— Morgunblaðið/Kristján
Akureyri | Hestamenn brugðu á leik um helgina en í tilefni öskudagsins í liðinni viku tóku þeir sig til og slógu köttinn úr tunnunni. Uppákoman var við Skeifuna, félagsheimili Léttis í Breiðholtshverfi ofan Akureyrar.
Akureyri | Hestamenn brugðu á leik um helgina en í tilefni öskudagsins í liðinni viku tóku þeir sig til og slógu köttinn úr tunnunni. Uppákoman var við Skeifuna, félagsheimili Léttis í Breiðholtshverfi ofan Akureyrar. Gekk mönnum misjafnlega að koma hestunum á einhverri ferð að tunnunni, en þó var áberandi að konur voru heldur lagnari en karlar, þær höfðu að sögn sjónarvotta betri stjórn á hrossum sínum. Um tíu hestamenn tóku þátt í leiknum en á myndinni er einn þeirra, Andrea Margrét Þorvaldsdóttir sem ber sig fimlega að.