FRAMBOÐSLISTI Samfylkingarinnar við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri hefur sent frá sér ályktun þar sem það er harmað að menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins standi í vegi fyrir því að starfsemi Háskólans á Akureyri verði tryggð til framtíðar og...

FRAMBOÐSLISTI Samfylkingarinnar við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri hefur sent frá sér ályktun þar sem það er harmað að menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins standi í vegi fyrir því að starfsemi Háskólans á Akureyri verði tryggð til framtíðar og að hann fái að vaxa og þróast í takt við þarfir samfélagsins.

"Staðsetning skólans hefur orðið til þess að auðvelda aðgengi fjölda fólks að menntun um leið og uppbygging hans og rekstur hefur skapað mörgum atvinnu sem ella hefðu þurft að leita hennar á suðvesturhorninu. Mikilvægi skólans liggur þó fyrst og fremst í því að með starfsemi sinni leggur hann grunn að nýsköpun atvinnulífs á landsbyggðinni almennt og Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu sérstaklega.

Krafa allra þeirra sem átta sig á mikilvægi Háskólans hlýtur þess vegna að vera að stjórnvöld bregðist þegar í stað við og fjárveitingar verði leiðréttar þannig að skólinn geti áfram sinnt því mikilvæga hlutverki sem hann hefur fyrir íslenskt samfélag."