Greinar föstudaginn 24. maí 2024

Fréttir

24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

„Lífið er gott og ég meina það“

Litlu mátti muna að Sunna Dóra Möller, fráfarandi prestur við Digranes- og Hjallakirkju í Kópavogi, kveddi þetta líf fyrir fullt og allt í maí á síðasta ári. Í viðtali í Smartlandsblaði Morgunblaðsins sem fylgir blaðinu í dag segir Sunna Dóra frá… Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

AGS telur að hagvöxtur hér á landi minnki í 1,7% í ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) býst við að hagvöxtur hér á landi minnki í 1,7% árið 2024 vegna minni innlendrar eftirspurnar og hægari vaxtar neyslu ferðamanna, en aukist svo í 2% árið 2025 samhliða losun á peningalegu aðhaldi og nokkurs bata í vexti einkaneyslu og fjárfestingar Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 423 orð | 2 myndir

Alvarlegt mál þegar ráðherra brýtur lög

„Það er ekki aðeins að ráðuneytið hafi haft þetta mál til skoðunar svo mánuðum skiptir, heldur hafa hvalveiðar sem eru heimilaðar lögum samkvæmt verið í alls konar skoðun hjá ráðuneytinu nú í meira en ár Meira
24. maí 2024 | Fréttaskýringar | 658 orð | 2 myndir

Áhyggjur af áhrifum vindorkuvera á flug

Fjöldi athugasemda hefur borist við þingsályktunartillögu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram í lok mars um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Ákvörðun Reykjavíkurborgar sögð illa rökstudd

Ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að snúa við fyrri ákvörðun um byggingarmál skólanna í Laugardal kom flatt upp á foreldra barna í Laugarnesskóla og er illa rökstudd og foreldrar sjá engan veginn gild rök fyrir henni Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

ÁTVR bíður eftir skýrari ramma

„Við erum bara ósátt við þetta óljósa umhverfi,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), varðandi þær fregnir að Hagkaup muni í næsta mánuði opna netverslun með áfengi Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

„Við megum í raun engan tíma missa“

„Við erum í rauninni að kalla fleiri að borðinu en bara heimili og skóla. Við erum að tengja fleiri hagaðila í hverju og einu samfélagi fyrir sig, sem tengist í gegnum STEM-menntun. Við erum að efla STEM-menntun og það er menntun og færni sem… Meira
24. maí 2024 | Fréttaskýringar | 1127 orð | 3 myndir

„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn“

Á þriðja hundrað manns mættu á forsetafund Morgunblaðsins með Höllu Tómasdóttur á Park Inn by Radisson í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þetta var síðasti forsetafundurinn en í næstu viku verða haldnar forsetakappræður á vegum Morgunblaðsins og mbl.is Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Brottfall karla mest á Íslandi

Brotthvarf ungra karla á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun á seinasta ári var það mesta meðal Evrópuþjóða samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Var brotthvarf meðal karla í þessum árgöngum 22,1%, sem … Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 92 orð

Deildir Rauða krossins nú sameinaðar

Deildir Rauða krossins á Íslandi sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið sameinaðar. Til var deild fyrir Reykjavík og svo önnur sem sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Nú verða kraftar starfs þeirra sameinaðar og vænst er að það auki skilvirkni í starfi Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Fyrsti sláttur á Nesinu

Víða um höfuðborgarsvæðið eru verktakar teknir til við að slá grasið. Viðraði einkar vel til sláttar í gær á Seltjarnarnesi eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Verra veður verður til að slá gras í borgarlandinu í dag og á morgun, en útlit er fyrir hvassviðri Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Halla Tómasdóttir á forsetafundi Morgunblaðsins í Reykjanesbæ

Halla Tómasdóttir forstjóri B Team var aðalgestur á afar vel sóttum forsetafundi Morgunblaðsins á Park Inn-hóteli í Reykjanesbæ í gærkvöldi, þar sem hún svaraði spurningum blaðamanna og úr sal. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn, flestir þeirra… Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Kvennakórinn Erla flytur Tuvayhun

