggjandi svæði sækja sláttumenn verksmiðjunnar helst hráefni nú í sumar; það er klórþangið sem vex á klöppum og skerjum upp við fjörur Meira
31. ágúst 2023 | Innlendar fréttir | 533 orð | 1 mynd

Örninn sýndur við Hjörleifshöfða

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú er tryggt að víkingabáturinn Örninn fær framhaldslíf. Báturinn verður fluttur að Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi, þar sem hann verður til sýnis. Meira

Ritstjórnargreinar

31. ágúst 2023 | Staksteinar | 202 orð | 2 myndir

Borgarlína ­langsokkur

Fjármálaráðherra talaði tæpitungulaust og sagði að fjármál höfuðborgarinnar „væru í rusli“. Því miður er það hverju orði sannara. Meira
31. ágúst 2023 | Leiðarar | 270 orð

Börnin á götum borgarinnar

Gaslýsingu borgarstjóra þarf að linna Meira
31. ágúst 2023 | Leiðarar | 316 orð

Enginn sáttahugur í matvælaráðherra

Vondar hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi Meira

Menning

31. ágúst 2023 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Af ástum samlyndra hjóna

Stundum þegar undirrituð flakkar á milli sjónvarpsstöðva dettur hún inn í þætti sem nefnast Gift við fyrstu sýn. Slíkir raunveruleikaþættir hafa verið sérstaklega vinsælir í Bandaríkjunum þar sem framleiddir hafa verið fjölmargar seríur sem framleiðendur í öðrum löndum, t.d Meira
31. ágúst 2023 | Tónlist | 1092 orð | 3 myndir

Af sálmum og sálumessu

Harpa Mozart Requiem – Chichester-sálmar Bernsteins ★★★★½ Tónlist: Leonard Bernstein (Chichester-sálmarnir) og Wolfgang Amadeus Mozart (Sálumessa). Hljómsveitarstjóri: Bjarni Frímann Bjarnason. Einsöngvarar: Jóhannes Jökull Zimsen (drengjasópran), Álfheiður Erla Guðmundsdóttir (sópran), Sigríður Ósk Kristjánsdóttir (messósópran), Benedikt Kristjánsson (tenór) og Oddur Arnþór Jónsson (barítón). Mótettukórinn og kammersveitin Elja. Tónleikar í Eldborg Hörpu 27. ágúst 2023. Meira
31. ágúst 2023 | Bókmenntir | 734 orð | 3 myndir

Allt hefur skugga af einhverju tagi

Skáldsaga Hlébarði í kjallaranum ★★★★· Eftir Amos Oz. Árni Óskarsson íslenskaði. Ugla, 2023. Kilja, 196 bls. Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 336 orð | 1 mynd

Á heimsmælikvarða

„Það seldist upp það hratt á þessa tónleika að við höfðum samband við okkar afmælisgesti frá Bretlandi og það voru allir til í að bæta við aukatónleikum,“ segir Eyþór Arnalds sem ásamt félögum sínum í Todmobile fagnar 35 ára afmæli… Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Framandi tónlist í Hannesarholti

Olivier Manoury, Hilmar Jensson og Nicolas Moreaux koma fram á tónleikum í Hannesarholti annað kvöld kl. 20. „Á tónleikunum verða flutt verk sem eru flest sjaldheyrð á djasstónleikum en um leið er djassinn tónmálið sem tónlistarmennirnir þrír nota til að spila af fingrum fram Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Fyrst í 100 milljónir spilana á mánuði

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift er fyrsta konan til þess að ná 100 ­milljónum spilana á einum mánuði á streymis­veitunni Spotify. Þetta hefur BBC eftir Spotify. Swift er líka fyrsta konan til þess að ná fjórum plötum inn á bandaríska… Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 1974 orð | 2 myndir

Leikhúsveisla í vændum

„Leikárið samanstendur af metnaðarfullum verkum þar sem tekist er á við fjölbreytileika lífsins og ýmsar áskoranir nútímans. Við setjum fókus á umhverfismálin, stríðsrekstur og samskiptin í nánum samböndum, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir … Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Ljóð, horfin hús og djass á bókasafninu

