Húsin skiptast í forstofu, hol, sjónvarpshol, þrjú herbergi, geymslu, þvottahús, baðherbergi, stofu og eldhús. "Lóð er fullfrágengin á afar vandaðan hátt með hellum og timburverönd," segir Óskar. "Það hefur mikið verið lagt í húsin en þau eru m.a. með vönduðum innréttingum frá Trésmiðju Þráins Gíslasonar á Akranesi. Gólfefni eru að mestu leyti plankaparket frá Parka hf. Granít er í öllum sól bekkjum. Bílskúrar er fullbúnir en þeir eru m.a. klæddir að utan með Jatoba-viði. Húsin eru hönnuð samkvæmt afar skemmtilegri teikningu og nýting er mjög góð."
Komið er inn í flísalagða forstofu með skápum og þaðan inn í parketlagt hol með skápum. Á hægri hönd er parketlagt herbergi með góðum skápum. Holið er með skápum. Sjónvarpsholið er með mikilli lofthæð, þakglugga og parketlögðu gólfi en það er í miðju hússins. Stofan er parketlögð. Eldhúsið er með parketlögðu gólfi og fallegri innréttingu með efri og neðri skápum. Borðplata er úr granít.
Mieletæki eru í eldhúsi og gert er ráð fyrir amerískum ísskáp í innréttingu. Úr eldhúsi er útgengt út á timburverönd og garð en hurðin er stærri en venjuleg svalahurð. Þvottahúsið er með innréttingu og gólfið er flísalagt.
Herbergin eru þrjú og eru þau öll parketlögð og eru tvö þeirra með skápum en eitt er með fataherbergi innaf með miklu skápaplássi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu, handklæðaofni, upphengdu salerni og vandaðri sturtu. Geymslan er á stærð við herbergi en þakgluggi er í henni sem er með rafdrifinni fjarstýringu. Sá möguleiki er því fyrir hendi að nýta hana sem fjórða herbergið eða sem skrifstofuherbergi. Ásett verð er 39,8- 41,2 millj. kr.