Greinar miðvikudaginn 3. janúar 2024

Fréttir

3. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Á elleftu stundu á Haneda

Mesta mildi þykir að öllum farþegum og áhöfn Airbus A380-flugvélar Japan Airlines var bjargað úr vélinni áður en hún varð alelda á Haneda-flugvellinum í Tókýó, einum stærsta flugvelli Japans, í gær í kjölfar árekstrar við flugvél japönsku… Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

„Eigum eftir að sjá góðan vilja raungerast“

Kjaraviðræður halda áfram hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) og breiðfylkingu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðinum sem funda með ríkissáttasemjara í Karphúsinu klukkan 10 í dag. Sigríður Margrét Oddsdóttir formaður SA segir ákall sem stjórn SA… Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Bjargvætturinn á Old Trafford?

Stuðningsfólk enska knattspyrnufélagsins Manchester United vonast til þess að Jim Ratcliffe, stærsti landeigandi á Íslandi og annar ríkasti maður Bretlandseyja, snúi við gengi þess en hann er í þann veginn að ganga frá kaupum á 25 prósenta hlut í félaginu Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Borgin auglýsir lóðir á nýjan leik

Reykjavíkurborg hefur auglýst á ný lóðina Krókháls 20-22 eftir að hún seldist ekki á föstu verði. Lóðin var auglýst til sölu 14. nóvember 2022 en var tekin úr sölu eftir að engin tilboð bárust. Borgin bauð hana á föstu verði sem var 414,6 milljónir króna án gatnagerðargjalda Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Borgin setur lóðir aftur í sölu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir tillögum um notkun lóðarinnar Krókháls 20-22. Lóðin var auglýst til sölu 14. nóvember 2022 en var tekin úr sölu eftir að engin tilboð bárust. Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Bygging hefst þar sem hættan er mest

Byggingarvinna í tengslum við varnargarð norðan Grindavíkur er hafin. Í heild sinni verður garðurinn tveir kílómetrar að lengd en fyrsti kaflinn er talinn munu taka um þrjár vikur í byggingu. Bygging á varnargarði við Svartsengi er nú á lokametrunum Meira
3. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Felldur í drónaárás Ísraelshers í gær

Meðal sexmenninga sem féllu í drónaárás Ísraelshers í líbönsku höfuðborginni Beirút í gær var Saleh-al-Aruri, næstinnsti koppur í búri Hamas-hryðjuverkasamtakanna. Frá þessu greindu talsmenn samtakanna í gær auk heimildarmanna AFP-fréttastofunnar Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Frá Austurríki og Sviss í Hörpu

Oddur Arnþór Jónsson barítón og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran verða einsöngvarar á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. til 6. janúar. Á efnisskrá eru óperettutónlist, valsar og polkar undir stjórn Mirians Khukhunaishvilis Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Huga þarf að fyrirkomulagi orkuviðskipta framtíðar

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Hættustigi aflýst á Seyðisfirði í gær

Veðurstofan aflýsti hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði klukkan 19 í gær. Samtímis var rýmingum á Seyðisfirði aflétt og lokunum á Hafnargötu einnig. Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Austurlandi er þó enn í gildi Meira
3. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 597 orð | 2 myndir

Íranir og Hútar ógna heimsviðskiptum

Danska skipafélagið Mærsk, eitt stæsta flutningafyrirtæki heims, tilkynnti í gær að það hefði hætt öllum siglingum um Rauðahafið að sinni, í annað skipti á liðlega tveimur vikum. Það þýðir að þau munu ekki stytta sér leið milli Indlandshafs og… Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Janúarútsölur hafnar í verslunum

Janúarútsölur margra stórverslana landsins hófust við góðar undirtektir þjóðarinnar í gær. Fjölmargir lögðu leið sína í Kringluna þar sem mátti sjá útsölumerkingar í flestum verslunargluggum og fjöldann allan af fólki á rangli um ganga verslunarmiðstöðvarinnar í leit að góðum tilboðum Meira
3. janúar 2024 | Fréttaskýringar | 779 orð | 3 myndir

