Þorsteinn, Kristján og Ásmundur snúa sér við í gatinu og fá á sig ölduna.
Þorsteinn, Kristján og Ásmundur snúa sér við í gatinu og fá á sig ölduna. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
"NÚ get ég sagt að ég hafi farið í gegnum gatið," segir Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahverfi í Mýrdal.

"NÚ get ég sagt að ég hafi farið í gegnum gatið," segir Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum í Dyrhólahverfi í Mýrdal. Hann gekk í gær ásamt Kristjáni Kristjánssyni á Dyrhólum og Ásmundi Sæmundssyni á Hryggjum í gegnum minna gatið á Tónni á Dyrhólaey og þar með fyrir eyna. Ekki er vitað til þess að menn hafi gengið þessa leið áður.

Þorsteinn segir að miklar breytingar hafi orðið á fjörunni að undanförnu í langvarandi suðvestanáttum. Á lágfjörunni í gær gengu þeir félagar niður af lágeyjunni að austan, um Kirkjufjöru og í gegnum minna gatið á Tónni og þannig vestur fyrir Dyrhólaey. Þorsteinn segist þó ekki ráðleggja öðrum en vel kunnugum að reyna þetta./18