Richard Pryor
Richard Pryor — Reuters
GAMANLEIKARINN Richard Pryor er látinn sextíu og fimm ára að aldri. Lést hann úr hjartaáfalli eftir tuttugu ára baráttu við MS sjúkdóminn. Pryor lést á sjúkrahúsi skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum á laugardag.

GAMANLEIKARINN Richard Pryor er látinn sextíu og fimm ára að aldri. Lést hann úr hjartaáfalli eftir tuttugu ára baráttu við MS sjúkdóminn. Pryor lést á sjúkrahúsi skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum á laugardag.

Pryor lék í fjölmörgum vinsælum gamanmyndum á áttunda og níunda áratugnum, og varð hann í framhaldinu einn af hæst launuðu leikurum í Hollywood.

Hann ruddi brautina fyrir þá svörtu listamenn sem fylgdu í kjölfar hans. Hann varð það áhrifamikill að hann gat séð um sína eigin samninga í Hollywood.

Árið 1983 gerði hann fimm ára samning við Columbia Pictures og hljóðaði samningurinn upp á 40 milljónir dollara.

Pryor vakti fyrst athygli fyrir uppistands grín. Grínið gekk út á kjaftbrúk og engar málamiðlanir og einblíndi hann á sína eigin innsýn á nútímann og kynþáttasamskipti.

"Ég bý í Bandaríkjunum sem eru uppfull af kynþáttafordómum og ég er ómenntaður. Þrátt fyrir það elskar fjöldi manns mig og líkar það sem ég er að gera, og ég hef mitt lifibrauð af því. Þú getur ekki haft það mikið betra en það," sagði Pryor.

Gamanleikur Pryors hafði mikil áhrif á svarta listamenn eins og Eddie Murphy, Arsenio Hall og Damon Wayans. Þá hafði hann einnig mikil áhrif á Robin Williams, David Lettermann o.fl.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu um helgina.