Kynna nágrönnum breytingar

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgaryfirvöld hafa samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn bandaríska sendiráðsins vegna breytinga á einbýlishúsinu Sólvallagötu 14. Sendiráðið festi kaup á húsinu árið 2020. Áformað er að þarna verði heimili bandaríska sendiherrans. Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Litlu mátti muna að krani félli á bíl

Járnvirki hrundi af vörubíl á aðrein við Hringbraut í Reykjavík skömmu eftir klukkan 14 í gær. Sjónarvottur segir litlu hafa munað að hlassið félli á bíl sem ók þar hjá. Lokað var fyrir umferð í vesturátt meðan á aðgerðum viðbragðsaðila stóð og myndaðist löng bílaröð á Miklubraut af þeim sökum Meira
3. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Má birta 200 nöfn tengd Epstein

Dómstóll í New York hefur nú öðlast réttmæta heimild til að birta tæplega 200 nöfn tengd mansalshring auðkýfingsins og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epsteins heitins og lagskonu hans Ghislaine Maxwell Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Mikil verslun fyrir áramótaveislur

Mikil örtöð myndaðist víða á höfuðborgarsvæðinu á laugardaginn fyrir gamlársdag þegar fólk var að versla í matinn fyrir áramótin og voru bílastæði við stærstu verslanakeðjurnar pakkfull. „Já, það var frábær stemning hjá okkur og mikið að gera,“… Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 79 orð

Nauðgaði konu sinni ítrekað

Karl­maður hef­ur verið ákærður fyr­ir stór­felld brot í nánu sam­bandi gegn fv. sam­býl­is­konu sinni og barn­s­móður. Er hon­um gefið að sök að hafa ít­rekað nauðgað henni auk sta­f­ræns og and­legs of­beld­is Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 1034 orð | 2 myndir

Nú tekur nýr kafli við hjá mér

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Nú tekur nýr kafli við hjá mér og öðrum. Enn er óljóst hvað nákvæmlega tekur við hjá mér þegar forsetastörfum lýkur. Ég býst þó við að snúa aftur til fræða- og rannsóknastarfa í sagnfræðinni og hlakka til þess. Vel má vera að eitthvað annað muni líka heilla hugann en við sjáum bara hvað setur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands. Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 154 orð

Rafskaut, bílar, föt og snjallsímar

Innflutningur á rafskautum til álframleiðslu vegur þyngst í vaxandi innflutningi frá Kína til Íslands síðustu tvö árin (sjá efra grafið). Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan tók saman fyrir Morgunblaðið Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ruslið flæðir úr gámum eftir hátíðisdagana

Starfsmenn garðyrkjudeildar Reykjavíkurborgar hreinsuðu upp flugeldarusl á Klambratúni í gær. Víðs vegar má nú sjá leifar eftir að landsmenn kvöddu síðasta ár og tóku á móti því nýja. Þær leifar eiga að skila sér í sérstaka gáma á endurvinnslustöðvum Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 43 orð

Sveinn lést 25. janúar 1952

Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær um þjóðhöfðingja Íslands, að Sveinn Björnsson hefði látist í embætti forseta í febrúar 1952. Hið rétta er að hann lést 25. janúar og opinber útför hans fór fram 2 Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 320 orð

Telja horfur á mörkuðum vera jákvæðar

Horfur á innlendum mörkuðum fyrir árið 2024 eru nokkuð jákvæðar að sögn greinenda sem ViðskiptaMogginn ræddi við. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður framan af ári var verðþróunin jákvæð hjá nokkrum fyrirtækjum Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Telja Katrínu líklegasta í forsetakjör

Sú staðreynd að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ekki aftekið í viðbrögðum sínum að hún kunni að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, sem kosið verður um 1. júní næstkomandi, gefur til kynna að hún sé hugmyndinni ekki afhuga Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Tónleikar Unu Torfa í Bæjarbíói

Söngvaskáldið Una Torfa heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudagskvöld, 5. janúar, og laugardagskvöld, 6. janúar. Hefjast hvorir tveggja tónleikarnir klukkan 20. „Una semur og spilar ljúfsár lög á íslensku um ástina og lífið og gaf hún út sína fyrstu plötu í júní árið 2022 Meira
3. janúar 2024 | Erlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Tvær drottningar í Danaveldi

