Félagarnir David Beckham og Raúl, fyrirliði Real Madrid, verða í sviðsljósinu í kvöld á Nou Camp í Barcelona.
Félagarnir David Beckham og Raúl, fyrirliði Real Madrid, verða í sviðsljósinu í kvöld á Nou Camp í Barcelona. — Reuters
FIMMTÍU knattspyrnustjörnur víðs vegar um veröldina munu í kvöld leika listir sínar á Nou Camp, heimavelli Barcelona.

FIMMTÍU knattspyrnustjörnur víðs vegar um veröldina munu í kvöld leika listir sínar á Nou Camp, heimavelli Barcelona. Þar mætast tvö úrvalslið í söfnunarleik á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir þá sem eiga um sárt að binda eftir flóðbylgjuna í Asíu á öðrum degi jóla.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á liðunum frá því þau voru fyrst valin. Carlos Alberto Ferreira, landsliðsþjálfari Brasilíu, og Frank Rijkaard, þjálfari Barclona, stýra öðru liðinu sem Ronaldinho, knattspyrnumaður ársins hjá FIFA 2004, er skráður fyrir. Í því liði eru,

Markverðir: Dida, (AC Milan), Idriss Kameni (Espanyol).

Varnarmenn: Cafú (AC Milan), Ivan Cordoba (Inter), Gabriel Heinze (Man.Utd), Radhi Jaidi (Bolton), Samuel Koffour (Bayern München), Alvarez Marquez (Barcelona), Lucan Radebe (Leeds), Javier Zanetti (Inter), Paolo Montero (Juventus), Carlos Alberto Gamarra (Inter).

Miðju- og sóknarmenn:

Du-Ri Cha (Frankfurt), Dider Drogba (Chelsea), Samuel Eto'o (Barcelona), Kaká (AC Milan), Mehdi Mahdavikia (Hamborg), Ju-Sung Park (PSV), Ronaldinho (Barcelona), Rigoberg Song (Galatasaray), Raymond Kalla (Bochum), David Suazo (Cagliari), Obafemi Martins (Inter), Esteban Cambiasso (Inter).

Hitt liðið, sem kennt er við Andriy Shevchenko, leikmann ársins í Evrópu 2004, sem þeir Marcelo Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, og Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, stýra, lítur þannig út.

Markverðir:

Iker Casillas (Real Madrid), Francesco Toldo (Inter).

Varnarmenn:

Kakhaber Kaladze (AC Milan), Cincent Kompany (Anderlecht), Paolo Maldini (AC Milan), Varles Puyol (Barcelona), Lilian Thuram (Juventus), Christoph Metzelder (Dortmund), Alessandro Nesta (AC Milan).

Miðju- og sóknarmenn:

Michael Ballack (Bayern München), David Beckham (Real Madrid), Deco (Barcelona), Sebastian Deisler (Bayern München), Alessandro Del Piero (Juventus), Steven Gerrard (Liverpool), Ludovic Giuly (Barcelona), Thierry Henry (Arsenal), Frank Lampard (Chelsea), Raúl (Real Madrid), Andriy Shevchenko (AC Milan), Johann Vogel (PSV), Zinedeine Zidane (Real Madrid), Christian Vieri (Inter), Gianfranco Zola (Cagliari), Francesco Totti (Roma), Vincenzo Montella (Roma), Jari Limanen (Hansa Rostock). Dómari leiksins verður Ítalinn Pierluigi Collina, besti dómari heims.