Tónverkið Tuvayhun eftir Kim Andre Arnesen verður flutt á tónleikum í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 25. maí, kl. 17. Flytjandi er Kvennakórinn Embla ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurunum Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, Erlu Dóru Vogler, Sigrúnu Hermannsdóttur og Einari Inga Hermannssyni Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Markaður kominn á hreyfingu

Vænta má að þegar fjöldi nýrra íbúða á Akureyri sem verið hafa í byggingu á síðustu misserum fer í sölu komist meira líf í fasteignamarkaðinn þar. Þetta segir Björn Guðmundsson lgf. hjá Byggð á Akureyri Meira
24. maí 2024 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Minnst sjö féllu í stórri loftárás Rússa á Karkív

Að minnsta kosti sjö manns féllu og 16 til viðbótar særðust í Karkív, næststærstu borg Úkraínu, í stórri loftárás sem Rússar gerðu á borgina í gær. Skutu þeir að minnsta kosti 15 eldflaugum að Karkív, og eyðilögðu meðal annars prentsmiðju þar sem bækur á úkraínsku voru prentaðar Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 116 orð

Orðalag skilmála ekki gegnsætt

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að orðalag skilmála í lánssamningum banka með breytilegum vöxtum á Íslandi sé ekki gegnsætt. Almennir neytendur verði með fullnægjandi fyrirsjáanleika að geta áttað sig á þeim skilyrðum og þeirri… Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 196 orð

Ólíðandi stjórnsýsla

„Þetta er alveg óskiljanlegt og ólíðandi stjórnsýsla hjá matvælaráðherra. Tafirnar valda augljóslega miklu tjóni og ég kaupi ekki lengur afsakanir ráðherrans um að ætla að skoða málið nánar,“ segir Teitur Björn Einarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 536 orð | 1 mynd

Segir ákvörðunina illa rökstudda

„Þegar ákvörðun var tekin árið 2022 töldum við að búið væri að hugsa út í öll horn, en svo komu frá skóla- og frístundaráði skilaboð um að það ætlaði að snúa við fyrri ákvörðun. Það var illa rökstutt og foreldrahópurinn sér ekki gild rök fyrir … Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Skoðað að hirða úrganginn örar

Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að hirða pappír og plast frá heimilum fólks örar en verið hefur og slíkur úrgangur þannig hirtur aðra hverja viku, en hann er nú hirtur þriðju hverja viku. Þetta segir Guðmundur B Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

Skólinn markaði lífið um alla framtíð

Brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði verður í dag, en 50 ár eru frá fyrstu útskriftinni. Friðbert Traustason frá Flateyri var í hópnum. „Skólinn markaði líf mitt um alla framtíð, því ég kynntist Sigrúnu Ósk Skúladóttur á námsárunum á Ísafirði og við eigum 50 ára brúðkaupsafmæli í júní Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Staðan mun bara versna ef ekkert verður að gert

Dvalarlengd ferðamanna á Íslandi er að styttast og neysla þeirra á landinu er að minnka. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að þróunin hafi verið að eiga sér stað um árabil Meira
24. maí 2024 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Umfangsmikil heræfing vekur ugg

Kínverski herinn hóf í gærmorgun tveggja daga her- og flotaæfingu í grennd við eyjuna Taívan. Er æfingunni, sem ber heitið „Joint Sword-2024A“ á ensku, ætlað að vera „hörð refsing“ fyrir viðleitni eyjunnar til að skilja sig frá stjórnvöldum í Kína Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Valur einum sigri frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn

Valur vann góðan sigur á Grindavík, 80:62, í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi. Staðan í einvíginu er þar með 2:1, Val í vil, og þarf liðið einungis einn sigur til viðbótar til þess að… Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Verð á mjólkurkvótanum lækkar

