Siglingaklúbbur | Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs var tekið fyrir að nýju erindi frá formanni Nökkva félags siglingamanna á Akureyri, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að Akureyrarbær komi að framkvæmdum þeim sem fyrirhugaðar eru við...
Siglingaklúbbur | Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs var tekið fyrir að nýju erindi frá formanni Nökkva félags siglingamanna á Akureyri, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að Akureyrarbær komi að framkvæmdum þeim sem fyrirhugaðar eru við gerð lítillar hafnar á Höepfnersbryggju. Bæjarráð vísaði erindinu til ÍTA og gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. Íþrótta- og tómstundaráð vísar til framkvæmdaáætlunar Akureyrarbæjar fyrir 2006 þar sem samþykkt hefur verið að veita 11 milljónum króna til framkvæmda á athafnasvæði Siglingaklúbbsins Nökkva og er núgildandi samningur frá 15. júlí 2004 hluti af heildarupphæðinni.