VILJA skortir til þess að lækka og afnema tolla, að sögn Peters Mandelson, framkvæmdastjóra milliríkjaviðskipta hjá Evrópusambandinu.

VILJA skortir til þess að lækka og afnema tolla, að sögn Peters Mandelson, framkvæmdastjóra milliríkjaviðskipta hjá Evrópusambandinu.

Í viðtali við Times segir hann að nauðsynlegt sé að hrista upp í Doha-lotu viðræðna Heimsviðskiptastofnunarinnar um milliríkjaviðskipti.

Að mati Mandelson er það skortur á forystu, samræmingu og samstöðu sem tefur viðræðurnar en þær hafa strandað á minnkun viðskiptahindrana í þjónustugeiranum.

Heimsviðskiptastofnunin hefur fyrirskipað viðræðuaðilum að finna sáttaleið í síðasta lagi í maí og segir Mandelson að Evrópusambandið muni hlíta því og setja fram nýtt tilboð. "Ég vona að Bandaríkin geri það sama en ýmsir aðrir aðilar hafa ekki sett fram tilboð og tilboð enn annarra eru ófullnægjandi," segir Mandelson.