4. mars 1993 | Innlendar fréttir | 211 orð

300 metra brú byggð yfir Kúðafljót Hringvegurinn 7,6 km styttri

300 metra brú byggð yfir Kúðafljót Hringvegurinn 7,6 km styttri HRINGVEGURINN styttist um 7,6 km er nýr vegur verður lagður á Meðallandi í sumar og byggð 300 metra löng brú yfir Kúðafljót.

300 metra brú byggð yfir Kúðafljót Hringvegurinn 7,6 km styttri

HRINGVEGURINN styttist um 7,6 km er nýr vegur verður lagður á Meðallandi í sumar og byggð 300 metra löng brú yfir Kúðafljót. Núverandi vegur um Skafártungu er snjóþungur og mikið um blindhæðir og beyjur á honum og því um mikla samgöngubót að ræða.

Tilkynnt hefur verið útboð á lagningu Suðurlandsvegar frá Skálm að Klaustri og útboð nýrrar brúar yfir Kúðafljót. Að sögn Steingríms Ingvarsson umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Suðurlandi mun nýi vegurinn liggja frá Eldhrauni að austan og vestur að Skálm og verða tæplega 16 km langur. Hann kemur í stað vegar sem er rúmlega 23,5 km og styttist því leiðin um 7,6 km.

Þrjár brýr

Þrjár brýr verða byggðar, 300 metra brú á Kúðafljóti, 14 metra brú á Djúpabrest og 45 metrar á Skálm. Á Djúpabresti og Skálm verða nýju brýrnar á sama stað og núverandi brýr. Brúarframkvæmdir eru hafnar við brúna yfir Kúðafljót og er það brúarvinnuflokkur Jóns Valmundssonar sem annast gerð sökkla brúarinnar. Einnig verða byggðir varnar- og leiðigarðar á Kúðafljótsaurum.

350 milljónir

Að sögn Steingríms er áætlað að verkið kosti um 350 milljónir króna og er þá miðað við að allur vegurinn verði malbikaður.

Nýr vegur

Á kortinu sést nýi vegurinn og núverandi vegur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.