— Morgunblaðið/Árni Sæberg
FLUTNINGI höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð var fagnað að viðstöddum boðsgestum og starfsmönnum á föstudag.
FLUTNINGI höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð var fagnað að viðstöddum boðsgestum og starfsmönnum á föstudag. Rúmlega 40 starfsmenn fluttu úr gamla húsnæðinu að Seljavegi fyrir um mánuði og eru þeir búnir að koma sér fyrir á hinum nýja stað. Til húsa í Björgunarmiðstöðinni eru stjórnstöð Gæslunnar, ásamt sjómælinga- og skrifstofusviði. Á myndinni eru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.