— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is "Þótt það sé ekki algildur mælikvarði á menntun höfðu meðaleinkunnir á samræmdum prófum á Suðurlandi verið slakar.
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is
"Þótt það sé ekki algildur mælikvarði á menntun höfðu meðaleinkunnir á samræmdum prófum á Suðurlandi verið slakar. Þetta var meðal annars ástæða þess að við fórum að velta fyrir okkur þeim þáttum sem taldir eru skipta máli í tengslum við skólagöngu barna og hvað hægt væri að gera varðandi þá," segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og formaður fræðsluráðs í bænum. Meðal annars var ákveðið að búa til heiðurslista nemenda, þar sem komast mætti á blað fyrir fleira en hæstu einkunnir. "Hrós er jákvætt uppeldistæki og krakkar þurfa að vita þegar þeir standa sig vel," segir Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri. Ósk Björnsdóttir, nemandi í 10. bekk, segir sniðugt að taka tillit til framfara, dugnaðar og iðjusemi. "Sumir eru nefnilega mjög duglegir að vinna en eru kannski stressaðir í prófum og fá lága einkunn."