— Morgunblaðið/Ómar
Í vor verður þess minnst um allan heim að 60 ár eru liðin frá því bandamenn knúðu fram sigur á herjum Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni. Atburðanna verður m.a.

Í vor verður þess minnst um allan heim að 60 ár eru liðin frá því bandamenn knúðu fram sigur á herjum Þýskalands í síðari heimsstyrjöldinni. Atburðanna verður m.a. minnst í Rússlandi, en talið er að 27 milljónir Sovétmanna hafi týnt lífi af völdum styrjaldarinnar, þar af 9 milljónir hermanna.

Sendiráð Rússlands á Íslandi og MÍR hafa sett upp sýningu í félagsheimili MÍR að Vatnsstíg 10 sem helguð er styrjaldarlokunum í Evrópu 1945. Þar má m.a. sjá áróðursveggspjöld frá þessum tíma, hljómplötur, bækur og ljósmyndir.

Það var sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexander Rannikh, sem opnaði sýninguna, en hún verður framvegis opin daglega milli kl. 14 og16.