Patrekur
Patrekur
VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, vonast til að geta notað Patrek Jóhannesson í leikjunum við Hvít-Rússa í sumar, en Patrekur hóf um síðustu helgi að leika með þýska liðinu Minden á ný eftir að verið frá vegna hnémeiðsla síðan um...

VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, vonast til að geta notað Patrek Jóhannesson í leikjunum við Hvít-Rússa í sumar, en Patrekur hóf um síðustu helgi að leika með þýska liðinu Minden á ný eftir að verið frá vegna hnémeiðsla síðan um mánaðamótin október/nóvember.

"Ég er mjög ánægður með að Patrekur er kominn á ferðina á nýjan leik og ég vonast til að geta notað krafta hans með landsliðinu. Hann er maður sem okkur vantar og ég vona bara að hnéð á honum haldi. Patrekur hefur sagt mér að hann sé klár í slaginn með landsliðinu verði hann á annað borð heill og því fagna ég að hann er byrjaður að spila aftur," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari.

Patrekur er einn reyndasti handknattleiksmaður Íslands - hefur leikið 234 landsleiki, sem leikmaður með Stjörnunni, Essen og Bidasoa. Hann hefur ekki leikið með landsliðinu síðan í leik gegn Ítalíu í undankeppni HM 29. maí í fyrra. Ef hann leikur með gegn Hvít-Rússum verður liðið meira en ár frá síðasta landsleik hans.