STOFNANDI easyJet, hinn athafnasami Stelios Haji-Ioannou, hefur í hyggju að hefja sölu á bifreiðatryggingum með aðstoð Netsins.

STOFNANDI easyJet, hinn athafnasami Stelios Haji-Ioannou, hefur í hyggju að hefja sölu á bifreiðatryggingum með aðstoð Netsins.

Stelios hefur gert samning við svissneska tryggingafélagið Zürich og ætlar ótrauður í samkeppni við Tesco Personal Finance og Direct Line, sem eru helstu lággjaldatryggingafélög Bretlands, en talið er að tryggingamarkaðurinn þar í landi velti 9 milljörðum punda, sem samsvarar ríflega 1 billjón króna, árlega.

"Viðskiptavinir okkar þurfa aðeins að taka upp símann ef þeir vilja gera kröfu á hendur okkar," er haft eftir Stelios í Times .

Tryggingarnar verða seldar undir vörumerkinu easyMoney sem Stelios á og er í dag greiðslukortafyrirtæki.