FLEIRI fluttu til Íslands á síðasta ári en frá landinu, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga 2004. Til landsins fluttu 5.199 en frá landinu 4.764.

FLEIRI fluttu til Íslands á síðasta ári en frá landinu, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um búferlaflutninga 2004. Til landsins fluttu 5.199 en frá landinu 4.764.

Nærri tvennir af hverjum þrennum flutningum innanlands urðu innan sveitarfélags. Þegar flutningar milli landsvæða eru skoðaðir kemur í ljós að 615 fleiri fluttu til höfuðborgarsvæðisins en frá því á árinu 2004. Fleiri fluttu einnig til Suðurnesja (47) og Suðurlands (60) en frá þeim. Á öðrum landsvæðum voru brottfluttir fleiri en aðfluttir. Af þeim sem fluttu á milli sveitarfélaga fluttu flestir til Hafnarfjarðar þar sem aðfluttir umfram brottflutta í innanlandsflutningum voru 501. Utan höfuðborgarsvæðisins voru aðfluttir umfram brottflutta flestir í sveitarfélaginu Árborg (142) og í Hveragerði (97).

Flest undanfarin ár hafa fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess og árið 2004 voru þeir 455 fleiri en aðfluttir, samanborið við 613 árið 2003. Hins vegar voru útlendingar 890 fleiri en brottfluttir árið 2004. Allt frá miðbiki 10. áratugar 20. aldar hafa útlendingar með pólskt ríkisfang verið fjölmennastir í hópi aðfluttra. Á þessu varð sú breyting í fyrra að flestir aðfluttir útlendingar voru Portúgalar (520), Pólverjar voru 233, Ítalir 164 og Danir 154.