STUART Ross verður framkvæmdastjóri Iceland-verslanakeðjunnar sem nú er í eigu Baugs, Pálma Haraldssonar og fleiri fjárfesta. Þetta kemur fram í frétt Telegraph .

STUART Ross verður framkvæmdastjóri Iceland-verslanakeðjunnar sem nú er í eigu Baugs, Pálma Haraldssonar og fleiri fjárfesta. Þetta kemur fram í frétt Telegraph .

Ross hefur verið innkaupastjóri Tesco, eins helsta keppinautar Iceland og stærsta matvörusmásala Bretlands, en hætti óvænt störfum í síðasta mánuði. Í fréttinni segir að ráðning hans sé mikil uppörvun fyrir Malcolm Walker, en samkvæmt Telegraph verður Iceland stýrt af fjögurra manna framkvæmdastjórn. Auk Walker og Ross munu þeir Andrew Pritchard, fyrrum fjármálastjóri Big Food Group, og Tarsem Dhaliwal eiga sæti í framkvæmdastjórninni.