Innan um Zappa-upptökur og -úrklippur í eigu Sverris Tynes leynist Vikan frá árinu 1967 með Zappa á forsíðu.
Innan um Zappa-upptökur og -úrklippur í eigu Sverris Tynes leynist Vikan frá árinu 1967 með Zappa á forsíðu. — Morgunblaðið/RAX
MIKIL eftirvænting ríkir í herbúðum Zappa-samtakanna á Íslandi vegna komu Dweezils og Ahmets Zappa hingað til lands í sumar en í vor eru tuttugu ár frá því að félagsskapurinn var stofnaður til að halda merki föður þeirra bræðra, Franks Zappa, á lofti.

MIKIL eftirvænting ríkir í herbúðum Zappa-samtakanna á Íslandi vegna komu Dweezils og Ahmets Zappa hingað til lands í sumar en í vor eru tuttugu ár frá því að félagsskapurinn var stofnaður til að halda merki föður þeirra bræðra, Franks Zappa, á lofti. Þótt 13 ár séu liðin frá andláti hans segist forseti samtakanna, Sverrir Tynes, merkja mikinn áhuga meðal yngri kynslóða á tónlist Zappa.

Í Tímariti Morgunblaðsins í dag er rætt við Sverri og einstætt Zappa-safn hans skoðað en í því er að finna upptökur af yfir 700 tónleikum með Frank Zappa. Í safninu eru yfir 800 geisladiskar, um einn og hálfur metri af vinylplötum, á annað hundrað myndbandsspólur og 1.500 til 1.600 kassettur auk annars efnis s.s. blaðaúrklippna og ljósmynda. "Ég á marga sjaldgæfa hluti og safnið er ansi stórt, svo stórt að ég kem því ekki öllu fyrir í íbúðinni minni," segir Sverrir. "En almennt held ég að menn séu ekki að metast í þessu söfnunarferli." | Tímarit