Vopnin snerust í höndum Umferðarstofu skömmu eftir að nýjustu auglýsingaherferðinni var hleypt af stokkunum, segir m.a. í greininni.
Vopnin snerust í höndum Umferðarstofu skömmu eftir að nýjustu auglýsingaherferðinni var hleypt af stokkunum, segir m.a. í greininni.
VERÐ að fá að tjá mig aðeins um hinar umdeildu auglýsingar Umferðarstofu sem hafa dunið á sjónvarpsskjánum linnulaust undanfarnar vikur, þjóðinni til lítillar skemmtunar og raunar til hneykslunar.

VERÐ að fá að tjá mig aðeins um hinar umdeildu auglýsingar Umferðarstofu sem hafa dunið á sjónvarpsskjánum linnulaust undanfarnar vikur, þjóðinni til lítillar skemmtunar og raunar til hneykslunar.

Auglýsingarnar hafa nú verið afturkallaðar vegna tilmæla Samkeppnisstofnunar á grundvelli kvörtunar umboðsmanns barna. Reyndar er þetta tímabundið og ein fær að lifa, þ.e. eina auglýsingin sem sýnir ekki karlmann verða barni að bana. Í þeirri sem eftir er syngur barn hins vegar gjörsamlega óþolandi lagstúf sem veldur því að mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. "Ertu dáinn, út í bláinn ...," segir þar m.a. Skandinavíska þunglyndið bara verður ekki rætnara en í þessari auglýsingu. Ég fór í bíó um daginn, þessi auglýsing var sýnd á undan myndinni, og bíóferðin nánast eyðilagðist.

Þessar auglýsingar - sem vonandi hverfa sem fljótast út í bláinn - eru stórkostlegt dæmi um hvernig hægt er að klúðra svokölluðum hræðsluáróðri og hvernig vopnin snúast í höndunum á þeim sem ætluðu sér auðvitað ekkert nema göfugan hlut í upphafi. Fólk er reitt út í Umferðarstofu vegna auglýsinganna og hættan er jafnvel sú að almenningur skeyti minna en áður um varnaðarorð Umferðarstofu - einmitt vegna þessara, ég verð að segja það, óþolandi auglýsinga.

Ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum þessar auglýsingar komust alla leið. Af hverju voru þær ekki sýndar einhverjum rýnihóp eða það vandlega metið hvort þær mundu virka.

Það tengir enginn þessi atriði við umferðina og þegar tengingin er gefin í skyn í enda auglýsingarinnar er skaðinn þegar skeður. Það sem greypt er í huga fólks eru hræðileg óhöpp sem það skilur ekki af hverju var verið að sýna - en ekki áminning um að fara varlega í umferðinni.

Arnar Eggert Thoroddsen