Á EINUM og hálfum klukkutíma, frá um klukkan 16:30-18:00 í gær urðu sjö árekstrar í Reykjavík. Þá höfðu orðið um 40 árekstrar á tveimur sólarhringum sem er óvenju mikið.

Á EINUM og hálfum klukkutíma, frá um klukkan 16:30-18:00 í gær urðu sjö árekstrar í Reykjavík. Þá höfðu orðið um 40 árekstrar á tveimur sólarhringum sem er óvenju mikið. Væntanlega á þokan sem hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu einhvern þátt í þessari árekstrahrinu. Lögreglan í Reykjavík varar ökumenn við því að talsverð hálka geti myndast á götum við þau skilyrði sem verið hafa undanfarna daga.

Ökumenn sem áttu leið um Kópavog í gær létu margir hverjir slæm akstursskilyrði ekki á sig fá heldur juku hraðann. Alls voru 30 teknir fyrir hraðakstur sem er óvenju mikið. Lögregla tók fram að ekki hefði verið um sérstakt átak gegn hraðakstri að ræða.