Nefndin Skemmtilega merkta þorrablótsnefndin, Guðrún Sigfúsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Anna María Sigvaldadóttir og Unnur Ingólfsdóttir.
Nefndin Skemmtilega merkta þorrablótsnefndin, Guðrún Sigfúsdóttir, Ragna Gunnarsdóttir, Anna María Sigvaldadóttir og Unnur Ingólfsdóttir. — Morgunblaðið/Helga Mattína
Blót, blót, blót, söng þorrablótsnefnd Kvenfélagsins Baugs í Grímsey fullum hálsi fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Múla, við undirleik skólastjórans Dónalds Jóhannessonar. Það er sannarlega fjör og gaman þegar eyjarskeggjar blóta þorrann.

Blót, blót, blót, söng þorrablótsnefnd Kvenfélagsins Baugs í Grímsey fullum hálsi fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Múla, við undirleik skólastjórans Dónalds Jóhannessonar.

Það er sannarlega fjör og gaman þegar eyjarskeggjar blóta þorrann. Fjöldi gesta, um fimmtíu manns komu frá fastalandinu, bæði fljúgandi og með ferjunni góðu Sæfara, til að taka þátt í gleðinni. Skopsnillingurinn Einar Georg Einarsson, frá Laugarbakka í Miðfirði, flutti þorraannálinn, eins og honum einum er lagið. Ari Baldursson í Árgerði, við Dalvík, lék undir fjöldasöng og stóð fyrir fjörugum dansleik að borðhaldi loknu. Snjónum kyngdi niður og magnaði stemninguna.