SALA á kjúklingum hefur ekki dregist saman hér á landi undanfarna daga og vikur, heldur þvert á móti aukist, að sögn Matthíasar H. Guðmundssonar, formanns Félags kjúklingabænda.

SALA á kjúklingum hefur ekki dregist saman hér á landi undanfarna daga og vikur, heldur þvert á móti aukist, að sögn Matthíasar H. Guðmundssonar, formanns Félags kjúklingabænda.

Matthías segir ljóst að ótti við fuglaflensu hafi ekki áhrif á íslenska neytendur, sem virðist vera vel upplýstir um að engin hætta sé til staðar. "Við eigum ekki von á hruni í sölu á næstunni. Hér er kjúklingum haldið í lokuðum húsum og reglulegt eftirlit haft með þeim," segir Matthías.

Um 26% af öllu kjöti sem selt er hér á landi eru kjúklingar. Í síðasta mánuði nam neyslan 522 tonnum og jókst milli mánaða.