Fjölbreytt dagskrá verður í boði á Bókasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt í ár. Í dag kl. 17 verður ljóðagjörningur þar sem Eyrún Ósk Jónsdóttir flytur ljóð úr ljóðabók sinni Í svartnættinu miðju skín ljós við trommuundirleik Akeems Richards sem spilar á afrískar trommur Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Lofa að fjalla varlega um dauða Díönu

Suzanne Mackie, framleiðslustjóri sjónvarpsþáttanna The Crown, hefur látið hafa eftir sér að dauði Díönu prinsessu verði útfærður með „smekklegum“ hætti í næstu seríu, sem er sú sjötta og jafnframt síðasta Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Marentza Poulsen með leiðsögn á Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20

Á sýningunni Myndlistin okkar, sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum á Menningarnótt, er kubbur þar sem settar verða upp smásýningar undir heitinu Myndlistin þeirra. Þar býður safnið samstarfsaðilum sínum og fastagestum gegnum árin að velja saman verk úr safneign eftir eigin höfði Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Ólafur Kjartan vinnur með Þorleifi

Óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur hlutverk Kurwenals í óperunni Tristan og Ísold á Bayreuth-hátíðinni í Þýskalandi á næsta ári, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Rannsókn á söngvara Rammstein hætt

Rannsókn á ásökunum í garð Tills Lindemanns, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, þess efnis að hann hafi beitt konur kynferðisofbeldi, hefur verið hætt. Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir talsmanni saksóknara í Þýskalandi Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 514 orð | 4 myndir

RIFF setur fókus á Frakkland

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður sett í 20. sinn við hátíðlega athöfn í Háskólabíói 28. september og stendur til 8. október. Sú hefð hefur myndast að á hverri hátíð er einu landi gefinn sérstakur gaumur og í ár er það Frakkland sem verður í fókus Meira
31. ágúst 2023 | Fólk í fréttum | 1579 orð | 5 myndir

Sagði upp starfinu og elti drauminn með vinkonu

„Ég byrjaði ung að stunda fimleika og fór svo 18 ára yfir í dansinn og útskrifaðist af nútímadansbraut frá Listdansskóla Íslands. Í dansinum kynntist ég Pilates og heillaðist gjörsamlega af þessari tegund líkamsræktar Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 946 orð | 3 myndir

Sneið af lífinu

„Þetta voru einhvers konar örlög sem voru að bíða eftir því að gerast,“ segir Ninna Pálmadóttir leikstjóri um fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Tilverur, sem nýlega var valin til heimsfrumsýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, TIFF, í september Meira
31. ágúst 2023 | Fólk í fréttum | 490 orð | 4 myndir

Spenntur fyrir framhaldinu

Tónlistarmaðurinn Arnar Jónsson, oft kenndur við strákasveitina Luxor, var á línunni í þættinum Skemmtilegri leiðin heim í vikunni þar sem hann ræddi við þau Ásgeir Pál og Regínu Ósk um dvölina í Hollywood Meira
31. ágúst 2023 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Sýningaropnun og spjall í Reykjanesbæ

Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Byggðasafni Reykjanesbæjar og Listasafni Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum í dag kl. 18. Ýmsir fleiri menningarviðburðir verða í boði á næstu dögum í tengslum við Ljósanótt Meira

Umræðan

31. ágúst 2023 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Endurskoðun samgöngusáttmálans

Ótækt er að skattgreiðendur séu látnir fjármagna slíkt verkefni þegar allar forsendur varðandi ávinning, fjárfestingu og rekstur eru svo veikar. Meira
31. ágúst 2023 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Grunnstefna jafnaðarmanna

Skiptar skoðanir eru um málefni sem teljast mikilvægust í nútímanum. Grundvallarþættir í samfélögum þurfa að vera til staðar en skiptar skoðanir virðast vera um forgangsröðun. Ein frumþarfanna er að hafa húsaskjól og að því verða stjórnvöld að huga öllum stundum Meira
31. ágúst 2023 | Aðsent efni | 381 orð | 1 mynd