Danska þjóðin er með böggum hildar eftir að hin ástsæla drottning þjóðarinnar, Margrét Þórhildur, tilkynnti í nýársávarpi sínu að hún hygðist afsala sér völdum og eftirláta Friðriki krónprinsi syni sínum hásæti sitt Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Tæpar sex milljónir króna í Dettifossi

Danska lögreglan hefur fellt niður mál er lýtur að reiðufé sem fannst um borð í Dettifossi, flutningaskipi Eimskips. Að sögn lögreglunnar er um að ræða tæpar sex milljónir íslenskra króna. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu 8 Meira
3. janúar 2024 | Innlendar fréttir | 159 orð

Vilja lengra varðhald yfir byssumanni

Gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna skotárásarinnar í Úlfarsárdal í byrjun janúar rennur út í dag og að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, er gert ráð fyrir því að gerð verði krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum Meira

Ritstjórnargreinar

3. janúar 2024 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Blóðbað í boði Boko Haram

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um Nígeríu, sem er „fjölmennasta ríki Afríku og einnig fjölmennasta þjóð heims þar sem kristnir og múslimar deila þjóðerni. Um leið er Nígería hættulegasta land í heimi fyrir kristna menn. Talið er að ríflega 60 þúsund menn hafi verið drepnir í Nígeríu, flestir kristnir, það sem af er þessari öld en í heild hafi um 75 þúsund manns verið drepnir síðan ofsóknirnar hófust. Um tvær milljónir manna hafa neyðst til að flýja átökin. Meira
3. janúar 2024 | Leiðarar | 679 orð

Forseti boðar forsetakjör

Vanda þarf valið á nýjum forseta Meira

Menning

3. janúar 2024 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Breski leikarinn Tom Wilkinson látinn

Breski leikarinn Tom Wilkinson, sem einna þekktastur er fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við Með fullri reisn (The Full Monty), Shakespeare In Love og The Best Exotic Marigold Hotel, er látinn 75 ára að aldri Meira
3. janúar 2024 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Hver er versta jólamyndin?

Hvað gerir jólamynd góða og hvað gerir hana lélega? Þegar spurt er um þær góðu, þær sem koma manni í jólaskap, er listinn minn frekar stuttur en þegar kemur að þeim lélegu er annað uppi á teningnum og af mörgum að taka Meira
3. janúar 2024 | Menningarlíf | 798 orð | 2 myndir

Konsúlar á köldum klaka

Út er komin skáldsagan Löngu horfin spor eftir Guðjón Jensson bókfræðing, leiðsögumann og rithöfund. Skrudda gefur út. Sögusvið bókarinnar er Reykjavík á fjórða áratug síðustu aldar þegar uppgangur nasista er farinn að valda titringi um alla Evrópu Meira
3. janúar 2024 | Menningarlíf | 550 orð | 5 myndir

Myndlistarsýningar ársins – Tröllatrú á tækninni – Ára og endurómur – F

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins, einkasýning í Listasafni Íslands. „Meginverk sýningarinnar er ný útgáfa af myndheimi Ugh og Bõögár, verkefni sem Egill hóf vinnu við árið 2008 og birtist í nýrri útgáfu á núverandi sýningu Meira
3. janúar 2024 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Taylor Swift slær met rokkkóngsins

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur nú slegið nýtt met og er í dag sá sólólistamaður sem náð hefur að verma toppsæti bandaríska Billboard-plötulistans lengst eða samtals í 68 vikur. Greinir The Guardian frá að þar með hafi hin 34 ára gamla söngkona… Meira

Umræðan

3. janúar 2024 | Aðsent efni | 757 orð | 4 myndir

Borgarlínan – veljum fljótvirkustu og hagkvæmustu lausn

Samtökin Samgöngur fyrir alla hafa lagt til nýjan valkost, BRT-Lite, með a.m.k. 10 mín. tíðni á álagstíma og 15 mín. tíðni utan álagstíma á daginn. Meira
3. janúar 2024 | Pistlar | 481 orð | 1 mynd

Engar áhyggjur, ég er frá ríkinu

Góðan dag, ég er frá stjórnvöldum og er kominn til að hjálpa.“ Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Ronald Reagan, þá forseti Bandaríkjanna, sagði að þetta væru ekki endilega þau orð sem kjósendur þyrftu að heyra Meira
3. janúar 2024 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Grunnur betri lífskjara

Vextir og verðbólga skipta miklu en það vill oft gleymast að lífskjörin ráðast einnig af því hvernig til tekst við alla stjórnsýslu hins opinbera. Meira
3. janúar 2024 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Löngu horfin spor

Þessi skjöl hafa mörg hver verið endurgerð með aðstoð tölvutækninnar. Meira
3. janúar 2024 | Aðsent efni | 567 orð | 1 mynd

Ríkið tekur til sín tekjur sveitarfélaga af grænni orkuframleiðslu!

