RÁN var framið í myndbandaleigu við Holtsgötu í Reykjavík um kl. 23.30 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom ræninginn inn í myndbandaleiguna með hulið andlit og ógnaði starfsmanni, sem var einn að störfum, með einhvers konar úðavopni.

RÁN var framið í myndbandaleigu við Holtsgötu í Reykjavík um kl. 23.30 í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom ræninginn inn í myndbandaleiguna með hulið andlit og ógnaði starfsmanni, sem var einn að störfum, með einhvers konar úðavopni.

Ræninginn beitti ekki vopninu en náði einhverjum peningum. Starfsmann myndbandaleigunnar mun ekki hafa sakað.

Lögreglan hóf þegar leit að ræningjanum og stóð leit yfir um miðnættið í nótt.