3. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð

Queens of the Stone Age, Foo Fighters og Duran Duran í Egilshöll

ÁFORMAÐ er að halda tveggja daga tónlistarveislu í Egilshöll í sumar. Ein allra vinsælasta hljómsveit 9. áratugar síðustu aldar, Duran Duran, leikur fimmtudaginn 30. júní og fimm dögum síðar, þriðjudaginn 5.
ÁFORMAÐ er að halda tveggja daga tónlistarveislu í Egilshöll í sumar.

Ein allra vinsælasta hljómsveit 9. áratugar síðustu aldar, Duran Duran, leikur fimmtudaginn 30. júní og fimm dögum síðar, þriðjudaginn 5. júlí, leika tvær af stærstu rokksveitum í heiminum í dag, Queens of the Stone Age og Foo Fighters.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins mun hugmynd tónleikahaldara vera sú að hér sé á ferð vísir að árvissri veglegri tónlistarhátíð.

Foo Fighters lék fyrir troðfullu húsi í Laugardalshöll í desember 2003 og hlaut lof fyrir frammistöðu sína en mikið hefur verið reynt að fá Queens of the Stone Age til landsins en sveitin hefur notið vinsælda hér á landi síðustu ár og ný plata sveitarinnar Lullabies to Paralize fór beint í 7. sæti Tónlistans í vikunni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.