Ríkisvaldið fær alla tekjustofna sína greidda upp í topp frá orkufyrirtækjunum en þau þurfa ekki að greiða fasteignaskatta til sveitarfélaganna! Meira

Minningargreinar

3. janúar 2024 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

Ásdís Guðný Ragnarsdóttir

Ásdís Guðný Ragnarsdóttir fæddist 1. febrúar 1945. Hún lést 13. desember 2023. Útför fór fram 22. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 4768 orð | 1 mynd

Bjarni Hákonarson

Bjarni Hákonarson fæddist á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 30. apríl 1959. Hann lést 21. desember 2023. Foreldrar hans eru Sigurlaug Bjarnadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 304 orð | 1 mynd

Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson fæddist 17. nóvember 1944. Hann lést 12. desember 2023. Útför Guðmundar fór fram 22. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 4213 orð | 1 mynd

Ingibjörg Pála Jónsdóttir

Ingibjörg Pála Jónsdóttir fæddist á Hofsósi 24. maí 1926. Hún lést í Reykjavík 15. desember 2023. Foreldrar hennar voru Ragnhildur Pálsdóttir Leví… Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1630 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingibjörg Pála Jónsdóttir

Ingibjörg Pála Jónsdóttir fæddist á Hofsósi 24. maí 1926. Hún lést í Reykjavík 15. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1356 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingimundur Eymundsson

Ingimundur Eymundsson (Ingi) fæddist 24. ágúst 1935 á Vatneyri við Patreksfjörð. Hann lést í faðmi barna sinna í Reykjavík 20. desember 2023.Foreldrar hans voru Margrét Jóhannsdóttir, f. 12.3. 1905, d. 30.5. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 2601 orð | 1 mynd

Ingimundur Eymundsson

Ingimundur Eymundsson (Ingi) fæddist 24. ágúst 1935 á Vatneyri við Patreksfjörð. Hann lést í faðmi barna sinna í Reykjavík 20. desember 2023. Foreldrar hans voru Margrét Jóhannsdóttir, f. 12.3. 1905, d Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 3427 orð | 1 mynd

Ríkharður Sveinsson

Ríkharður Sveinsson fæddist í Reykjavík 28. desember 1966. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 20. desember 2023. Foreldrar hans eru Sveinn Guðmundsson verkfræðingur, f. 1929, d. 2011, og Ingrid Guðmundsson verslunarmaður, f Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 2751 orð | 1 mynd

Sigfús Björnsson

Sigfús Björnsson fæddist 25. mars 1938. Hann lést á heimili sínu 12. desember 2023. Foreldrar Sigfúsar voru dr. Björn Sigfússon háskólabókavörður, f. 17. janúar 1905, d. 10. maí 1991, og Droplaug Sveinbjarnardóttir frá Viðvík í Stykkishólmi, f Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

Sigurður Tómasson

Sigurður Tómasson fæddist 29. október 1935. Hann lést 26. nóvember 2023. Útför Sigurðar fór fram 8. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 549 orð | 1 mynd

Steingrímur Hólmgeir Ingvarsson

Steingrímur Hólmgeir Ingvarsson fæddist 13. nóvember 1939. Hann andaðist 15. nóvember 2023. Útför fór fram 24. nóvember 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. janúar 2024 | Minningargreinar | 443 orð | 1 mynd

Þuríður Bjarnadóttir

Þuríður Bjarnadóttir fæddist á Gaddstöðum á Rangárvöllum 30. apríl 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 20. desember 2023. Foreldrar Þuríðar voru Bjarni Guðmundsson, f. 30. apríl 1897, d. 28 Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

