Guðmundur Jónsson tekur lagið.
Guðmundur Jónsson tekur lagið. — Morgunblaðið/ÞÖK
Íslensku tónlistar-verðlaunin voru veitt á miðvikudags-kvöld. Emilíana Torrini og Sigur Rós fengu hvor þrenn verð-laun. Plata Emilíönu, Fisherman's Woman, var valin popp-plata ársins. Emilíana var söng-kona ársins og átti besta mynd-bandið.

Íslensku tónlistar-verðlaunin voru veitt á miðvikudags-kvöld. Emilíana Torrini og Sigur Rós fengu hvor þrenn verð-laun. Plata Emilíönu, Fisherman's Woman, var valin popp-plata ársins. Emilíana var söng-kona ársins og átti besta mynd-bandið. Plata Sigur Rósar, Takk, var valin rokk-plata ársins, sveitin var flytjandi ársins og fékk verð-laun fyrir plötu-umslag.

Guðmundur Jónsson, óperu-söngvari og söng-kennari, fékk heiðurs-verðlaun Íslensku tónlistar-verðlaunanna af-hent af for-seta Íslands. Guðmundur söng síðar fyrir við-stadda við mikinn fögnuð.

Lagið My delusions með Ampop var valið vin-sælasta lag ársins og Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, var valinn flytjandi ársins, en sú kosning fór fram á netinu.