Eftirspurn eftir mjólkurkvóta er minni en framboðið og verð hefur lækkað. Matvælaráðuneytið birti niðurstöðurnar eftir að fyrsti tilboðsmarkaður ársins var opnaður. Jóhannes Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu, segir ástæðuna fyrst og fremst háa… Meira
24. maí 2024 | Innlendar fréttir | 151 orð

Þórdís og Sigurður Ingi svöruðu ekki

Helgi Pétursson formaður LEB hefur óskað eftir því að leiðrétta ummæli sín sem birtust í Morgunblaðinu um fundarbeiðni til Bjarna Benediktssonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar. „Í tilviki Guðmundar Inga varð sá misskilningur okkar megin, að… Meira

Ritstjórnargreinar

24. maí 2024 | Leiðarar | 420 orð

Afleiðing þéttingar

Innviðirnir sprungu í Laugardalnum og í framhaldinu telja íbúar sig svikna Meira
24. maí 2024 | Staksteinar | 196 orð | 1 mynd

Er málið búið?

Í leiðara Árbæjarblaðsins var á dögunum vikið að Ríkisútvarpinu og sagt „ekki að furða þó traust almennings á stofnuninni fari minnkandi dag frá degi“. Minnt var á milljarða forgjöf Rúv. og nefskattinn, sem og að þegar hann dygði ekki… Meira
24. maí 2024 | Leiðarar | 252 orð

Inngrip í markaðinn

Göfug markmið, öfug áhrif Meira

Menning

24. maí 2024 | Menningarlíf | 554 orð | 2 myndir

„Eru bjartasta vonin“

Leikaranemar, sem útskrifast í vor úr sviðslistadeild Listaháskóla Íslands, frumsýndu í gær í Kassanum í Þjóðleikhúsinu eitt ástsælasta leikrit Antons Tsjekhovs, Kirsuberjagarðinn. „Kirsuberjagarðurinn er klassískur og á erindi til okkar… Meira
24. maí 2024 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Birta býður upp á leiðsögn á Gljúfrasteini

Vordagskráin á Gljúfrasteini heldur áfram en í dag, laugardaginn 25. maí, klukkan 14 mun Birta Fróðadóttir bjóða upp á leiðsögn um húsið. Segir í tilkynningu að Birta, sem sé starfandi arkitekt og lektor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands,… Meira
24. maí 2024 | Menningarlíf | 141 orð | 1 mynd

Haraldur sýnir í Berg Contemporary

Einkasýning með verkum Haraldar Jónssonar, sem ber titilinn Mæling, verður opnuð í dag, föstudaginn 24. maí, klukkan 17 í Berg Contemporary. Þar fæst listamaðurinn við ýmsa miðla Meira
24. maí 2024 | Fjölmiðlar | 195 orð | 1 mynd

Harmleikur á gígbarmi helvítis

Eldfjöll gjósa víðar en á Íslandi og valda oft usla og verða jafnvel fólki að bana. Á Netflix má finna heimildarmyndina The Volcano: Rescue from Whakaari. Á eyjunni Whakaari, fyrir utan Nýja-Sjáland, er virkt eldfjall sem gýs á nokkurra ára fresti… Meira
24. maí 2024 | Menningarlíf | 675 orð | 5 myndir

Hjarta Listahátíðar slær í Klúbbnum

„Það er okkar markmið að sem flestir viti af því að á meðan Listahátíð stendur yfir 1.-16. júní er alltaf opið í Klúbbnum, allt ókeypis og aðgengilegt, og alltaf að minnsta kosti tveir viðburðir á hverjum degi Meira
24. maí 2024 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Iceland Airwaves kynnir fleiri flytjendur