3. janúar 2024 | Í dag | 171 orð

Fjaðrafok. S-NS

Norður ♠ 9853 ♥ ÁD8 ♦ KDG4 ♣ 98 Vestur ♠ Á4 ♥ 532 ♦ Á985 ♣ Á1064 Austur ♠ G ♥ K1074 ♦ 1032 ♣ G7532 Suður ♠ KD10762 ♥ G96 ♦ 76 ♣ KD Suður spilar 4♠ Meira
3. janúar 2024 | Í dag | 374 orð

Hóf best í hófi

Jón Gissurarson skrifaði á Boðnarmjöð á nýársdag: Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir það gamla. Lítum yfir liðið ár ljúf og kát í sinni, þó að ógni írafár allri veröldinni. Árið nýja verðum við vermd af ljóðabrunni, einnig mun það gefa grið gömlu ferskeytlunni Meira
3. janúar 2024 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Kristinsson

50 ára Nóni, eins og hann er alltaf kallaður, ólst upp á Skálá í Sléttuhlíð, Skagafirði, en býr í Kópavogi. Hann er vélfræðingur að mennt frá Vélskóla Íslands og er sölustjóri vélbúnaðar hjá Samhentum í Garðabæ Meira
3. janúar 2024 | Í dag | 59 orð

Margir þekkja hafraklíð og hveitiklíð og jafnvel rúgklíð. Allt saman…

Margir þekkja hafraklíð og hveitiklíð og jafnvel rúgklíð. Allt saman meinhollt. En hér einblínum við á það að þetta er hvorugkyns, klíð-. Öðru gegnir um misklíð: ósætti, sundurlyndi Meira
3. janúar 2024 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Óskar Borg Sindrason fæddist 19.…

Reykjavík Óskar Borg Sindrason fæddist 19. október 2023 kl. 8.35. Hann vó 16 merkur og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Inga Borg og Sindri Már Smárason. Meira
3. janúar 2024 | Dagbók | 85 orð | 1 mynd

Sagði frá óléttunni uppi á sviði

Maðurinn sem gerði allt vitlaust sem aðalleikari Twilight-myndanna, Robert Pattinson, og kærasta hans Suki Waterhouse eiga von á barni. Suki tilkynnti þessar gleðifréttir á tónlistarhátíðinni Corona Caputal Music Festival í Mexíkó Meira
3. janúar 2024 | Í dag | 147 orð | 1 mynd

Skák

1. b3 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bb2 Bg7 4. c4 0-0 5. g3 c5 6. Bg2 Rc6 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Rxd4 9. Dxd4 d6 10. 0-0 Dc7 11. Rc3 Be6 12. Hac1 Rd7 Staðan kom upp á Íslandsmótinu í atskák sem fram fór í árslok 2023 í Bankanum vinnustofu á Selfossi en CAD-bræður… Meira
3. janúar 2024 | Í dag | 925 orð | 3 myndir

Ævistarf á spítölum

Friðrik Elvar Yngvason er fæddur 3. janúar 1949 á Dalvík í Víkurhóli, húsi móðurafa hans og -ömmu. „Húsið byggði afi eftir að Dalvíkurskjálftinn 1934 eyðilagði gamla Víkurhól. Sá atburður markaði djúp spor í móðurfjölskylduna.“ Friðrik… Meira

Íþróttir

3. janúar 2024 | Íþróttir | 484 orð | 3 myndir

Án lykilmanna næstu vikur

Asíumótið og Afríkukeppnin í fótbolta hefjast 12. og 13. janúar og hafa talsverð áhrif á mörg lið í ensku úrvalsdeildinni næstu vikurnar Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Birta í raðir bikarmeistaranna

Markvörðurinn Birta Guðlaugsdóttir er gengin til liðs við Víking úr Reykjavík, nýliðana í Bestu deildinni og ríkjandi bikarmeistara, eftir að hafa verið í röðum Vals undanfarin ár. Birta hefur ekkert leikið með Val þar sem hún hefur verið í námi í Bandaríkjunum Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Brighton síðasta liðið til að halda hreinu

Brighton varð í gærkvöldi síðasta liðið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta til að halda hreinu á leiktíðinni er liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham á útivelli. Hafði Brighton bæði skorað og fengið á sig mark í hverjum einasta deildarleik á … Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Dönsk inn fyrir bandaríska

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við Söruh Mortensen og mun hún leika með liðinu seinni hluta tímabils. Kemur sú danska inn fyrir bandaríska framherjann Charisse Fairley sem Grindavík lét fara um áramótin Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 1275 orð | 2 myndir

Hvað gerir Ratcliffe?

