David Cameron
David Cameron
London. AFP. | Tvær kannanir í Bretlandi, sem birtar voru í gær, sýndu meira fylgi við Íhaldsflokkinn en Verkamannaflokkinn. Ef undanskilinn er einn mánuður árið 2000 hafa íhaldsmenn ekki haft meirihluta í könnunum síðan 1992.

London. AFP. | Tvær kannanir í Bretlandi, sem birtar voru í gær, sýndu meira fylgi við Íhaldsflokkinn en Verkamannaflokkinn. Ef undanskilinn er einn mánuður árið 2000 hafa íhaldsmenn ekki haft meirihluta í könnunum síðan 1992.

David Cameron, nýr leiðtogi íhaldsmanna, þykir byrja vel. Könnun YouGov fyrir The Sunday Times gaf íhaldsmönnum 37% en flokki Tony Blairs og George Brown 36%. Könnun ICM fyrir The Daily Telegraph gaf Íhaldsflokknum 37% en stjórnarflokknum 35%. Niðurstaðan varð jafnvel enn verri ef spurt var um stuðning tæki Brown við af Blair.