Iceland Airwaves kynnti nýverið nýja tónlistarmenn sem bætast við hóp þeirra flytjenda sem koma fram á tónlistarhátíðinni. Hún fer fram 7.-9. nóvember í miðbæ Reykjavíkur og er miðasala þegar hafin. Meðal þessara nýju flytjenda er rafhljómsveitin… Meira
24. maí 2024 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Norrænir flamenco-­straumar í Tjarnarbíói

Flamenco-hópurinn Imperfecto Collective, sem hefur aðsetur í Helsinki, er staddur hér á landi og mun bjóða upp á sýninguna Northern Pulse í kvöld og á morgun, 24. og 25. maí, klukkan 20 í Tjarnarbíói en hópurinn samanstendur af listamönnum víðs vegar að úr heiminum Meira

Umræðan

24. maí 2024 | Aðsent efni | 495 orð | 1 mynd

Af hverju kýs ég Katrínu Jakobsdóttur fyrir forseta

Það er ekki hægt að lesa um og læra reynslu, þú verður að upplifa hana. Meira
24. maí 2024 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Er hluti húsnæðisvandans skattlagning sveitarfélaga?

Geta allir lóðaeigendur lagt á innviða- og byggingarréttargjald eða aðeins stjórnvald? Meira
24. maí 2024 | Aðsent efni | 164 orð

Gömlu búðir – Campamento Viejo

Þeir sem eru svo vanafastir að þeir fara oftast á sömu staði í fríinu öðlast reynslu sem þeir nýjungagjörnu missa af. Góðum hótelum getur haldist svo vel á fólki að fastagestir nái að kynnast því og sjá örlítið inn í líf þess Meira
24. maí 2024 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Leyniþjónusta við Leifsstöð

Almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar hafa ekki þróast í takt við breyttar þarfir nútímans. Mörg þurfa að ferðast um langan veg til Keflavíkur og hafa ekki kost á því að fara á einkabíl og geyma hann við flugvöllinn á meðan á ferðalaginu stendur Meira
24. maí 2024 | Aðsent efni | 249 orð | 1 mynd

Mikið liggur við

Forseti verður að verja land og þjóð fyrir þessari áráttu stjórnmálamanna að elta allt sem erlent er og afhendingu þeirra á frelsi, auðlindum og landi okkar. Meira
24. maí 2024 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Mikilvægi beins flugs frá Kína

Mikilvægi kínverskra ferðamanna til Íslands er óumdeilt og hefur jákvæð áhrif. Meira
24. maí 2024 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Samningar við sjúkraþjálfara í höfn

Um er að ræða mikilvæga samninga og talsverða kjarabót fyrir fólk sem þarf að sækja þjónustu sjúkraþjálfara. Meira
24. maí 2024 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Það sést ekki utan á mér

Greinin fjallar um vitundarvakningu á Crohn's- og Colitis Ulcerosa-sjúkdómum í tilefni alþjóðadags IBD sem var 19. maí. Meira

Minningargreinar

24. maí 2024 | Minningargreinar | 316 orð | 1 mynd

Anna Karlsdóttir

Anna Karlsdóttir bókmenntafræðingur fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1949. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar 20. apríl 2024 á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Foreldrar hennar voru Guðlaug Pétursdóttir og Karl Hjaltason Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 2688 orð | 1 mynd

Anna Sigríður Vigfúsdóttir

Anna Sigríður Vigfúsdóttir fæddist í Neskaupstað 24. maí 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. maí 2024. Hún var dóttir hjónanna Vigfúsar Guttormssonar frá Fljótsdalshéraði, f. 7.12. 1900 og Ingibjargar Guttormsson frá Klakksvík í Færeyjum, f Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 466 orð | 1 mynd

Daði Kristjánsson

Daði Kristjánsson fæddist á Litlabæ í Skötufirði 9. október 1935. Hann lést 8. maí 2024 á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Foreldrar hans voru Kristján Finnbogason, f. 15. maí 1898, d. 9. október 1987, bóndi á Litlabæ í Skötufirði, og Guðbjörg Þórdís Jensdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 884 orð | 1 mynd

