28. janúar 2006 | Fjölmiðlar | 112 orð | 1 mynd

Annað undanúrslitakvöldið í kvöld

Söngvakeppni Sjónvarpsins

Nýtt myndver hefur verið smíðað út á Granda fyrir keppnina.
Nýtt myndver hefur verið smíðað út á Granda fyrir keppnina. — Morgunblaðið/Sverrir
Í KVÖLD er á dagskrá annað undanúrslitakvöldið af þremur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Átta lög verða kynnt til sögunnar, en fjögur þeirra komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram 18.
Í KVÖLD er á dagskrá annað undanúrslitakvöldið af þremur í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Átta lög verða kynnt til sögunnar, en fjögur þeirra komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram 18. febrúar, en þá kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þau lög sem keppa í kvöld eru "Dagurinn í dag" í flutningi Geirs Ólafssonar, "Hamingjusöm" í flutningi Fanneyjar Óskarsdóttur, "Lífið" í flutningi Eyjólfs Kristjánssonar og Bergsveins Arilíusarsonar, "Andvaka" í flutningi Guðrúnar Árnýjar Karlsdóttur, "Flottur karl, Sæmi rokk" í flutningi Magna Ásgeirssonar, "Eldur nýr" í flutningi Ardísar Ólafar, "Hjartaþrá" í flutningi Sigurjóns Brink og "100% hamingja" í flutningi Aðalheiðar Ólafsdóttur.
Söngvakeppni Sjónvarpsins á dagskrá Sjónvarpsins kl. 20.10 í kvöld.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.