Grímsá í Skriðdal, með illúðlegar hrannir bakka á milli.
Grímsá í Skriðdal, með illúðlegar hrannir bakka á milli. — Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
ÞEGAR ekið er inn Skriðdal má sjá að Grímsáin er á löngum köflum þakin illúðlegum hrönnum sem urgast saman með þungum ískurhljóðum.

ÞEGAR ekið er inn Skriðdal má sjá að Grímsáin er á löngum köflum þakin illúðlegum hrönnum sem urgast saman með þungum ískurhljóðum. Eftir margra vikna langan kafla þar sem hlýindi og hörð frost hafa í sífellu skipst á hlutverkum er áin rétt að verða búin að ryðja sig þegar allt frýs saman aftur og því myndast þessar miklu hrannir.

Myndin er tekin rétt ofan við uppistöðulón Grímsárvirkjunar, í landi Sauðhaga. Nokkru ofar í dalnum taka svo við sléttar ísbreiður á ánni þar sem hún rennur bein, en hrannirnar virðast eðlilega einkum safnast fyrir í bugðum.

Egilsstöðum. Morgunblaðið.

Egilsstöðum. Morgunblaðið.