Friðrik Björnsson

Friðrik Björnsson fæddist í Hvammi í Þistilfirði á Langanesi 29. janúar 1959. Hann lést 15. maí 2024. Foreldrar hans eru hjónin Björn Jóhann Sigfússon frá Hvammi, f. 1935, og Bodil Petersen frá Kollafirði í Færeyjum, f Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargrein á mbl.is | 1358 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðjón Steinþórsson

Guðjón Steinþórsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1955. Hann lést á Gran Canaria 5. apríl 2024.Foreldrar hans voru hjónin Steinþór Þórðarson bóndi í Skuggahlíð, Norðfirði, f. 13.7. 1926, d. 7.4. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 249 orð | 1 mynd

Guðjón Steinþórsson

Guðjón Steinþórsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1955. Hann lést á Gran Canaria 5. apríl 2024. Foreldrar hans voru hjónin Steinþór Þórðarson bóndi í Skuggahlíð, Norðfirði, f. 13.7. 1926, d. 7.4. 1995, og Herdís Valgerður Guðjónsdóttir húsfreyja og bóndi, f Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 959 orð | 1 mynd

Guðmundur Einar Erlendsson

Guðmundur Einar Erlendsson fæddist 13. janúar 1936 í Reykjavík. Hann lést á Borgarspítala 7. maí 2024. Foreldrar hans voru Erlendur Einarsson, verkamaður á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík, f. 28. október 1883, d Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 271 orð | 1 mynd

Ingibjörg Ásgeirsdóttir

Ingibjörg Ásgeirsdóttir fæddist 3. september 1938. Hún lést 4. mars 2024. Útför hennar fór fram 8. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 3223 orð | 1 mynd

Karl Gustaf Piltz

Karl Gustaf Benedikt Piltz fæddist 23. nóvember 1934 í Järnskog í Värmland. Hann lést 30. apríl 2024 á Vífilsstöðum. Foreldrar hans voru Charles Piltz, sóknarprestur í Järnskog, f. 1899, d. 1986, og Karin Piltz kennari, f Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 2042 orð | 1 mynd

Sigríður Guðný Jónsdóttir

Sigríður Guðný Jónsdóttir, eða Guðný eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Borgarnesi 31. júlí árið 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 16. maí 2024. Foreldrar hennar voru Ingigerður Þorsteinsdóttir frá Háholti í Gnúpverjahreppi og Jón Jónsson, ættaður frá Hjörsey á Mýrum Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 1091 orð | 1 mynd

Sigríður Soffía Gunnarsdóttir

Sigríður Soffía Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. mars 1954. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. apríl 2024. Foreldrar Sigríðar voru Fríða Sonja Schmidt, f. 9. desember 1918, d. 10. desember 2011, og Gunnar Pétur Óskarsson, verslunarmaður og fulltrúi, f Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2024 | Minningargreinar | 512 orð | 1 mynd

Sveinar Gunnarsson

Sveinar Gunnarsson fæddist á Akureyri 14. nóvember 1979. Hann lést á gjörgæsludeild LSH 4. maí 2024. Foreldrar Sveinars eru Gunnar Páll Gunnarsson, f. 16. apríl 1959, og Guðríður Margrét Sveinarsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Seðlabankinn ekki undanskilinn

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar segir að ekki þurfi að undanskilja Seðlabanka Íslands frá gildissviði boðaðrar lagasetningar stjórnvalda um slit á ógjaldfærum aðilum. Það á til að mynda við um fjárhagsvanda og yfirvofandi gjaldþrot Íbúðalánasjóðs (ÍL-sjóðs) Meira
24. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 730 orð | 2 myndir

Ætla ekki að bíða eftir nýju frumvarpi

Hagkaup mun í næsta mánuði opna netverslun með áfengi. Þetta tilkynnti Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem haldinn var í Hádegismóum í gær Meira