Íslandsvinurinn mikli Sir Jim Ratcliffe og fyrirtækið hans INEOS tilkynntu kaup á fjórðungshlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United um jólin. Kaupverðið nam um 1,3 milljörðum punda. Þau tóku sinn tíma að verða að veruleika, því rúmt ár er… Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Sancho að snúa aftur til Dortmund

Þýska knattspyrnufélagið Dortmund og Manchester United á Englandi eru byrjuð að ræða saman um að fyrrnefnda félagið fái enska sóknarmanninn Jadon Sancho að láni frá því síðarnefnda út leiktíðina. Sancho hefur ekki leikið með United síðan í ágúst vegna ósættis við knattspyrnustjórann Erik ten Hag Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 429 orð | 2 myndir

Senegalski knattspyrnumaðurinn Pape Matar Sarr skrifaði í gær undir nýjan…

Senegalski knattspyrnumaðurinn Pape Matar Sarr skrifaði í gær undir nýjan samning við enska félagið Tottenham Hotspur, sem gildir til sumarsins 2030, eða í sex og hálft ár. Sarr, sem er aðeins 21 árs gamall, hefur verið í stóru hlutverki hjá Tottenham á þessu tímabili Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Snæfellingar gátu loks fagnað sigri

Snæfell vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á leiktíðinni er liðið mætti Fjölni á heimavelli sínum í Stykkishólmi í gærkvöldi. Urðu lokatölur 85:82 í spennandi leik. Var staðan í hálfleik 41:39, Snæfelli í vil, og hélt spennan áfram allt til loka Meira
3. janúar 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Stefán samdi við Valsmenn

Stefán Þór Ágústsson, knattspyrnumarkvörður frá Selfossi, er genginn til liðs við Valsmenn. Stefán er 22 ára gamall og á að baki nákvæmlega 100 deildaleiki í marki Selfyssinga þar sem hann hefur verið aðalmarkvörður þeirra undanfarin fimm keppnistímabil í 1 Meira

Viðskiptablað

3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 622 orð | 1 mynd

Aðhald eða lífsstílsbreyting?

Óraunhæf markmið, á hvaða sviði sem er, eru til þess fallin að valda okkur vonbrigðum. Ef bættur árangur í ríkisrekstri á ekki að vera enn ein tímabundna aðhaldsaðgerðin þarf að setja raunhæf markmið. Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 421 orð | 1 mynd

Áskoranir á mikilvægum flutningsleiðum

Alþjóðlegar aðfangakeðjur sjá fram á truflanir á tveimur af mikilvægustu flutningsleiðum heims. Átök og stigmagnandi landfræðileg spenna hefur um þessar mundir töluverð áhrif á helstu flutningaleiðir Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 446 orð | 1 mynd

Betri tónn en lagið er ekki búið

Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur, eðli málsins samkvæmt, sætt nokkurri gagnrýni hér á þessum síðum á liðnum árum. Fyrir því voru gildar ástæður og í einföldu máli mætti segja að það hafi verið upplifun þeirra sem ýmist stýra fyrirtækjum eða… Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 304 orð | 1 mynd

Sala nýrra fólksbíla jókst milli ára

Sala nýrra fólksbíla jókst milli ára á Íslandi árið 2023. Á árinu seldust 17.549 nýir fólksbílar samanborið við 16.690 nýja fólksbíla árið 2022. Er það aukning um 5,1% í sölu nýskráðra fólksbíla milli ára Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 319 orð | 1 mynd

Síðustu sex vikurnar bættu stöðu hlutabréfamarkaðarins

Segja má að Amaroq Minerals og Ölgerðin séu sigurvegarar hlutabréfamarkaðarins hér á landi á nýliðnu ári, ef eingöngu er horft til gengis félaganna. Gengi bréfa í Amaroq hækkaði um tæp 53% á árinu en nær öll hækkunin kom til á síðari hluta ársins Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 1450 orð | 1 mynd

