FULLTRÚAR Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga fóru nýlega á fund rektors Háskóla Íslands til að lýsa áhyggjum sínum af kjörum félagsmanna sinna á stofnuninni, en þeir hafa dregist langt aftur úr fólki í sambærilegum störfum hjá ríkinu.

FULLTRÚAR Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga fóru nýlega á fund rektors Háskóla Íslands til að lýsa áhyggjum sínum af kjörum félagsmanna sinna á stofnuninni, en þeir hafa dregist langt aftur úr fólki í sambærilegum störfum hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýju fréttabréfi BHM:

Telja fulltrúar félagsins að starfsmatskerfi háskólans mæli ekki með fullnægjandi hætti faglega og fjárhagslega ábyrgð þeirra starfa sem hér um ræðir.

Í þeim stofnunum sem hafa tekið upp starfsmatskerfi hafa nokkrir hnökrar reynst vera á því að matið leggi rétta mælikvarða á störf einstakra starfsmanna og jafnvel hópa. Getur það verið vegna þess að matskerfi hefur ekki verið nægilega aðlagað stofnun, eða þátta eins og þess að um of hefur verið miðað við störf stórra og ráðandi hópa starfsmanna, segir í frétt BHM.