Ánægðir foreldrar | Rúmlega 95% foreldra sem þátt tóku í könnun leikskóla bæjarins eru ánægðir með leikskólann. Á fundi skólanefndar í vikunni voru kynntar helstu niðurstöður í foreldrakönnun í leikskólum vegna ársins 2004.

Ánægðir foreldrar | Rúmlega 95% foreldra sem þátt tóku í könnun leikskóla bæjarins eru ánægðir með leikskólann. Á fundi skólanefndar í vikunni voru kynntar helstu niðurstöður í foreldrakönnun í leikskólum vegna ársins 2004. Könnunin var lögð fyrir alla foreldra barna í leikskóla og áttu foreldrar að svara sérstaklega fyrir öll börn sín ættu þeir fleiri en eitt. Þátttaka var 85,9%, sem verður að teljast mjög gott. Aðrar helstu niðurstöður voru að rúm 92% töldu að leikskólinn mætti þörfum barna þeirra, rúm 76% töldu þátttöku sína í starfi leikskólans hafa aukist og tæp 98% telja dvalartíma barnsins henta vel.