Skaðvaldar sem taka sig vel út

Ein af bestu viðskiptabókum síðasta árs var ævisaga Elons Musks eftir Walter Isaacson. Það má mæla með því við lesendur að setja rit Isaacsons á hljóðbókalistann, eins og þau leggja sig, enda er hann vandvirkur höfundur og skrifar skemmtilegan og fræðandi texta Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 235 orð | 1 mynd

SKE telur ábata vera 17 milljarða kr. virði

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur birt niðurstöður um greiningu á reiknuðum ábata vegna íhlutunar eftirlitsins. Í greiningunni segir að ábati vegna íhlutunar eftirlitsins sé um 18-30-föld fjárframlög eftirlitsins árin 2013-2022, eða um 0,31-0,52% af vergri landsframleiðslu á sama tímabili Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 724 orð | 1 mynd

Snúið að aðlagast nýrri menningu

Marianne Ribes kom til Íslands árið 2015 til að stunda háskólanám og kolféll fyrir landi og þjóð. Fyrir tveimur árum stofnaði hún félagið Atfylgi Skrifstofu sem leiðir saman smærri fyrirtæki og sérfræðinga í ýmiss konar pappírsvinnu Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 2019 orð | 1 mynd

Spennandi ár á mörkuðum fram undan

7*”  Hér kemur punktur Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 458 orð | 1 mynd

Stefnir í að 2024 verði metár í ferðaþjónustunni

Óhætt er að segja að ferðaþjónustan hafi náð vopnum sínum á árinu sem leið en fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í fyrra en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. Að mörgu leyti var árið sambærilegt metárinu 2018, þegar horft er til helstu tölfræðilegra upplýsinga Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 713 orð | 2 myndir

Telur möguleika á fleiri Jómfrúm

Veitingastaðurinn Jómfrúin við Lækjargötu í Reykjavík öðlaðist mikla reynslu á undirbúningsferlinu fyrir sérleyfisveitingu til stórfyrirtækisins SSP sem rekið hefur Jómfrúna í Leifsstöð sl. sex mánuði Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 95 orð | 1 mynd

Tólf ­rauðir dagar á ­árinu 2024

Frídagar um jól og áramót geta fæstir orðið einn og flestir fjórir. Nýliðin jól voru svonefnd brandajól, þar sem jóladag ber upp á mánudag Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 608 orð | 1 mynd

Umhyggja

Allt ber að sama brunni. Skortur á umhyggju sem ríkjandi þætti í gildismati stjórnenda – leiðtoga – leiðir til ákvarðana sem mögulega fela í sér ávinning fyrir tiltekinn hóp, en á kostnað annarra. Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 745 orð | 1 mynd

Vörumerki, horft til baka og fram á við

Nú þegar nýtt ár er að hefjast er mikilvægt fyrir fyrirtæki að draga lærdóm af liðnu ári og tileinka sér strategískar leiðir til þess að skapa kröftug vörumerki. Meira
3. janúar 2024 | Viðskiptablað | 110 orð | 1 mynd

Þróun kynjahlutfalla jákvæð

Þróun á árinu 2023, þegar kemur að kynjahlutföllum í leiðtogastörfum á íslenskum markaði, hefur heilt yfir verið frekar jákvæð. Þetta kemur fram í samantekt jafnréttismælikvarðans GEMMAQ fyrir árið. Í samantektinni kemur fram að flest fyrirtæki hafi bætt sig en einhver hafi staðið í stað Meira

Ýmis aukablöð

3. janúar 2024 | Blaðaukar | 548 orð | 3 myndir

Anti-sportistinn sem fann sig í ræktinni

Hvernig hugsar þú um heilsuna? „Ég byrjaði að stunda Kramhúsið fyrir um það bil sjö árum sem hefur algjörlega breytt lífi mínu. Ég var orðin mjög slæm af vöðvabólgum og verkjuð í líkamanum Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 2377 orð | 3 myndir

