— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einar Garðarsson er í 2. bekk. Þegar hann lauk 1. bekk komst hann á svokallaðan heiðurslista fyrir framfarir, dugnað og iðjusemi í heimilisfræði. "Það er rosalega gaman í heimilisfræði. Við bökuðum til dæmis kökur og buðum stundum gestum til okkar.

Einar Garðarsson er í 2. bekk. Þegar hann lauk 1. bekk komst hann á svokallaðan heiðurslista fyrir framfarir, dugnað og iðjusemi í heimilisfræði. "Það er rosalega gaman í heimilisfræði. Við bökuðum til dæmis kökur og buðum stundum gestum til okkar. Ég er búinn að nota heima hjá mér það sem ég lærði og gerði einu sinni pítsubrauð. Svo bjó ég líka til stafasúpu," segir Einar glaður. Honum finnst gaman að lesa, skrifa og reikna og komst einmitt á heiðurslista fyrir hæstu einkunn í lesskilningi og skrift. Hann þótti sömuleiðis hafa sýnt framfarir og iðjusemi í stærðfræði. Einar segir að sér finnist líka gaman í íþróttum. "Já og í frímínútum!"