Ójafn leikur í samkeppni við innflutning

Hækka þarf tafarlaust tolla á innflutt lambakjöt til þess að verja íslenska bændur sem eru að berjast fyrir tilvist sinni á markaðnum. Meira
31. ágúst 2023 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Réttlátari húsnæðismarkaður

Fátt er mikilvægara fyrir íslenskt samfélag en það að skapa forsendur fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Meira
31. ágúst 2023 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

Sambærileg gjöld og annars staðar á Norðurlöndunum

Það er ánægjulegt að sjá að kostnaður vegna fjármálaþjónustu hafi lækkað að raunvirði um 15% til 17% frá árinu 2018. Meira
31. ágúst 2023 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Þegar rangt er gefið

Því erum við ekki öll í sömu sveit? Meira
31. ágúst 2023 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Ærandi þögn umhverfissinna

Skiptir e.t.v. máli hvaða stjórnmálaflokkar það eru sem ganga á óspillta náttúru? Meira

Minningargreinar

31. ágúst 2023 | Minningargreinar | 338 orð | 1 mynd

Aðalbjörg Hafsteinsdóttir

Aðalbjörg Hafsteinsdóttir fæddist 11. janúar 1959. Hún lést 8. ágúst 2023. Útför Aðalbjargar fór fram 21. ágúst 2023. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2023 | Minningargreinar | 2593 orð | 1 mynd

Elísabet Guðný Kristjánsdóttir

Elísabet Guðný Kristjánsdóttir, Bettý, fæddist á Ísafirði 22. október 1928. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. ágúst 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Finnbjörnsdóttir söngkona og húsmóðir og Kristján Tryggvason klæðskeri og kaupmaður í Hafnarstræti 6 á Ísafirði Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2023 | Minningargreinar | 2142 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Vilhjálmsson

Gunnar Örn Vilhjálmsson fæddist 23. febrúar 1960 í Kópavogi. Hann lést 19. ágúst 2023 á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Foreldrar hans eru Þórhildur Harpa Jónsdóttir, f. 11. júlí 1936, og Vilhjálmur Kristinn Hjartarson, f Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2023 | Minningargreinar | 930 orð | 1 mynd

Karólína Sveinsdóttir

Karólína Sveinsdóttir fæddist í Brautarholti í Haganesvík í Fljótum 15. desember 1946. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 18. ágúst 2023. Foreldrar hennar voru bændurnir Lilja Kristjánsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2023 | Minningargreinar | 4084 orð | 1 mynd

Sigurveig Haraldsdóttir

Sigurveig Haraldsdóttir fæddist á Tjörnum Vestur-Eyjafjallahreppi 5. apríl 1934. Hún lést á Landakotspítala 14. ágúst 2023. Foreldrar hennar voru Haraldur Jónsson bóndi, f. 4.9. 1893, d. 23.4. 1974, og Járngerður Jónsdóttir húsfreyja, f Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2023 | Minningargreinar | 315 orð | 1 mynd

Úlfar Þór B. Aspar

Úlfar Þór B. Aspar fæddist 21. janúar 1966. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. ágúst 2023. Foreldrar hans voru Sif Þórarinsdóttir og Birgir Aspar. Systkini: Ómar B. Aspar, Rósa Al-jiboori og Grímur Aspar Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

31. ágúst 2023 | Sjávarútvegur | 544 orð | 1 mynd

Ekkert skráð um fjölda strokulaxa

Á undanförnum fimm árum hefur verið tilkynnt um átta tilvik þar sem uppgötvaðist gat á sjókvíum sem notaðar eru undir laxeldi á Vestfjörðum. Í öllum tilvikum hefur Matvælastofnun skráð að óþekktur fjöldi fiska hafi strokið úr kvíunum Meira
31. ágúst 2023 | Sjávarútvegur | 249 orð | 1 mynd

