TVENNT var flutt alvarlega slasað, en þó ekki í lífshættu, á slysadeild í Fossvogi eftir að fimm bílar rákust saman á Suðurlandsvegi til móts við Þórustaði undir Ingólfsfjalli um klukkan 15.30 á laugardag.

TVENNT var flutt alvarlega slasað, en þó ekki í lífshættu, á slysadeild í Fossvogi eftir að fimm bílar rákust saman á Suðurlandsvegi til móts við Þórustaði undir Ingólfsfjalli um klukkan 15.30 á laugardag. Þá voru þrír menn fluttir á sjúkrahús á Selfossi með minniháttar meiðsl.

Skemmdir urðu á að minnsta kosti þremur bifreiðanna og loka þurfti veginum í um tvær og hálfa klukkustund vegna slyssins. Lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli aðstoðuðu lögregluna á Selfossi við lokanir og vettvangsvinnu. Auk þess komu læknar frá Selfossi og klippubíll frá slökkviliði í Hveragerði og klipptu þeir ökumann einnar bifreiðarinnar úr bílnum.