Stórsveit Reykjavíkur í öllu sínu veldi.
Stórsveit Reykjavíkur í öllu sínu veldi.
STÓRSVEIT Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum á NASA við Austurvöll, miðvikudaginn 1. Febrúar. Stjórnandi og höfundur allrar tónlistar á þessum tónleikum er Samúel Jón Samúelsson sem er ef til vill betur þekktur sem Sammi úr Jagúar.

STÓRSVEIT Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum á NASA við Austurvöll, miðvikudaginn 1. Febrúar. Stjórnandi og höfundur allrar tónlistar á þessum tónleikum er Samúel Jón Samúelsson sem er ef til vill betur þekktur sem Sammi úr Jagúar. Um er að ræða frumflutning tónlistar sem Samúel hefur samið og útsett sérstaklega fyrir stórsveitina en Samúel hefur verið afkastamikill á því sviði undanfarin ár og útsett fyrir listamenn á borð við Eddu Heiðrúnu Bachman, Sálina Hans

Jóns Míns, Marc Almond, Jóhann Jóhannsson, Pál Óskar, Jón Ólafsson, Maus, Land og Syni, Borgardætur, SSSól, Quarashi og fleiri.

Eingöngu eigið efni

Samúel hlaut á síðasta ári starfslaun úr Tónskáldasjóði Menntamálaráðuneytisins til að vinna að efnisskrá nýrrar tónlistar fyrir Stórsveit Reykjavíkur og er þetta í fyrsta skipti sem Samúel stjórnar Stórsveit Reykjavíkur eingöngu með eigið efni. Samúel hefur áður stjórnað Stórsveit Reykjavíkur við ýmis tækifæri, svo sem í Idol-stjörnuleit og á árlegum Jólatónleikum sveitarinnar en hann hefur auk þess leikið á básúnu með fjöldanum öllum af listamönnum; Tómasi R.

Einarssyni, Sigur Rós, Mugison, Sigtryggi Baldurssyni, Sálinni Hans Jóns Míns, Ný Dönsk, Trabant, Bang Gang, Funerals, Landi og Sonum, Geirfuglunum, Stuðmönnum, Hjálmum og fleirum.

Þess má geta að Stórsveit Reykjavíkur hlaut á dögunum íslensku tónlistarverðlaunin sem djass-flytjandi ársins..

Tónleikarnir á miðvikudaginn hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 1.500 krónur.