Ég kveð Dísu, þá mætu konu, með nokkrum orðum. Ég kynntist henni þegar hún var orðin öldruð, í gegnum konu mína, sem var henni nákomin og mat hana mikils. Stundum gættum við fuglsins hennar þegar hún brá sér bæjarleið. Sá talaði með rödd hennar. En nú hefur seglið verið dregið upp. Bátur skríður frá landi; þar siglir kona með gott hjartalag.

Sveinbjörn Halldórsson.