Hér í Morgunblaðinu birtist í dag síðari hluti lýsingar Andreis Sakharov á hetjulegri baráttu hans við sovéska kerfið. Henni lauk með því, að Yelena Bonner, kona Shakharovs, fékk leyfi til að leita sér lækninga í Bandaríkjunum. Það er unnt að opna glufu í járntjaldið, ef nógu markvisst er unnið að því.
Morgunblaðið skorar á Matthías Á. Mathiesen að beita sér opinberlega gagnvart sovéska sendiráðinu í Reykjavík í máli Gulkos með sama hætti og Geir Hallgrímsson gerði til dæmis fyrir kvikmyndaleikstjórann Tarkovsky. Hann hefur nú heimt son sinn frá Sovétríkjunum."
25. febrúar 1996: "Árum og jafnvel áratugum saman heyrðu landsmenn sjaldan aðrar fréttir frá Siglufirði en að þar væru mikil vandræði í atvinnulífi. Eftir mikil uppgangsár á síldveiðiárum áður fyrr, lentu Siglfirðingar í miklum erfiðleikum með atvinnufyrirtæki sín, sem stóðu um langt árabil. Nú er öldin önnur. Þormóður rammi hf., stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Siglufirði, er að verða eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins.
Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að hagnaður Þormóðs ramma hf. á árinu 1995 hefði numið 202 milljónum króna. Árið áður nam hagnaður fyrirtækisins 126 milljónum króna. Það er liðin tíð, að slíkar hagnaðartölur séu taldar feimnismál, þvert á móti eru þær fagnaðarefni. Þær sýna, að sjávarútvegurinn er í sókn, mikilli sókn.