Yfir 160 manns ræða þörunga

Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um rækt og vinnslu þörunga sem haldin hefur verið á Íslandi var sett í Hörpu í Reykjavík í gær. Fer hún fram undir nafninu Arctic Algae og segja skipuleggjendur mikinn áhuga á greininni en uppselt er á ráðstefnuna Meira

Viðskipti

31. ágúst 2023 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Kaupir í Coloplast fyrir 670 m.kr.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis, mun fjárfesta í danska lækningavörufyrirtækinu Coloplast fyrir um 670 milljónir króna í hlutafjárútboði félagsins sem fer nú fram. Coloplast, sem fyrr í sumar festi kaup á Kerecis á um… Meira
31. ágúst 2023 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Segir samkomulagið vera trúnaðarmál

Samkomulag hefur náðst á milli Sýnar annars vegar og 365 hf., Ingibjargar Pálmadóttur og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hins vegar, um að ljúka ágreiningi aðila með sátt og niðurfellingu dómsmáls. Sýn höfðaði mál gegn 365, Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri,… Meira
31. ágúst 2023 | Viðskiptafréttir | 120 orð | 1 mynd

Spáin á villigötum vegna útsöluloka

Greining Íslandsbanka spáði því að ársverðbólga myndi hjaðna úr 7,6% í 7,2% í ágúst, en ekki rættist betur úr spá bankans en svo að ársverðbólga hækkaði í 7,7% samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands sem birt var í gær Meira

Daglegt líf

31. ágúst 2023 | Daglegt líf | 324 orð | 3 myndir

Börnunum fjölgar í bænum

Fagnað var á Hvolsvelli í síðustu viku þegar Aldan, nýr leikskóli þar í bæ, var opnaður. Skólahúsið er um 1.600 fermetrar og er miðsvæðis í byggðarlaginu. Deildir skólans eru alls átta og hægt verður að taka inn alls 140 börn Meira
31. ágúst 2023 | Daglegt líf | 144 orð | 1 mynd

Ferð um Húnaþing á slóðum Maurers

Ferðafélag Íslands stendur næstkomandi laugardag fyrir leiðangri um Húnavatnssýslur þar sem farið verður í fótspor Íslandsvinarins Konrads Maurers. Sá fór árið 1858 víða um landið og ritaði í kjölfarið viðamikla og nákvæma lýsingu á ferðum sínum og staðháttum öllum Meira

Fastir þættir

31. ágúst 2023 | Í dag | 832 orð | 2 myndir

Afreksmaður og doktor í íþróttum

Sigurbjörn Árni Arngrímsson fæddist 31. ágúst 1973 á sjúkrahúsinu á Húsavík en ólst upp í Mývatnssveit. „Ég var með lögheimili í Skútustaðaskóla fram til 1997 sem er um 400 m frá Álftagerði þar sem amma og afi bjuggu með bú og pabbi og mamma… Meira
31. ágúst 2023 | Í dag | 61 orð

Brotni oddurinn af nál eða spjóti tapa þau notagildi sínu. Hins vegar…

Brotni oddurinn af nál eða spjóti tapa þau notagildi sínu. Hins vegar telst jákvætt og hrein dyggð brjóta odd af oflæti sínu Meira
31. ágúst 2023 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Brutu þátttakendur niður

Fyrrverandi framleiðandi þáttanna The Bachelor, Michael Carroll, sagði í viðtali í þáttunum Dark Side of the 2000's að það hefði verið ásetningur allra sem komu að þáttunum að brjóta stúlkurnar andlega niður sem kepptu um piparsveininn til að… Meira
31. ágúst 2023 | Í dag | 178 orð

Enginn kynjahalli. A-Enginn

Norður ♠ Á843 ♥ 10 ♦ ÁG53 ♣ KG95 Vestur ♠ 976 ♥ D4 ♦ 1084 ♣ 108743 Austur ♠ KG102 ♥ 83 ♦ KD76 ♣ ÁD2 Suður ♠ D5 ♥ ÁKG97652 ♦ 92 ♣ 6 Suður spilar 4♥ Meira
31. ágúst 2023 | Í dag | 388 orð

