Svo öflug var sprengingin, að hún skildi eftir sig 10 metra djúpan gíg og skemmdir urðu á byggingum allt um kring. Um 20 bílar stóðu í ljósum logum. Að minnsta kosti 10 manns fórust og allt að 100 hundrað slösuðust.
Svo öflug var sprengingin, að hún skildi eftir sig 10 metra djúpan gíg og skemmdir urðu á byggingum allt um kring. Um 20 bílar stóðu í ljósum logum. Að minnsta kosti 10 manns fórust og allt að 100 hundrað slösuðust. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
RAFIK Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, lést í gær í mikilli sprengingu í miðborg Beirút. Hafði sprengjunni verið komið fyrir í bíl og var hún sprengd er bílalest Hariris ók hjá.

RAFIK Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, lést í gær í mikilli sprengingu í miðborg Beirút. Hafði sprengjunni verið komið fyrir í bíl og var hún sprengd er bílalest Hariris ók hjá.

Svo öflug var sprengingin, að bílarnir í lest Hariris, sem voru allir skotheldir og sérstaklega styrktir, voru bara brennandi flök á eftir. Fórust um 10 manns í tilræðinu og allt að 100 slösuðust.

Hariri var milljarðamæringur og lagði sitt af mörkunum við uppbygginguna eftir borgarastyrjöldina frá 1975 til 1990. Var hann forsætisráðherra frá 1992 til 1998 og aftur frá 2000 og þar til í október síðastliðnum. Gekk hann þá til liðs við stjórnarandstöðuna vegna deilna um afskipti Sýrlendinga af málefnum Líbanons. Vildi hann meðal annars ekki sætta sig við þá kröfu Sýrlendinga, að Emile Lahoud, gamall keppinautur Hariris, yrði áfram forseti í þrjú ár.

Bandamenn Lahouds og Sýrlendinga sökuðu Hariri um að hafa staðið á bak við ályktun Sameinuðu þjóðanna í september um að Sýrlendingar drægju herlið sitt frá Líbanon en það voru Bandaríkjamenn og Frakkar, sem lögðu tillöguna fram.

Hariri er að mestu þökkuð uppbyggingin í Líbanon eftir borgarastríðið en um leið kennt um að hafa steypt landinu í miklar skuldir. Eru þær rúmlega 2.000 milljarðar ísl. kr.

Voru stuðningsmenn Sýrlendinga að verki?

Ekki er vitað enn hverjir bera ábyrgð á ódæðinu en ekki fer hjá því, að grunsemdirnar muni beinast að stuðningsmönnum Sýrlendinga. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fordæmdi hins vegar verknaðinn í gær sem "skelfilegan glæp" og Amr Mussa, formaður Arababandalagsins, kvaðst óttast pólitískar afleiðingar þessa hryðjuverks. Tyrklandsstjórn fordæmdi einnig "hryðjuverkið" og franska stjórnin hvatti í gær til, að skipuð yrði alþjóðlega rannsóknarnefnd til að kanna hverjir bæru ábyrgð á glæpnum. Í yfirlýsingu frá Bandaríkjastjórn þar sem morðið var fordæmt, sagði einnig, að það minnti á, að Líbanir ættu "að vera lausir við sýrlenska hersetu".

Eftir að óöldinni í Líbanon lauk hefur lítið verið um hryðjuverk þar. Þetta er þó í annað sinn frá því í október, að ráðist er gegn stjórnarandstöðunni með þessum hætti.

Beirút. AP, AFP.

Beirút. AP, AFP.