— Reuters
GÍFURLEG eyðilegging varð í snörpum jarðskjálfta sem reið yfir strjálbýlt fjallendi í Kerman-héraði í Íran í gær.
GÍFURLEG eyðilegging varð í snörpum jarðskjálfta sem reið yfir strjálbýlt fjallendi í Kerman-héraði í Íran í gær. Að minnsta kosti 420 manns biðu bana og missti konan á myndinni fjölskyldu sína í hamförunum, auk þess sem heimili hennar í þorpinu Dahouyeh eyðilagðist gjörsamlega. Hundruð manna til viðbótar slösuðust í jarðskjálftanum en hann mældist 6,4 stig á Richters-kvarðanum. Skjálftamiðjan var aðeins um 200 km frá borginni Bam en meira en þrjátíu þúsund manns biðu bana í jarðskjálfta sem varð þar í desember 2003./14