Fastir þættir

24. maí 2024 | Í dag | 52 orð

Blóðvöllur er ónotalegt orð og merkingin líka: sláturstaður utanhúss,…

Blóðvöllur er ónotalegt orð og merkingin líka: sláturstaður utanhúss, staður þar sem búfé var leitt til slátrunar og skorið. Í Þjóðólfi 22/11 1865 segir af „almennu verðlagi á kjöti á blóðvelli hér í Reykjavík“ Meira
24. maí 2024 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Gottskálk Gizurarson

50 ára Gottskálk er Garðbæingur og býr þar en ólst einnig upp í Örebro í Svíþjóð frá 4-11 ára aldri. Hann er læknir frá Kaupmannahafnarskóla og lauk framhaldsmenntun í lyf- og hjartalækningum frá Gautaborg Meira
24. maí 2024 | Í dag | 966 orð | 4 myndir

Í forystu fluglækninga

Þengill Oddsson fæddist 24. maí 1944 á Vífilsstöðum. Þar bjó hann fyrsta árið eða þar til fjölskyldan fluttist í Mosfellssveit, fyrst að Brúarlandi og svo á Reykjalund. Hann ólst upp í hópi sex systkina og var oft fjör á bænum Meira
24. maí 2024 | Í dag | 407 orð

Með hrís í hendi

Þeir hafa skipst á vísum um forsetakjör hér í Vísnahorni Páll Bjarnason og Hjörtur Pálsson. Hér svarar Hjörtur Páli: Þó að Páll minn hafi hrís í hendi og að mér sveigi stjarna Höllu Hrundar rís hátt á sigurvegi Meira
24. maí 2024 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Mýrún Magnúsdóttir fæddist 22. nóvember 2023 á Landspítalanum í…

Reykjavík Mýrún Magnúsdóttir fæddist 22. nóvember 2023 á Landspítalanum í sigurkufli. Hún var 49 cm og 3.572 g. Foreldrar hennar eru Magnús Ægisson og Móeiður Pálsdóttir. Meira
24. maí 2024 | Í dag | 151 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. 0-0-0 Rbd7 10. g4 b5 11. Bxf6 Bxf6 12. Bxb5 axb5 13. Rdxb5 Dc6 14. Hxd6 Db7 Staðan kom upp í opnum flokki á Evrópumeistaramóti landsliða í öldungaflokki (50+) sem lauk fyrir skömmu í Terme Catez í Slóveníu Meira
24. maí 2024 | Í dag | 186 orð

Stórbrotin röð. N-AV

Norður ♠ G985 ♥ G84 ♦ ÁK ♣ KG72 Vestur ♠ D4 ♥ Á10962 ♦ 85 ♣ Á1064 Austur ♠ 1076 ♥ K7 ♦ 109832 ♣ 853 Suður ♠ ÁK32 ♥ D53 ♦ DG74 ♣ D9 Suður spilar 3G Meira
24. maí 2024 | Dagbók | 102 orð | 1 mynd

Þarf varla hljóðkerfi í kirkjum

„Það er svo gaman að spila í kirkjum og taka svona einfaldar og fallegar útsetningar. Hljómburðurinn er svo flottur þar sem þetta er hannað til að hljóðið berist á aftasta bekk. Ég var að spila um daginn á Ólafsvík og það kom mér svo á óvart Meira

Íþróttir

24. maí 2024 | Íþróttir | 523 orð | 2 myndir

„Ólýsanleg tilfinning“

Fyrirliðinn Anna Ingunn Svansdóttir var enn á bleiku skýi er Morgunblaðið talaði við hana í gær eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn í sjö ár í fyrrakvöld. Keflavík vann Njarðvík, 3:0, í úrslitaeinvíginu og lyfti… Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Aron kom FH í betri stöðu í einvíginu

