Gunnar Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann lauk B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá National University of Ireland árið 1977, M.A.

Gunnar Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann lauk B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá National University of Ireland árið 1977, M.A. gráðu í heimspeki frá sama skóla 1979 og doktorsgráðu í stjórnmálafræðum frá SUNY-Buffalo í New York árið 1984. Gunnar hefur starfað innan utanríkisráðuneytisins frá árinu 1984 og gegnt þar ýmsum störfum, m.a. sem sendiherra og fastafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu og formaður embættisnefndar Norðurskautsráðsins. Gunnar er kvæntur og á þrjú börn.

Gunnar Pálsson er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann lauk B.A.-gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá National University of Ireland árið 1977, M.A. gráðu í heimspeki frá sama skóla 1979 og doktorsgráðu í stjórnmálafræðum frá SUNY-Buffalo í New York árið 1984. Gunnar hefur starfað innan utanríkisráðuneytisins frá árinu 1984 og gegnt þar ýmsum störfum, m.a. sem sendiherra og fastafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu, skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu og formaður embættisnefndar Norðurskautsráðsins. Gunnar er kvæntur og á þrjú börn.

Ísland og norðurslóðir - Tækifæri í breytilegu umhverfi alþjóðasamstarfs og náttúrufars," er yfirskrift ráðstefnu sem fram fer á Grand hóteli, föstudaginn 25. febrúar nk. Þar munu fyrirlesarar víða að úr samfélaginu flytja erindi um margvísleg málefni, s.s. áhrif umhverfisbreytinga á vöxt og dreifingu fiskistofa, vatnabúskap, orkumál, siglingar, dýralíf, landnýtingu, mannlíf, byggðaþróun og rannsóknir, svo eitthvað sé nefnt.

Ráðstefnan er haldin í ljósi þeirra miklu umskipta sem átt hafa sér stað á norðurslóðum á síðustu fimmtán árum. Áður hafði hernaðarleg togstreita kalda stríðsins sett samstarfi ríkja á svæðinu þröngar skorður, en hin seinni ár hafa ríki, héruð og sjálfstæðar stofnanir í vaxandi mæli nýtt sér hin nýju færi sem opnast hafa, ekki síst á sviði rannsókna, umhverfismála, efnahagssamstarfs og menningar.

Gunnar Pálsson sendiherra flytur opnunarávarp ráðstefnunnar og ræðir þar Ísland og norðurslóðir í almennu samhengi. Segir Gunnar Ísland hafa mikilvægra hagsmuna að gæta í norðurslóðasamstarfi. "Á tímabilinu 2002-2004 gegndi Ísland formennsku í Norðurskautsráðinu og hafði þá ýmis tækifæri til að móta störf ríkjanna á svæðinu að sameiginlegum málefnum," segir Gunnar. "Ísland hafði m.a. frumkvæði að samantekt yfirgripsmikillar skýrslu um mannlíf á norðurslóðum, mörkuð var heildarstefna um málefni hafsins á heimskautssvæðinu og gefin var út umfangsmikil skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. Ennfremur hefur verið lögð fram skýrsla starfshóps utanríkisráðuneytisins um tækifæri fyrir Ísland í tengslum við siglingar á norðurslóðum."

Hvert er markmið ráðstefnunnar?

"Markmið ráðstefnunnar er að leggja grunn að umræðu um þau viðfangsefni sem breytilegt umhverfi alþjóðsamstarfs og náttúrufars felur í sér fyrir Íslendinga bæði innanlands og á erlendum vettvangi, s.s. við gerð rannsóknaráætlunar á norðurslóðum og undirbúning alþjóðaárs heimskautasvæðanna 2007-2008.

Utanríkisráðuneytið hefur forystu um ráðstefnuna í nánu samstarfi við umhverfisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og RANNÍS, en allir þessir aðilar styrkja ráðstefnuna."

Ráðstefnan stendur frá kl. 9 til 17 og er hún öllum opin.