Betty Jackson
Betty Jackson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
TÍSKUVIKAN í London var að klárast en alls voru haldnar 47 sýningar með mörgum mismunandi áherslum. Margir hönnuðir voru framúrstefnulegir á meðan aðrir eru settlegri. Rósrauður litur á síðkjólum sást reyndar víða bæði á tískuviku í London og New York.

TÍSKUVIKAN í London var að klárast en alls voru haldnar 47 sýningar með mörgum mismunandi áherslum. Margir hönnuðir voru framúrstefnulegir á meðan aðrir eru settlegri. Rósrauður litur á síðkjólum sást reyndar víða bæði á tískuviku í London og New York. Sýningarnar í London áttu líka aðra rós, enska rós, sameiginlega en fyrirsætan Lily Cole var áberandi í mörgum sýningum.

Lily fer ekki framhjá neinum því hún er með sítt dökkrautt hár og sérstakt útlit, sem minnir á dúkku. Hún er þó ekki í neinni dúkkustærð því hún er 1,78 m á hæð. Lily, sem er 17 ára og fædd í London, skaust nýlega upp á frægðarhimininn og hefur sést á forsíðu Vogue og Numéro . Líka hefur hún tekið þátt í auglýsingaherferðum fyrir Önnu Sui, Chanel, Hermes, Moschino, Prada og Top Shop.

Meðfylgjandi eru myndir af Lily í ýmsum sýningum í London. Hönnuðir eru gjarnir á að klæða hana í rauðan lit enda fer það vel við rauða hárið.

ingarun@mbl.is