Ljóst er að minnst fjóra leiki þarf til að útkljá einvígi Aftureldingar og FH um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik eftir að FH vann annan leik liðanna í Mosfellsbæ í fyrrakvöld, 28:27. Staðan er því 1:1 og liðin mætast í þriðja sinn í Kaplakrika á sunnudagskvöldið Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Doncic drjúgur fyrir Dallas

Slóveninn Luka Doncic var í lykilhlutverki hjá Dallas Mavericks þegar liðið vann góðan útisigur á Minnesota Timberwolves, 108:105, í fyrsta úrslitaleik liðanna í Vesturdeild NBA í fyrrinótt. Doncic skoraði 33 stig í leiknum, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Einar Árni tekinn við Njarðvík

Einar Árni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Tekur hann við starfinu af Rúnari Inga Erlingssyni, sem lét af störfum til þess að taka við sem þjálfari karlaliðs Njarðvíkur líkt og Morgunblaðið skýrði frá í síðustu viku Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Fjölnir tyllti sér á toppinn

Fjölnir tyllti sér á topp 1. deildar karla í knattspyrnu með því að leggja Þrótt úr Reykjavík að velli, 3:1, í fyrsta leik fjórðu umferðar í Egilshöll í Grafarvogi í gærkvöldi. Fjölnir er á toppnum með tíu stig, einu meira en Njarðvík í öðru sæti, sem á leik til góða Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Fram og Afturelding halda sínu striki

Fram er áfram á toppnum í 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir útisigur á ÍA, 2:0, í 3. umferð deildarinnar í gær. Alda Ólafsdóttir skoraði bæði mörk Framara. Afturelding, sem er í öðru sæti með jafnmörg stig, fékk Grindavík í heimsókn í Mosfellsbæinn og vann með minnsta mun, 1:0 Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Kærður fyrir spjaldamisferli

Enska knatt­spyrnu­sam­bandið hef­ur kært Lucas Paqu­etá, leik­mann West Ham og landsliðs Brasilíu, fyr­ir brot á veðmála­regl­um sam­bands­ins. Paquetá er sakaður um að hafa fengið viljandi gul spjöld í leikjum liðsins og þannig aðstoðað aðra við að hagnast á veðmálum Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Ómar Ingi Magnússon skoraði tíu mörk og lagði upp eitt þegar lið hans…

Ómar Ingi Magnússon skoraði tíu mörk og lagði upp eitt þegar lið hans Magdeburg lagði Balingen auðveldlega að velli, 43:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Magdeburg er á toppnum með tveggja stiga forskot og á einnig leik til góða Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Sögulegt hjá Atalanta og Leverkusen

Evrópudeild karla í fótbolta lauk í fyrrakvöld þegar Atalanta frá Ítalíu vann sögulegan sigur á Leverkusen frá Þýskalandi, 3:0, í úrslitaleik í Dublin á Írlandi. Þetta er fyrsti Evróputitill Atalanta og aðeins annar titillinn í sögu félagsins sem áður varð ítalskur bikarmeistari árið 1963 Meira
24. maí 2024 | Íþróttir | 334 orð | 2 myndir

Valur þarf einn sigur til viðbótar

Valur er kominn í 2:1 í úrslitaeinvígi sínu við Grindavík í Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur í þriðja leik, 80:62, á Hlíðarenda í gærkvöldi. Valsmönnum nægir því einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn á þremur árum Meira

Ýmis aukablöð

24. maí 2024 | Blaðaukar | 1938 orð | 3 myndir

„Ég var á mjög vondum stað og sá enga aðra leið út“

Dagurinn byrjaði líkt og hver annar, morgunbollinn, vinnan, matarinnkaupin og fleira til, ekkert var óvenjulegt eða ófyrirséð, þangað til leið á miðnætti. Þá hrönnuðust óveðursskýin upp í huga hennar, eitt af öðru, án þess að hún kæmi nokkrum vörnum við Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 1386 orð | 10 myndir

