BÍLANAUST hefur keypt Kúlulegusöluna ehf., fyrirtæki sem flytur inn legur og fylgihluti til iðnaðarnota ásamt bílalegum, pakkdósum, sérverkfærum, feiti o.fl. Kúlulegusalan var stofnuð árið 1945 af Jóni Fannberg.
BÍLANAUST hefur keypt Kúlulegusöluna ehf., fyrirtæki sem flytur inn legur og fylgihluti til iðnaðarnota ásamt bílalegum, pakkdósum, sérverkfærum, feiti o.fl.

Kúlulegusalan var stofnuð árið 1945 af Jóni Fannberg. SKF-umboðið hefur ávallt verið uppistaðan í fyrirtækinu en SKF er einn stærsti leguframleiðandi í heimi og leiðandi á sviði tækniþróunar. Í tilkynningu segir að með þessum kaupum Bílanausts muni dreifikerfi Kúlulegusölunnar styrkjast verulega með aðgangi að dreifikerfi Bílanausts.