„Fyrsta hálfa árið fór í að lifa daginn af“

„Ég upplifði mikla pressu og togstreitu. Ég var að koma úr því að vera með Gyðju og mér var búið að ganga vel í því. Fólk var spennt að fylgjast með en þetta snerist einhvern veginn allt um þessa velgengni. Svo allt í einu upplifði ég bara að ég hef ekki einu sinni heilsuna mína, ég var búin að missa fyrirtækið mitt, ég var búin missa húsið mitt sem var í raun nánast ónýtt, ég mat sjálfa mig ekki lengur að verðleikum.“ Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 1232 orð | 7 myndir

„Ræktarfötin hvetja mig til þess að mæta í ræktina“

Hanesa, sú eina sem ber hið fallega nafn hér á landi, stundar nám í kennarafræðum við Háskóla Íslands og hefur ómældan áhuga á heilsueflandi lífsstíl, en þegar hún er ekki í skóla eða vinnu er hana einna oftast að finna í ræktinni Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 645 orð | 4 myndir

Drekkur undradrykkinn beinaseyði

Beinaseyði er undradrykkur sem inniheldur fjöldann allan af næringarefnum og er hátt í próteini, kollageni og amínósýrum. Það er meðal annars gott fyrir meltinguna, liðina og húðina,“ segir Tatiana þegar hún er spurð út í hugmyndina á bak við beinaseyði Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 770 orð | 4 myndir

Fékk að heyra að hann væri of horaður

Ég spilaði körfubolta fyrir Stjörnuna og var mjög góður á mínum yngri árum, en ég fékk stanslaust að heyra það frá fólki hversu horaður og grannur ég væri. Þá ákvað ég að taka mig á og byrjaði að stunda líkamsrækt með körfuboltanum og fann ástríðuna mína þar Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 755 orð | 3 myndir

Gerðist þjálfari fyrir slysni

Karítas blandar sínum uppáhaldsæfingum saman við góða tónlist. Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 1052 orð | 3 myndir

Heimagerður matur og meira prótín

Hvernig verður heilsuræktarárið 2024? „Snjallheilsa (e. wearable technology) fer sífellt stækkandi og líklegt að svo verði áfram. Það er jákvætt að mínu mati að fleiri haldi utan um þjálfunina sína, setji sér mælanleg markmið og nýti tæknina til að halda sér við efnið og ná markmiðum Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 597 orð | 1 mynd

Letihaugur fer kannski í Alpana

Eftir jól og áramót, þar sem margir hafa fengið of mikið af öllu, er ekki úr vegi að horfa aðeins inn á við og spá í hlutina. Gefa sjálfum sér tíma til þess að hugsa án truflunar. Hvað langar okkur að gera til þess að lífið verði betra? Hvað vantar… Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 15 orð

Margrét R. Jónasar

Lærði heilsumarkþjálfun eftir að hafa klesst á vegg og hjálpar fólki að laga heilsuna heildrænt. Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 446 orð | 11 myndir

Markmið geta komið í veg fyrir óvænt tækifæri

Síðustu mánuði hef ég verið í Afrek, ég fíla það í botn. Manni líður svo vel eftir á og ég elska að finna hvað ég verð sterkari með hverri æfingu,“ segir Vala Rún þegar hún er spurð út í hvernig hreyfingu hún stundi Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 2710 orð | 4 myndir

Sneri blaðinu við eftir alvarlega kulnun og gefur nú öðrum ráð

Hún lauk förðunarnámi fyrir um þrjátíu árum frá skólanum sem Kristín Stefánsdóttir og Kristín Friðriksdóttir ráku en hann er ekki lengur starfandi. „Ásamt því að vinna við förðun þá var ég með eigin rekstur, það var skóli sem hét… Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 40 orð

Upprisin eftir alvarleg veikindi

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir missti heilsuna vegna myglu í einbýlishúsi í Hafnarfirði. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall en svo heldur lífið áfram og í dag er hún hamingjusöm móðir og komin aftur á fullt í viðskiptum. Meira
3. janúar 2024 | Blaðaukar | 1797 orð | 2 myndir

Vaknaði upp við vondan draum og ákvað að taka ábyrgð á sjálfri sér

„Ég segi strax við fólk að ég borða pizzur, ég fæ mér nammi en ég er ekki í öfgum. Þegar þú ferð að vinna í þér þá langar þig minna í þessa hluti og þú ert mögulega að fá þér þá með réttu hugarfari. Ég borða minna af þessu en ég nýt þess.“ Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.