„Ég var byrjuð að mála mig um leið og ég mátti það“

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu. Fyrir rúmum tveimur árum kynntist ég vinkonu minni sem hafði lengi verið förðunarfræðingur og hún hvatti mig til að sækja um í Reykjavík Makeup School og ég kýldi bara á það Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 830 orð | 4 myndir

„Myndi bjarga hörðu diskunum á undan húsgögnum úr brennandi húsi“

Aldís lærði ljósmyndun í Medieskolerne í Viborg í Danmörku. Þar vann hún síðan hjá einum virtasta ljósmyndara Danmerkur, Steen Evald sem var tískuljósmyndari og hirðljósmyndari konungsfjölskyldunnar Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 1858 orð | 6 myndir

„Þetta er einhver sköpunargleði að brjótast fram í mér“

Foreldrar mínir eru mjög smekklegt fólk og miklir fagurkerar, ætli ég fái þetta ekki frá þeim. Ég man líka eftir því þegar ég æfði samkvæmisdans á mínum yngri árum og ferðaðist mikið erlendis fyrir danskeppnir með mömmu, þá fórum við alltaf í… Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 105 orð | 20 myndir

Helstu tískustraumarnir fyrir sumarið

Vel sniðinn dragtarjakki, helst einu númeri of stór, bjargar þér frá norðanáttinni og fer vel yfir sumarlegan kjól eða víðar gallabuxur. Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 46 orð

Heppin að hafa verið bjargað

Sunna Dóra Möller, fráfarandi prestur við Digranes- og Hjallakirkju í Kópavogi, var á vondum stað í maí í fyrra. Eftir röð áfalla reyndi hún að binda enda á líf sitt en í dag horfir hún björtum augum á tilveruna og lifir bara einn dag í einu. Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 460 orð | 14 myndir

Hvort ætlar þú að vera eins og Lopez eða Bieber í sumar?

Leikkonan Jennifer Lopez notar brúna tóna á heillandi hátt. Ef þú vilt vera eins og hún þá skaltu koma þér upp vatnsheldum augnblýanti í súkkulaðibrúnum lit eða jafnvel ljósbrúnum lit. Liturinn þarf ekki að vera dökkur til þess að keyra upp hið seiðandi augnaráð Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 856 orð | 3 myndir

Krúttlegt einbýli og prins á hvítum hesti er draumurinn

„En við skulum ekki gleyma sólarvörninni. Það eru til margar förðunarvörur sem innihalda góða sólarvörn sem ég mæli með að hafa á bak við eyrað.“ Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 316 orð | 7 myndir

Lífið í fimm ilmum

Öll eigum við okkur uppáhaldslykt, ilmvatnslykt. Fátt er betra en að setja á sig góðan ilm að morgni dags, það gerir góðan dag enn betri. Ilmvatnslykt getur kallað fram sterkar tilfinningar, vakið ljúfar minningar og ýtt undir vellíðan hjá þeim sem ber hana Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 68 orð | 5 myndir

Lyftu þér upp

Það er alltaf verið að segja við mannfólkið að það þurfi að borða mat í litum og úr öllum fæðuflokkum en það á líka við um tískuna. Við þurfum liti og helst eitthvað blóðappelsínulitað fyrir sumarið Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 38 orð

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Edda…

Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Edda Gunnlaugsdóttir eddag@k100.is, Erna Ýr Guðjónsdóttir ernagu@mbl.is, Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir hanna@mbl.is, Irja Gröndal irja@mbl.is, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir… Meira
24. maí 2024 | Blaðaukar | 546 orð | 1 mynd

Það sem hlýjar okkur

Áföll gera ekki boð á undan sér. Þau geta komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en þau geta líka læðst aftan að fólki á lúmskan hátt. Þegar fólk verður fyrir alvarlegu áfalli eiga gömul áföll til að koma upp á yfirborðið Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.