Gömul stærðfræðiþraut

Ingólfi Ómari Ármannssyni datt í hug að gauka eins og þrem vísum að mér: Það er farið að skyggja og haustið er á næsta leiti. Sveipast bráin himinhá húmsins bláu tjöldum. Merlar gljái mánans á myrkum sjávaröldum Meira
31. ágúst 2023 | Í dag | 35 orð | 1 mynd

Höfn í Hornafirði Heiðveig Halldóra Einarsdóttir fæddist 20. október 2022…

Höfn í Hornafirði Heiðveig Halldóra Einarsdóttir fæddist 20. október 2022 kl. 13.48 á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík. Hún vó 2.564 g og var 46 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórhildur Einarsdóttir og Einar Jóhann Sigurðsson. Meira
31. ágúst 2023 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. c4 c6 12. a3 Bb7 13. Rc3 exd4 14. Rxd4 Re5 15. cxb5 axb5 16. Bg5 h6 17. Bh4 Re8 18. Bg3 Db6 19 Meira
31. ágúst 2023 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Þórhildur Einarsdóttir

40 ára Þórhildur er fædd og uppalin á Höfn í Hornafirði. Hún er hárgreiðslukona að mennt og vinnur á leikskólanum Sjónarhóli. Áhugamálin eru matur, fjölskyldan og útivist. Hún er einnig frístundabóndi og er með fjárhús úti á Ægissíðu við Höfn Meira

Íþróttir

31. ágúst 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Einn nýliði í landsliðshópnum

Orri Steinn Óskarsson er eini nýliðinn í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Lúxemborg og Bosníu í J-riðli undankeppni EM 2024 í september. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg hinn 8 Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Jón Axel frá Pesaro til Alicante

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, samdi í gær við spænska félagið Alicante, sem leikur í B-deildinni þar í landi. Hann kemur til félagsins frá Pesaro á Ítalíu, þar sem hann skoraði fimm stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

KA-menn geta enn endað í efri hlutanum

KA gerði afar góða ferð í Kaplakrikann í gær og vann 3:0-útisigur á FH í Bestu deild karla í fótbolta. Var leikurinn hluti af 14 Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 812 orð | 2 myndir

Látum ekki mikilvægið heltaka allt

„Það hefur verið mjög auðvelt. Við höfum ekki gefið Víkingum eða þessum leik mikinn gaum eftir að honum lauk. Ég held að það séu aðallega fjölmiðlar sem eru uppteknir af því, frekar en við,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari… Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

María samdi við Brighton

Hin hálf­ís­lenska María Þóris­dótt­ir hefur skipt úr Manchester United og í Brighton, en bæði lið leika í ensku úrvalsdeildinni. María hefur leikið á Englandi frá árinu 2017, fyrst með Chelsea og síðan Manchester United frá árinu 2021 Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 836 orð | 2 myndir

Við erum á réttri leið

Orri Steinn Óskarsson er eini nýliðinn í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Lúxemborg og Bosníu í J-riðli undankeppni EM 2024 í september Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Willum framlengdi í Hollandi

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson framlengdi í gær samning sinn við hollenska knattspyrnufélagið Go Ahead Eagles til ársins 2026. Willum gekk í raðir félagsins fyrir síðustu leiktíð frá Bate Borisov í Hvíta-Rússlandi og skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili með liðinu Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

Það hafa verið ansi skiptar skoðanir á uppátæki karlaliðs Breiðabliks á…

Það hafa verið ansi skiptar skoðanir á uppátæki karlaliðs Breiðabliks á sunnudaginn síðasta þegar liðið ákvað að nýta sér ekki búningsaðstöðuna í Víkinni fyrir stórleik Víkings úr Reykjavík og Breiðabliks í 21 Meira
31. ágúst 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Þórir hafnaði norska félaginu

Landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason hafnaði samningstilboði norska knattspyrnufélagsins Haugesund, þar sem hann vill vera áfram á Ítalíu. Þórir er leikmaður Lecce, sem leikur í efstu deild þar í landi Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.