TÓNLEIKAR Duran Duran mynda fyrri hluta Reykjavík Rocks 2005 en þeir fara fram í Egilshöll 30. júní. Síðari hluti þessarar nýju tónlistarhátíðar er haldinn 5. júlí, einnig í Egilshöll, en þá spila Foo Fighters og Queens of the Stone Age.
TÓNLEIKAR Duran Duran mynda fyrri hluta Reykjavík Rocks 2005 en þeir fara fram í Egilshöll 30. júní. Síðari hluti þessarar nýju tónlistarhátíðar er haldinn 5. júlí, einnig í Egilshöll, en þá spila Foo Fighters og Queens of the Stone Age.

Forsala aðgöngumiða sem gilda á bæði kvöld Reykjavík Rocks 2005 hefst laugardaginn 21. maí kl. 11 í verslunum 10-11 í Lágmúla, Austurstræti og Akureyri. Miðaverð er 9.900 kr. og tryggir aðgöngumiði á bæði kvöldin aðgang að fremra svæði Egilshallar.

Almenn sala aðgöngumiða á stakt kvöld Reykjavík Rocks 2005 hefst sunnudaginn 22. maí kl. 11 í öllum verslunum 10-11 og á www.reykjavikrocks.is. Miðinn kostar 5.900 krónur.

www.reykjavikrocks.is