Sauðárkrókur | Nýverið dvaldi tíu manna hópur frá Þjóðleikhúsinu á Hofsósi við æfingar vegna nýrrar uppfærslu á leikritinu Pétri Gaut eftir Ibsen, en hún verður frumsýnd á nýja sviði Þjóðleikhússins um miðjan febrúar næstkomandi.

Sauðárkrókur | Nýverið dvaldi tíu manna hópur frá Þjóðleikhúsinu á Hofsósi við æfingar vegna nýrrar uppfærslu á leikritinu Pétri Gaut eftir Ibsen, en hún verður frumsýnd á nýja sviði Þjóðleikhússins um miðjan febrúar næstkomandi.

Það er leikstjórinn Baltasar Kormákur sem fer fyrir sínu fólki, er hafði aðstöðu í Konungsverslunarhúsi Vesturfarasetursins á Hofsósi, og sagði hann að þessi ferð væri farin til þess að ná hópnum vel saman og brjóta upp hefðbundið æfingaferli. Vel hefði gengið þessa daga, enda valinn maður í hverju rúmi, og margt skemmtilegt komið upp þegar hefðbundið umhverfi leikhússins væri ekki umgjörðin á æfingunum. Ný þýðing verksins er eftir Karl Ágúst Úlfsson, og sagði leikstjórinn ljóst að ekki yrði um hefðbundna uppfærslu að ræða.