Gísli Reynisson
Gísli Reynisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Auður Björk Guðmundsdóttir er nýr forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Vátryggingafélags Íslands hf. og situr jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins.

Auður Björk Guðmundsdóttir er nýr forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Vátryggingafélags Íslands hf. og situr jafnframt í framkvæmdastjórn félagsins. Hún er með BA próf í almannatengslum með aukagráðu í markaðsfræði frá University of South Alabama og lauk síðan MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Auður var áður deildarstjóri kynningardeildar Olíufélagsins og þar áður markaðsstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Hún er í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og er þar formaður fræðslunefndar.

Gísli Reynisson er nýr forstöðumaður áhættustýringar VÍS eignarhaldsfélags. Hann útskrifaðist með C.s. próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og er einnig löggiltur verðbréfamiðlari. Gísli starfaði áður hjá Íslandsbanka hf. og þar áður hjá Búnaðarbanka Íslands.

Ívar Sigurjónsson er nýr forstöðumaður viðskiptaþróunar VÍS eignarhaldsfélags. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá James Madison University í Bandaríkjunum árið 2000. Ívar starfaði sem markaðsstjóri Norvíkur og BYKO síðastliðin tvö ár og var þar áður markaðsstjóri Kringlunnar.

Kristín Edda Gylfadóttir er nýr starfsmannastjóri VÍS eignarhaldsfélags. Hún er með próf frá Háskóla Íslands í starfsmannastjórnun og markaðs- og útflutningsfræðum. Kristín Edda starfaði hjá Lýsingu hf. frá 1987, síðast sem skrifstofu- og starfsmannastjóri.